Monthly Archives: April 2021

Menntaský er nýtt nafn á OneDrive HÍ

Það hefur orðið nafna breyting á OneDrive skýjaþjónustu okkar en í stað Háskóli Íslands birtist nú nafnið Menntaský. Þetta á bara við um þá sem setja skýið upp á nýrri tölvu og hefur engin áhrif á vinnu ykkar í skýinu. 

 

Þeir sem hafa þegar sett upp OneDrive sjá þessa breytingu t.d. í Teams, efst í hægra horninu eins og sést á myndinni hér fyrir neðan.

Tækninýjungar í Stakkahlíð og Gleðilegt sumar!

Í fundaherbergi okkar E205 er nú nýr 75″ upplýsingaskjár og fyrir neðan skjáinn er vefmyndavél, hátalari og hljóðnemi. Vefmyndavélin sýnir mynd af fólkinu við fundaborðið og dregur athyglina að þeim sem á orðið við borðið 😆

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í K208 verður fljótlega sett upp Microsoft Surface tölva með snertiskjá en tölvan hefur fengið mjög góða dóma og fljótlega fáið þið að leggja ykkar mat á gripinn.

 

 

 

 

 

 

 

E303 verður svo breytt í fjarfundastofu með Prowise snertiskjá og fjarfundabúnaður staðsettur fyrir framan skjáinn svo kennarinn getur auðveldlega séð fjarnemendur sína.
Ég læt ykkur auðvitað vita um leið og stofan er tilbúin.

 

 

 

 

 

 

 

Og síðast en ekki síst kæra samstarfsfólk, GLEÐILEGT SUMAR

Viðvera og fjærvera

Velkomin aftur til starfa eftir páskafrí 😀

Við skiptum á milli okkar viðveru þessa dagana auk þess sem við erum að vinna að uppsetningu tækja og erum því jafnvel á flakki um skólann. Ef þið komið að læstum dyrum Menntasmiðju, þá vinsamlegast hringið í 525-4222 eða í 669-0274.

Í gær fengum við Double 3 fjærveru (róbot) til okkar í Menntasmiðju og bíðum eftir að fá Kubi Classic á næstu dögum. Þessi tæki voru keypt fyrir styrk úr tækjakaupasjóði en vegna Covid seinkaði því miður afhendingu allverulega.

Um er að ræða fjarstýrð vélmenni sem gerir fjarstöddum kleift að taka virkari þátt í kennslustundum en hefðbundinn fjarkennslubúnaður býður upp á. Annars vegar er ein hreyfanleg fjærvera sem gerir fjærverandi þátttakenda kleift að færa sig á milli staða og snúa sér að því sem hann vill beina athyglinni. Hins vegar eru tvær staðbundnar fjærverur (Kubi Classic – sjá nánar fyrir neðan) sem sitja á borði og notandi getur snúið til að beina athygli að
því, eða þeim, sem eru í nærumhverfi tækisins.
Um fjærverur:
1. Fjarstýranlegt tæki sem er stjórnað með hugbúnaði í gegnum netið
2. Skjár og hátalari svo hægt er að sjá og heyra í þeim sem stjórnar fjærverunni. Getur verið innbyggt tæki spjaldtölva eða annað snjalltæki
3. Myndavél og hljóðnemi sem varpar mynd og hljóð frá þeim stað sem fjærveran er stödd til þeirra sem stjórnar henni.
Double Robotics fjærveran okkar:
– Fjarstýranlegt vélmenni á hjólum sem stjórnandi getur hreyft á milli staða, kennslustunda og snúið á ýmsa vegu
– Sambyggður skjár, myndavél, hátalari og hljóðnemi fyrir samskipti milli stjórnanda og þeirra sem eru í návist fjærverunnar
– Innbyggð endurhlaðanaleg rafhlaða með 4 klst. endingu
– Hleðslustöð til að endurhlaða fjærveruna
– Hugbúnaður til að tengja fjærveruna við net og fyrir stjórnendur að stýra fjærverunni.
Hægt að skoða hér: https://www.doublerobotics.com/

Kubi Classic – væntanleg:
– Staðbundinn fjærvera á fæti sem spjaldtölva er fest við. Fjærveran er til þess gerð að sitja á borði
– Fóturinn er fjarstýrður af stjórnanda sem getur snúið tækinu á alla vegu og hallað fram og tilbaka
– Notast við nettengingu og fjarskiptatækni í spjaldtölvunni sem er fest við fótinn. Styður allan þann fjarskiptahugbúnað sem spjaldtölvan sem notuð er styður (t.d. Zoom, Skype, Google Hangouts, o. fl.)
– Hugbúnaður sem stjórnandi notar til að stýra fjærverunni úr eigin tölvu eða snjalltæki.
Hægt að skoða hér: https://www.kubiconnect.com/e-commerce/kubi-classic.html

Sveigjanlegt- og rafrænt nám einkenna menntakerfi nútímans í auknum mæli og fjærverurnar verða nýtt af kennurum MVS bæði til kennslu og rannsókna.