Verkfæra blogg

Tryggvi Thayer, verkefnisstjóri MenntaMiðju er ötull talsmaður nútíma kennsluhátta. Hann hefur nýlega tekið við þessu starfi og vefurinn er þegar verulega efnisríkur og þarfur fyrir öll skólastig. Ég vil sérstaklega vekja athygli á verkfæra-blogginu sem er safn upplysinga um notadrjúg verkfæri í þágu náms og kennslu. Þetta er verkefni sem Sólveig Jakobsdóttir, dósent í fjarkennslufræði stóð að með nemendum sínum í samvinnu við MenntaMiðju. Þar rakst ég t.d. á upplýsinar um hvernig á að koma efni á YouTube en margir kennarar á Menntavísindasviði hafa áhuga á að nota þennan ágæta miðil, bæði vegna kennslunnar og þó einkum verkefnagerð nemenda. Á blogginu eru marga aðrar ábendingar sem afar fróðlegt er að skoða.