Að kenna góðvild

Þessa vikuna er góðvild í fyrirrúmi á vefsíðu Creatubbles. Þar er vikan nefnd handahófskennd góðverk eða #RandomActsofKindnessWeek. Í grein þeirra er skoðaður ávinningur þess að kenna góðvild í skólastofunni. Þetta er útdráttur úr greininni og eftir lestur, áttu að geta gert upp fyrir þér, hvort þú viljir bæta þessu við kennsluna.

Heart

Vísindin á bak við góðvild

Þar sem góðvild er augljóslega mikilvæg þá hefur atferlið verið rannsakað mjög oft. Í fjölda rannsókna hefur það verið staðfest að við góðverk líði fólki betur og það styrki líkamann við að takast á við dagleg verkefni. Hér sjáið þið þrjár leiðir við innleiðingu í kennslustofuna og áhrifin;

  1. Bætir sjálfstraust
    Að gera góðverk og hjálpa öðrum lætur þér líða sem þátttakanda í hópi og eykur sjálfstraust. Ástæðan er sú að við góðverk, sleppir líkaminn serótónín sem hefur jákvæð áhrif á skapferli og tilfinningu um verðugleika.
  2. Dregur úr stressi
    Sérfræðingar eru sammála um að góðvilji og góðverk eykur annað hormón sem heitir oxytocin, en það er þekkt sem vellíðunarhormón sem eykur hamingju og minnkar  kvíða. Það hefur mörg sálfræðileg áhrif eins og að auka samkennd og styrkja getu þína til að mynda félagsleg tengsl.
  3. Kemur þér í gott skap
    Þegar þú sýnir góðvild til annarra sleppir heilinn endórfíni sem veitir vellíðunartilfinningu og slær á líkamlegan sársauka. Í raun er eins og það kvikni gleðiljós í heilanum og jafnmikið við að gefa og við að þiggja svo allir aðilar njóta góðs af. Það hefur einnig komið fram í rannsóknum að fólk sem verður vitni að góðvild finni einnig fyrir vellíðan.

Er þetta nokkur spurning!

Byrjaðu að innleiða markvissa þjálfun góðvildar í kennslustofunni. Á þessarri vefsíðu færðu hugmyndir að kennsluefni fyrir nemendur á öllum aldri.

Greinin á netinu