Monthly Archives: March 2018

Office365 innleiðing

Innleiðing er hafin í HÍ og þegar henni lýkur verður í boði eitt sameiginlegt samskiptakerfi fyrir alla notendur HÍ. Með því að allir nota sama
samskiptakerfið þá verða ýmis verk mun auðveldari en áður, til dæmis boðun funda og deiling skjala. Innleiðing mun ekki vera gerð á sama tíma hjá öllum notendum,
heldur verður þjónustan flutt
til notenda í ákveðinni röð eftir staðsetningu. Á innleiðingardegi
mun póstur koma til viðkomandi notanda um að flytjast yfir í Office365. Það þýðir að þær póstþjónustur sem notandi hefur áður verið að nota munu ekki taka við nýjum pósti. Eins og t.d. Lotus Notes, postur.hi.is o.s.frv. Með góðum fyrirvara mun notendum verða tilkynnt hvenær innleiðing mun eiga sér stað hjá þeim og á innleiðingardegi verður haldin kynning á helstu tólum sem standa til boða eins og Outlook sem heldur utan um tölvupóst, dagbók,
fundarbókanir og tengiliði, Skype for business sem meðal annars er notað til að spjalla og halda fjarfundi og OneDrive sem geymir skjöl og gerir deilingu á þeim einfalda. Þar fyrir utan fylgir Office365 pakkanum fjöldinn allur af öðrum hugbúnaði og má þar kannski helst nefna Word,
Excel, PowerPoint, OneNote, SharePoint og Teams sem mun gera öll samskipti og teymisvinnu auðveldari og skemmtilegri.

Þessa dagana er verið að útbúa leiðbeiningar sem eru sérsniðnar að Háskólanum, eins og til dæmis hvernig á að setja HÍ póstinn upp í síma, hvernig deila má gögnum með samstarfsfélögum og svo framvegis. Þessar leiðbeiningar verða aðgengilegar á http://rhi.hi.is. Þar fyrir utan eru til ítarlegar leiðbeiningar á vef Office 365 um notkun á þeim hugbúnaði sem er í boði. Hér er tengill að leiðbeiningum á ensku.