Samvinna

AC-Hopavinna-Hugarkort

Þegar þátttakendum á fundi eða námskeiði er skipt niður í hópa til að vinna saman eru margir möguleikar í boði til samvinnu.

Einfaldast er að þátttakendur kveiki á myndavél og hlóðnema og tali saman, en vilji skipuleggjandi fundarins að það komi einhverjar niðurstöður út úr hópavinnunni sem þátttakendur taka með sér annað, t.d. til að kynna fyrir öðrum þátttakendum eða til að vinna úr nánar á einhvern hátt má nota samvinnutól sem eru til sem hluti fjarfundakerfa eða utan þeirra

Samvinnutól í fjarfundakerfum

Whiteboard

  • Flest fjarfundakerfi bjóða upp á “tússtöflu” sem þátttakendur á fundinum geta skrifað og teiknað á
  • Allir geta skrifað eða teiknað á n.k. tússtöflu

Notes

  • Mörg fjarfundakerfi bjóða upp á sérstök textasvæði sem allir geta skrifað á

Önnur samvinnutól utan fjarfundakerfa

Það getur verið gagnlegt að nota önnur verkfæri fyir nemendur að vinna saman í, afrit af vinnunni verður þá til óháð fjarfundakerfinu og er hægt að nálgast síðar óháð fundarherberginu:

Microsoft Office 365

Allir geta búið sér til ókeypis aðgang að Microsoft Office hugbúnaðinum Word, Excel, Powerpoint o.s.fv. í gegnum OneDrive.com. Háskóli Íslands hefur aukinn aðgang. Þannig geta kennarar og nemendur búið til Word skjöl eða Excel skjöl og gefið öðrum aðgang að skjölunum og unnið samtímis í þeim.

Myndræn framsetning

Padlet

Padlet

Hugarkort

Nokkur hugarkortaforrit bjóða uppá að fólk sitji við tölvuna hver á sínum stað og útbúi saman hugarkort.

  • MindMeister er veflægur hugbúnaður til að búa til hugarkort. Það er hægt að nota þjónustuna ókeypis, þá getur maður búið til þrjú hugarkort. Ég er alltaf með þrjú sem ég endurvinn aftur og aftur með ólíkum nemendahópum.
  • MindManager er trúlega mest notaða og þróaðasta hugarkortaforritið á markaðnum. Háskóli Íslands er með leyfi fyrir það, þannig að allir starfsmenn og nemendur geta sótt það í UGLU og notað. Með því að skrá sig sem notandi hjá Mindjet.com framleiðanda forritsins má vista hugarkort á vefnum þeirra og vinna í þeim í gegnum vafra eða með forritinu á tölvunni sinni eða í gegnum síma og spjaldtölvur, bæði aleinn eða samtímis með öðrum. Flækjustigið er frekar hátt ef maður ætlar að nota þetta á einum og einum fundi, en gæti verið þess virði ef maður vinnur svona  með sama hóp oft.
  • Leiðbeiningar um gerð hugarkorta má finna hér