15 einkenni kennara á 21. öld

Ég fann áhugaverða grein á eduTopia en enskukennarinn Tsiana Plamer hugleiðir þar hvað einkenni kennara á 21. öld. Í dag er nánast hægt að læra um allt og alla með því að
leita upplýsinga á netinu eða með því að skrá sig á hin ýmsu fjarnámskeið. Tsiana ákvað að skoða þetta betur og telur upp 15 einkenni kennara á 21. öld. Ég þýddi þetta yfir á okkar ylhýra mál og setti þar með mitt sjónarhorn örlítið með fyrir vikið sem vonandi kemur ekki að sök!

Einkenni kennara á 21. öld

1. Nemenda- og einstaklingsmiðað nám

DeathtoStock_NotStock8Nemendur hafa aðgang að upplýsingum og því óþarfi að mata þá. Þar sem nemendur hafa ólíka persónuleika, skoðanir, áhuga og þarfir er hægt og í raun æskilegt að bjóða einstaklingsmiðað nám. Þegar nemendum er boðið upp á val og að taka þátt í sínu námi þá eykst innri hvatning og þáttaka sem gerir þetta að kjörinni uppskrift fyrir árangur í námi.

2. Nemendur sem framleiðendur

Nemendur hafa aðgang að nýjustu verkfærum en nýta þau að mestu með fjölskyldu og vinum í gegnum spjall, skilaboð eða netsamtöl. Jafnvel þótt litið sé á nemendur sem stafræna borgara (e. digital natives), þá eru þeir langt frá því að nýta tæknina við námið. Margir eiga snjalltæki sem hægt væri að nýta á uppbyggilegan hátt m.a. með því að framleiða eigið efni, breyta, bæta og deila því og vinna með öðrum undir handleiðslu kennara. Í stað þess að nota tæknina þá eru nemendur oft beðnir um að slökkva á tækjunum og vinna með vinnublöð og blýant sem þeir hafa ekki áhuga á, hvað þá að geyma þau eða skila inn til kennara. Í flestum tilfellum er þeim hent eftir yfirferð kennara. Þegar nemendur fá tækifæri til að  nota verkfærin til að rita, hanna og framleiða eigið efni fyllast þau gleði og geta svo deilt efninu með öðrum í hinum stafræna heimi sem er eitthvað sem þau tengja við daglegt líf.

3. Tækninýjungar og nám

lyndaTil þess að geta boðið nemendum val í námi, þurfa kennarar að prófa sig áfram og læra að nýta tæknina. Þar sem tæknin heldur áfram að þróast er ekki lengur hægt að læra eitthvað til fulls. Nóg er að kunna helstu aðgerðir og með tímanum eykst þekkingin. Góðu fréttirnar eru að allir geta lært á tæknina enda hafsjór af kennsluefni á netinu, hvort sem það eru upptökur, texti eða myndir. Lynda.com er gott dæmi um slíka vefsíðu.

4. Alþjóðlega leiðin

world-in-handTækni nútímans gerir okkur kleift að læra um önnur lönd og menningu á auðveldan og skemmtilegan hátt með beinum samskiptum. Hægt er að taka þátt í fyrirlestrum í rauntíma og spjalla við aðra kennara og nemendur um allan heim. Að sjálfsögðu eru skólabækur gagnlegar en að læra annað tungumál með samskiptum við nemendur úr öðru landi er fýsilegri kostur og líklegri til betri árangurs. Það er leiðinlegt ef tæknin nýtist ekki í fleira en að lesa efni af netinu þegar nemendur geta verið að prófa sig áfram með fleiri árangursríkari nálganir með hjálp kennara. Windows er t.d. með vefsíðu fyrir kennara þar sem þeir geta verið á netfundi með
nemendum og vísindamönnum að störfum í rauntíma. Spennandi og gagnlegt ekki satt!

5. Snjallir nota snjallsíma

cellphoneÞegar nemendur eru hvattir til þess að líta á snjalltækin sem verðmæt verkfæri sem styðja við námið ef notuð rétt, byrja þeir að nota þau á gagnlegri hátt. Tsiana nefnir að í upphafi ferils síns hafi hún ekki leyft snjallsíma í kennslu og reyndi sjálf að útskýra hugtök og annað sem nemendur spurðu um. Þetta er eitthvað sem hún myndi aldrei gera í dag. Hún hefur lært að vegna margbreytileika nemenda og mismunandi þarfa borgar það sig ekki að eyða tímanum í að útskýra eitthvað sem jafnvel fáir læra af og sé betra að þjálfa nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum svo þeir geti leitað sér upplýsinga á þeim miðli sem þeim hentar (myndskeið/texti/myndir). Hún hefur séð jákvæðar breytingar frá því hún byrjaði að nota verkfærin á réttan hátt. Þegar hún fær spurningu segir hún nemandanum að leita á netinu og segja svo hinum í bekknum svarið. Hún bætir við: “Þvílík breyting á viðbrögðum nemenda og útkomu”.

6. Blogg

Að blogga er jafnmikilvægt nemendum og kennurum. Jafnvel byrjendur í ensku geta séð verðmætin í því að skrifa fyrir aðra á ensku og kynna sig á stafrænan hátt og fá viðbrögð annarra.

7. Stafræni vegurinn

onenoteStafrænt efni er hagstæðara fyrir okkur og jörðina sem við búum á. Að skipuleggja kennsluefni á eigin vefsíðu með notkun stafrænna verkfæra færir námið upp á hærra þrep. Að deila hlekkjum að vefsíðum með nemendum og að bjóða þeim upp á samskipti og umræður í stað pappírs er mikilvægt og auðveldar nemendum aðgang að efni bæði í skólastofunni og að heiman. Office OneNote er alltaf að verða betra fyrir nemendur og kennara. Nemendur geta skilað inn verkefnum, fengið þau metin og séð athugasemdir frá kennara og bætt verk sín og þar með lært heilmikið á meðan á ferlinu stendur. OneNote er líka stafræn minnisbók kennara til að skipuleggja allt þvert á tæki. Hægt er að hripaðu niður hugmyndir, glósa í kennslustundum og á fundum, klippa af vefnum eða búða til verkefnalista, ásamt því að teikna og rissa upp hugmyndir.

8.   Samvinna

Tæknin auðveldar samvinnu nemenda og kennara. Að búa til stafrænt efni eða kynningar og verkefni saman og deila efninu jafnvel með öðrum kennurum og nemendum erlendis gerir skólastofuna alþjóðlegri. Að vinna saman með fólki út um allan heim víkkar sjóndeildarhring nemenda og kennara og kennir þeim að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

9. Tísts eða spjall með Twitter

logotwitterAð taka þátt í tísti kennara og fylgjast með öðrum kennurum og menntastofnunum auðgar andann og heldur okkur í takt við nútímann. Við verðum líka að uppfæra huga, skoðanir og þekkingu svo við getum leiðbeint nemendum okkar. Við erum fagfólk og menntun er okkar máttur. Það þykir gamaldags og tímafrekt að fara á allar ráðstefnur þegar hægt er að fylgjast með á netinu og taka þátt í vefráðstefnum.

10. Tengslanet

Myndið og stækkið tengslanet með kennurum með samskonar hugarfar. Verkfæri netheima gera okkur kleift að tengjast hverjum sem er á hvaða tíma sem er. Langar þig að spyrja sérfræðinga eða vinnufélaga? Byrjaðu að skrá þig inn, tengjast, fylgjast með, spyrja og segja frá!

11. Lausnaleitarnám

Þar sem nemendur hafa aðgang að heimildum á vefnum, sérfræðingum og öðrum nemendum sem eru að læra um það sama þá er kennsla með bókum í anda 20. aldar. Í dag verður að styrkja nemendur við þróun eigin drifkrafts í spurninga- og heimildaleit og notkun stafrænnar tækni til þess að miðla efninu áfram undir leiðsögn kennara.

12. Jákvætt stafrænt fótspor

footprintÞað hljómar augljóst en kennarar og leiðbeinendur þurfa að vera góð fyrirmynd nemenda og hafa lög og siðareglur samfélagsins að leiðarljósi. Hegðun þín
á samfélagsmiðlum, söfnun heimilda og hvernig höfundarréttur er virtur er efst á lista.

13. Forritun

Þótt þetta hljómi flókið, þá er forritun nálægt því að vera jafnmikilvæg hæfni og að kunna að lesa. Forritun er að færast í aukana í námi og orðin partur af námskrá í mörgum löndum. Kennarar um allan heim eru nú byrjaðir eða búnir að færa forritun inn í kennsluna. Margt er í boði og þarf þetta ekki að vera flókin innleiðing með forritum eins og Scratch og Mindcraft. Eitt skref í einu og á lynda.com er mikið efni sem hægt er að læra af.

14. Nýsköpun

Prófaðu nýjar leiðir í kennslu eins og t.d. með því að nota nýjan samfélagsmiðil.
Yammer er einfalt í notkun fyrir nemendur þar sem þeir verða ekki fyrir truflun vina og vandamanna eins og gengur og gerist á fésbók. Með því að nota ekki alltaf sömu tækin venjast nemendur breytingum og aðlögun að nýjungum verður sjálfsögð. Notaðu heimildir af netinu í stað bóka. Nóg efni er til á netinu um heimildaöflun og leiðbeiningar um það að geta heimilda í verkefnum sínum. Tsiana bendir á að hún notar t.d. vefsíðuna TED og býr til eigið kennsluefni út frá myndskeiðum sem hún finnur á síðunni. Nemendur hennar elska þessa nýbreytni og bendir hún á að framleiðni nemenda er betri og meiri en áður.

15. Áframhaldandi nám

Nýjar leiðir og tækni þýðir að við þurfum að læra og aðlagast á skjótan hátt. Góðu fréttirnar eru þær að þetta er gaman og þú græðir á því að byrja með því að eyða 15-20 mínútum á dag í nýjungar og nám á netinu. Koma svo!

Hlekkur á greinina