Að nota YouTube í námi og kennslu

Í gæðaramma fyrir námskeið í Moodle er m.a. lögð áhersla á fjölbreytni í miðlun, hvort heldur er í nemendaverkefnum eða í námsefnisgerð. Ég hef orðið var við umtalsverða aukningu á notkun YouTube  í nemendaverkefnum. Kennari býr þá til  gmail-aðgang, t.d. með námskeiðsnúmeri og hefur þar með aðgang að  margvíslegri Google þjónustu, m.a. að hlaða inn efni á YouTube. Nemendur fá síðan notendaaðgang og geta þar með hlaðið inn myndskeiðum. Athuga ber að hver og einn getur stýrt hvernig aðgengi er háttað.

Ég fékk leyfi frá Önnu Rut Ingvadóttur til að birta hér eitt verkefna hennar af námskeiðinu Upplýsingatækni og miðlun 2011. Upptakan er unnin þannig að Anna tekur ljósmyndir, raðar þeim upp í klippiforriti og setur inn skýringartexta af því hvernig hægt er að baka snúða. Hljóðupptaka með þessu ágæta fræðsluefni gefur myndskeiðinu síðan líf og lit.

´

Námsumsjónarkerfi eru flest því marki brennd að  verkfærin eru flest fremur kennaramiðuð en nemenda. Tækifæri þeirra til sköpunar og til að mynda samfélag, sem er svo mikilvægt  óháð almennri vefumferð, eru gjarnan takmörkuð. Moodle er í þessu samhengi engin undantekning, t. d. verður að telja verkfæri til umæðu og samskipta  fremur til fortíðar en nútíðar. Það gladdi því mína, að þessu leyti, þjáðu sál að lesa um nýja viðbót (plugin) sem gerir kleift að hlaða inn myndskeiðum á YoutTube og ennfremur að taka beint upp með t. d. vefmyndavél í kerfinu. Kennari getur svo stjórnað því hverjir fá aðgang. Þessi viðbót heitir “Youtube Anywhere”  og höfundurinn er Justin Hunt. Ég veit reyndar ekki hversu stöðug þessi viðbót er né hvað hún kostar en fyrirbærið er amk. áhugavert. Hér að neðan er myndskeið þar sem þetta er útskýrt nánar.

[vCitaMeetingScheduler type=contact width=500 height=450]

Spurt og svarað vísar hér á efnisflokkinn “Upplýsingatækni“. Smelltu á “Submit a Question”  hér að neðan til að leggja inn spurningu. Henni verður svarað án allra persónuupplýsinga.

Upplýsingatækni

Submit a question