Microsoft í kennslu kynnir hér 7 leiðir til þess að hakka kennslustofuna en meiningin er að sýna kennurum einfaldar aðgerðir til þess að auðvelda þeim starfið.
Kennarar takast daglega á við vandasöm verkefni og þiggja án efa góða ráð (e. class hacks), til þess að spara tíma, fyrirhöfn og auka virkni sína í kennslu.
Hér eru 7 góð ráð frá kennsluráðgjöfum Microsoft við notkun tækni í kennslu.
- Búið til einstaklingsmiðað próf með póstsamruna (e. Mail merge) í Word ritvinnsluforritinu. Sjáið hér nánar um Mail merge.
- Látið nemendur útskýra fyrir ykkur reikningsdæmið á meðan þau leysa það með Snip, þar geta nemendur tekið upp, ritað inn á og útskýrt vinnu sína.
- Notið Microsoft Edge vefskoðara og OneNote til þess að búa til kennsluefni á skjótan hátt.
- Notið OneNote minnisbókina sem dagatal fyrir heimavinnu
- Búið til sniðmát með OneNote
- Deilið fjölbreyttum verkefnum í OneNote með nemendum til þess að hita þau upp fyrir kennslustund.
- Notið Excel töflureikni til þess að fylgjast með stöðu nemenda
Sjá hér greinina.