Monthly Archives: December 2019

Tæknileg vandamál – Þjónustugátt – beiðnakerfi UTS

Nýtt beiðnakerfi er komið í notkun svo fyrir tæknilega aðstoð eða fyrirspurnir þá á slíkt að fara í gegnum www.uts.hi.is/help. Öll samskipti/svör birtast á sama stað eða undir Yfirlit beiðna í þjónustugáttinni. Til þess að stofna beiðni er einnig hægt að senda vefpóst á help [hjá] hi.is. Kerfið er nýtt og þar af leiðandi væri gott að heyra í ykkur ef það er eitthvað sem mætti betur fara.

Notendanöfn og skammtímanotendur

Fyrir stundakennara eða aðra sem ekki hafa notendanafn og lykilorð þarf að sækja sérstaklega um það fyrirfram. Sótt er um notandanafn á Uglu undir Tölvuþjónusta > Notendur > Nýskráning https://ugla.hi.is/vk/thjonusta/form_user_registration.php?sid=1113
Ef um er að ræða gestafyrirlesara eða annan gest sem þarf aðgang að neti og/eða kennslutölvum í stuttan tíma og þarf ekki aðgang að Uglu og pósti er hægt að sækja um skammtímanotanda fyrir eduroam og kennslutölvur fyrir viðkomandi í stað fulls notanda. Þetta gildir líka um utanaðkomandi aðila sem leigja stofur.
Sótt er um skammtímanotanda á Uglu undir Tölvuþjónusta > Umsóknir > Skammtímaaðgangur að þráðlausu neti og tölvuverum https://ugla.hi.is/thjonusta/umsoknir/net/eduroam.php?sid=3611.  Skrá þarf inn nafn og netfang þess sem þarf aðgang og hversu marga daga aðgangurinn á að vara.

Þjónusta við starfsfólk og nemendur

Breyting hefur orðið á hlutverki Eiríks Sigbjörnssonar í tölvuþjónustunni Menntasmiðju við Stakkahlíð. Hann mun leggja áherslu á að aðstoða kennara og aðra starfsmenn í kennslustofum, tölvuverum og fundarrýmum Menntavísindasviðs og ef upp koma tæknileg vandamál með búnað. Hann mun yfirfara tölvur og annan tæknibúnað reglulega til að draga úr vandamálum, með áherslu á stofur sem eru mikið notaðar í kennslu. 

Kennarar og aðrir starfsmenn sem lenda í vandræðum með búnað í kennslustofum, tölvuverum og fundarherbergjum, með upptökur, námsumsjónarkerfi, Uglu, fjarfundarkerfi og fleira sem tengist tæknilegri aðstoð við kennslu eiga að leita til þjónustuborðs kennara í síma 525-5550. Mörg vandamál má leysa í gegnum síma en annars verður Eiríkur eða aðrir starfsmenn Menntasmiðju kallaðir út til að aðstoða. 
Hér eftir mun tölvuþjónustan í Stakkahlíð vera opin nemendum og starfsmönnum á eftirfarandi tímum:
10:00 – 10:30
12:15 – 13:00
15:00 – 15:30
Utan þess tíma mun Eiríkur eingöngu sinna starfsmönnum með áherslu á aðstoð vegna kennslu. Nemendur og starfsmenn geta áfram leitað til tölvuþjónustunnar Háskólatorgi á milli 8:00-16:00, sími: 525-4222, netfang: help@hi.is.
Starfsmenn geta jafnframt leitað til Halldórs Magnússonar, tölvumanns Menntavísindasviðs, sem er með fasta viðveru í Menntasmiðju á þriðjudögum og fyrir hádegi miðvikudaga og föstudaga. Beiðnir til hans ættu að berast inn í beiðnakerfi UTS á help@hi.is.