Að stofna nýtt námskeið á Moodle

Að stofna Moodle námskeiðsvef

Opnið námskeið ykkar á Uglu. Í blokkinni Aðgerðir smellið á Allar aðgerðir og veljið Stofna moodle vef fyrir námskeið. Athugið að eftir að þið stofnið námskeið þá getur það tekið eina klukkustund þar til nýji vefurinn birtist. Ef færa á gamalt námskeið yfir á nýtt þarf að opna gamla vefinn, vera í ritunarham og velja Afrita úr stillingunum úr valmyndinni vinstra megin í glugganum. Þegar þið hafið farið í gegnum afritunina þá opnið þið nýja vefinn og breytið í ritunarham og veljið Endurheimta úr stillingunum vinstra megin í glugganum. Í síðasta skrefinu veljið þið skrána sem var afrituð af gamla vef og smellið á Endurheimta  

Til þess að fá ítarlegri leiðbeiningar vinsamlegast farið á leiðbeiningavef Moodle. Til þess að nota vefinn þurfa kennarar innan HÍ að innrita sig sem nemendur með því að smella á hnappinn Innritaðu mig  og nota Uglu notandanafn og lykilorð. Notendur utan HÍ skrá sig inn með notandanafninu gestir og lykilorðið er gestur (smelltu hér til að sjá leiðbeiningar).

 

Save

Save

Save

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.