Monthly Archives: September 2019

Ný ljósritunarvél í Múla á 2 hæð

Ný ljósritunarvél í Múla sem allir starfsmenn hafa aðgang að. Til þess að setja upp prentarann á tölvunni ykkar þarf að fara eftir leiðbeiningunum hér. (Veljið stýrikerfi tölvu til þess að fá réttu leiðbeiningarnar).

Hver og einn þarf að vera með aðgangskort sem umsjónamenn geta útvegað ykkur ef þið eigið ekki slíkt nú þegar (Þrymur umsjónamaður). Eftir að þið sendið efni til útprentunar á prentarann þá verðið þið að bera aðgangskortið að lesara á vélinni til þess að prentun hefjist. Leiðbeiningar hanga á veggnum við vélina.

Zoom fyrir fjarfundi og í stað AdobeConnect

Starfsmenn sem vilja nota Zoom vinsamlegast sendið beiðni á help@hi.is og fáið leyfisnúmer til þess að geta notað alla eiginleika forritsins. Forritið er uppsett í öllum skólastofum en einnig er hægt að sækja það hér.
Eftir að þið hafið sótt forritið og keyrt það upp er mælt með að breyta eftirfarandi stillingum: Personal Meeting ID: notið eigið símanúmer. Dæmi: 354-000-0000 og í
Personal Link: notendanafn ykkar. Dæmi: https://zoom.us/my/aslaugbj
Bendið nemendum ykkar á að sækja forritið tímalega og nota heyrnatól með hljóðnema á fundum. Þið eruð nú tilbúin til þess að halda fund og veljið New meeting.
Undir Record er hægt að velja hvort upptaka geymist á OneDrive eða í Documents möppu
á tölvunni ykkar (tvær skrár eru geymdar eða hljóð- og myndskrá).
Ef þið notið Panopto á sama tíma passið þá að rétt námskeið sé valið svo upptakan vistist inn
á rétt námskeið. Hægt er að skipta nemendum í umræðuhópa með því að búa til nokkur herbergi en það kallast Breakout room. 
Ef nemendur ætla að vinna áfram eftir fundinn þá er kennara óhætt að velja
End meeting > Leave meeting.
Undir More er hægt að setja útsendinguna yfir á Facebook/Youtube/Workplace.
Hægt er að læsa fundi undir More > Lock meeting.

Tölvuþjónusta í kennslustofum og Office

Mætið ávallt tímalega í kennslustofur. Ef þið þurfið tæknilega aðstoð hringið þá í þjónustunúmerið 525-5550. Vinsamlegast látið mig eða starfsfólk Menntasmiðju vita ef þessar upplýsingar eru ekki til staðar í kennslustofum. Mikilvægt er að mæta tímanlega í kennslustofur til undirbúnings. Ef þið fáið ekki samband við skjávarpa eða tölva missir tengingu við sjávarpa, er alltaf hægt að velja Windows merkið á lyklaborði og P og velja svo Duplicate. Ef þið þurfið að ræsa skjávarpa með fjarstýringu þá athugið að drægni er ekki jafn góð á öllum fjarstýringum og stundum þarf að fara nær skjávarpa með fjarstýringuna.

Athugið að allir þurfa að skrá sig út (Skrá út)/(Log Off) í lok kennslustundar, svo aðrir komist ekki í persónulegar upplýsingar.  

Myndin sem þið  notið af ykkur á Uglu þarf einnig að færa inn í Office og mikilvægt að allt starfsfólk geri það sem fyrst á Office.hi.is.
Leiðbeiningar:
Smellið á nafnið ykkar efst í hægra horni gluggans, veljið My account > Personal info og Change photo.

Starfsfólk Menntasmiðju:
Áslaug Björk Eggertsdóttir- Verkefnastjóri Menntasmiðju: aslaugbj@hi.is, 525-5941
Eiríkur Sigbjörnsson- Tæknimaður: eisi@hi.is, 525-5936
Gústav Kristján Gústavsson- Upptökur: gustav@hi.is, 525-593
Halldór Magnússon- Tæknimaður: dori@hi.is, 525-5937

A person standing in front of a group of people posing for the camera

Description automatically generated