Monthly Archives: August 2021

Ef nemendur geta ekki skoðað Panopto upptökur

Ef nemandi fær tilkynninguna: You dont have access þá þarf hann að velja nafn sitt í hægra horni gluggans og velja Sign out. Upp kemur innskráningargluggi þar sem velja á Canvas og skrá sig inn. Nú getur nemandi spilað upptökuna.

Ástæðan fyrir þessu er sú að spilari nemandans er skráður inn á Uglu en ekki Canvas. Eftir að þetta er gert þá skráist hann alltaf inn á rétt kerfi þ.e. Canvas.

 

Skólastofur, fjarfundir og tæknimál

Upptökur í fjarkennslu  

Mælt er með því að taka upp nokkur stutt myndskeið í stað lengri myndskeiða. Skírið skrárnar með lýsandi heiti svo auðveldara sé fyrir nemendur að finna þær upptökur sem leitað er að. Hægt er að nota einfalt kerfi eins og t.d. tölustafi fyrir framan heitið svo nemendur sjái í hvaða röð þeir eiga að horfa. Hægt er að gera myndskeið gagnvirk með því að láta nemendur taka þátt í umræðum um efni þeirra, setja t.d. spurningar inn í myndskeiðið sem nemendur þurfa að svara til þess að geta haldið áfram.

Panopto er hugbúnaður sem hentar vel til þess að taka upp fyrirlestra bæði heima fyrir og í kennslustofu. Forritið er uppsett á tölvum í kennslustofum og einnig er hægt að setja forritið upp á eigin tölvu og taka upp þar sem hentar. Leiðbeiningar um notkun og möguleika er að finna hér.

Panopto

Canvas Studio er einnig hægt að nota í Canvas. Hentar vel til þess að útbúa skjáupptökur og hefðbundin myndskeið með vefmyndavél þar sem kennari fjallar um ákveðið efni. Leiðbeiningar um notkun og möguleika er að finna hér.

Canvas Studio

Innan Menntasmiðju er upptökuklefi þar sem starfsfólk getur tekið upp kennsluefni með Panopto og Canvas Studio. Smellið hér til þess að bóka ykkur í upptökuklefa Menntasmiðju. Við veitum ykkur aðstoð ef þörf er á. Einnig er hægt að komast í stærra upptökuver á annarri hæð. Þar er hægt að taka upp viðtöl þar sem allt að sjö manns geta verið viðstaddir. Gústav sér um að taka við bókunum á veffangið: gustav[hjá]hi.is.

Upptökuklefi innan Menntasmiðju
Upptökuver 2. hæð Hamri

Kennarar eru eindregið hvattir til þess að taka fyrirlestra upp sérstaklega, fremur en að taka upp fyrirlestra sem fluttir eru í kennslustund. Slíkar upptökur eru oft mjög langar og hljóð- og myndgæði ekki eins góð.

Í Setbergi eru einnig upptökuklefar þar sem kennarar geta tekið upp kennsluefni í Panopto, Canvas Studio og Audacity. Nánari upplýsingar og bókanir í Setbergi er að finna hér: https://kennslumidstod.hi.is/studningur/hljodklefar/

Lausnir fyrir fjarfundi

Kennarar geta nýtt sér tvær lausnir til þess að halda fjarfundi:

  1. Teams –  Sækja forritBoða Teams-fund í Canvas.
  2. ZoomSækja forrit. Sjá leiðbeiningar frá Kennslumiðstöð hér.

Tækjabúnaður í kennslustofum hefur verið prófaður og allir starfsmenn skrá sig inn með notendanafni til þess að nota borðtölvuna eða tengja fartölvu sína við HDMI snúru sem liggur á borðinu. Ef skjárinn varpast ekki upp á tjaldið, þarf að velja Windows merki og P á lyklaborðinu. Plastað blað með þessum upplýsingum liggur á borðinu í öllum stofum svo ekki þarf að leggja þetta á minnið. Ef skjávarpinn fer ekki í gang þegar þrýst er á ræsi hnappinn þá þarf að vera nálægt skjávarpa eða beint undir honum þegar hann er ræstur.

 
Búnaður í kennslustofum

Nýir starfsmenn eru hvattir til þess að hafa samband við aslaugbj@hi.is og panta tíma til þess að prófa tækin/tæknina fyrir fyrstu kennslustund eða mæta tímanlega. Það er miði í öllum kennslustofum með símanúmeri UTS, ef ske kynni að tæknin virki ekki sem skyldi. Ef þið þurfið aðstoð við notkun Office, þá er velkomið að bóka fund með Áslaugu (aslaugbj@hi.is) og Gústavi fyrir upptökur (gustav@hi.is).

Tölvuver Í Hamri

Gefur nemendum og starfsfólki aðgang að fjórum tölvum, prentara og skera. Þeir sem hafa aðgangskort að háskólanum geta nýtt tölvuverið þegar hentar. Jamovi og JASP tölfræðiforritin eru uppsett á öllum tölvunum og SPSS er uppsett á vélinni sem er merkt með rauðu X-i á mynd. TölvuverÁ bókasafni er einnig aðgangur að SPSS, Jamovi og JASP.

Fræðslufundir Menntasmiðju

Starfsfólki stendur til boða kynning á þjónustu Menntasmiðju á mánudaginn kemur. Í framhaldinu verður fræðsla um hin ýmsu forrit sem við höfum aðgang að við dagleg störf (sjá dagskrá). Allir eru velkomnir og engin þörf fyrir skráningu 😊

Hlekkur á fræðsluna: Fræðslufundir

 Dagskrá:

9. ágúst kl: 09:00-09:40 og 14:00-14:40: Starfsemi Menntasmiðju. Farið yfir þjónustu og tæknimál.

10. ágúst => kl: 09:00-09:40 og 14:00-14:40: Fjarfundaforrit HÍ: Teams og Zoom. Farið yfir stillingar og notkun á fjarfundabúnaði.

11. ágúst => kl: 09:00-09:40 og 14:00-14:40: Office Pakkinn. Farið yfir hvaða forrit eru í boði, helsta notkun og uppsetning á Office svæði starfsmanns.

16. ágúst => kl: 09:00-09:40 og 14:00-14:40: Samstarf í skýinu. Farið yfir skýjaþjónustu OneDrive og samstarf með Office forritum.

17. ágúst => kl: 09:00-09:40 og 14:00-14:40: Fjarfundaforritin Teams og Zoom og OneDrive skýjaþjónustan.

18. ágúst => kl: 09:00-09:40: Starfsemi Menntasmiðju. Farið yfir þjónustur og tæknimál.

19. ágúst => 09:00-09:40 Opinn Teams fundur þar sem starfsfólk fær tækifæri til að spyrja út í tæknimál og aðstöðu til upptaka og annað sem brennur í brjósti.  ________________________________________________________________________________

 

Canvas molar

Canvas-moli er stuttur fróðleikspistill tengdur Canvas þar sem vakin er athygli á tilteknu atriði varðandi námskeiðsvef, tækni, kennslu eða nýjungar í Canvas. Að þessu sinni felst Canvas-molinn í skilaboðum um afritun gagna á milli námskeiða.

Kennslusvið stefnir að því að senda út Canvas-mola á föstudögum tvisvar til fjórum sinnum í mánuði.

Gögn afrituð á milli námskeiða í Canvas

Til að flytja (afrita) gögn á milli námskeiða í Canvas eru tvær leiðir, Flytja inn efni námskeiðs og Afrita til.

    1. Aðgerðin Flytja inn efni námskeiðs undir stillingum námskeiðs býður upp á að flytja annað hvort öll gögn námskeiðs eða útvalin gögn. Byrjað er á að opna námskeiðið sem á að fá gögnin (nýja námskeiðið).
    2. Aðgerðin Afrita til er í þrípunkti aftan við einstök atriði og býður upp á að afrita atriði yfir í annað námskeið t.d. tiltekna síðu, skjal, verkefni eða heila einingu/viku.

Sjá nánari leiðbeiningar: Flutningur námsgagna á milli námskeiða
https://haskoliislands.instructure.com/courses/114/pages/flutningur-namsgagna-a-milli-namskeida?module_item_id=23744

Canvas-leiðbeiningar kennara
Grunnnámskeið í Canvas