Outlook

Fjarfundir hafa aukist og þar af leiðandi er mikilvægt að allir starfsmenn skrái í dagatal Outlook fundi og aðra viðburði svo auðvelt sé að sjá hvenær þið eigið lausan tíma. Þegar þið boðið fund er best að nota Outlook > Scheduling Assistant til að athuga hvenær fundagestir eiga lausan tíma.

Í Outlook:

New Items > Meeting. Ritið í To… reitinn nöfn þeirra sem á að boða á fundinn og veljið tímasetningu fundar.

Veljið Scheduling Assistant og ef einhver er upptekin á þessum tíma, getið þið auðveldlega breytt tímanum.

 

Þegar þið eruð tilbúin að senda fundaboðið þá veljið þið Appointment og fyllið inn dagskrá
eða aðrar upplýsingar í skilaboðagluggann. Ef þetta er Teams fundur þá smellið þið á Teams Meeting táknið og þá birtist hlekkur á fundinn neðst í skilaboðaglugganum.

Kennarar geta sótt Uglu eða kennslu dagatalið og bætt við Outlook, sjá hér.