Að stofna Moodle námskeiðsvef
Opnið námskeið ykkar á Uglu. Í blokkinni Aðgerðir smellið á Allar aðgerðir og veljið Stofna moodle vef fyrir námskeið. Athugið að eftir að þið stofnið námskeið þá getur það tekið eina klukkustund þar til nýji vefurinn birtist. Ef færa á gamalt námskeið yfir á nýtt þarf að opna gamla vefinn, vera í ritunarham og velja Afrita úr stillingunum úr valmyndinni vinstra megin í glugganum. Þegar þið hafið farið í gegnum afritunina þá opnið þið nýja vefinn og breytið í ritunarham og veljið Endurheimta úr stillingunum vinstra megin í glugganum. Í síðasta skrefinu veljið þið skrána sem var afrituð af gamla vef og smellið á Endurheimta.
Til þess að fá ítarlegri leiðbeiningar vinsamlegast farið á leiðbeiningavef Moodle. Til þess að nota vefinn þurfa kennarar innan HÍ að innrita sig sem nemendur með því að smella á hnappinn Innritaðu mig og nota Uglu notandanafn og lykilorð. Notendur utan HÍ skrá sig inn með notandanafninu gestir og lykilorðið er gestur (smelltu hér til að sjá leiðbeiningar).