Áþreifanleg reynsla í námi – stuðningur við tækninotkun

Segðu mér og ég gleymi, kenndu mér og kannski man ég,
leyfðu mér að taka þátt og ég læri.

– Benjamin Franklin

Benjamin Franklin

Áhrifaríkar leiðir til þess að læra eru með þátttöku nemenda í ferlinu í gegnum snertingu, skynjun og athugun. Samkvæmt kenningum sem byggja á félagslegri hugsmíðahyggju þarf nemandinn að vera virkur í þekkingarleit sinni, þar sem hann byggir upp skilning sinn í samskiptum við aðra, kennara sína og aðra nemendur. Microsoft hefur því sett það að markmiði sínu að búa til tækni sem auðveldar kennurum að fanga athygli allra nemenda, hversu margbreytilegir sem þeir eru. Þátttaka nemenda stuðlar að því að þroska nauðsynlega hæfileika eins og samskipti við aðra, samvinnu, gagnrýna hugsun og sköpunargáfu. Markmiðið er að fá nemendur til þess að leita lausna, þjálfa og þróa hæfileika sína, skemmta sér og fá svörun kennara hvor sem það er í rauntíma eða á stafrænan hátt. Menntunarteymi Microsoft hefur hér tekið saman 4 auðveldar leiðir til þess að kenna og læra með þátttöku og athugun.

 1. Tengjumst kennurum í öðrum löndum og förum í stafrænar vettvangsferðir
  Í dag geta nemendur ferðast um heiminn úr kennslustofunni. Hljómar of gott til að vera satt en með forritinu Skype for business er hægt að spjalla og læra með nemendum frá öðrum löndum, auk þess að geta spjallað við sérfræðinga og séð þá að störfum í rauntíma. Skype með sérfræðingi í beinni Skype hefur þróast frá samskipta tæki út í það að vera líka samvinnutæki þar sem hægt er að sjá staði og fólk í beinni útsendingu á meðan hægt er að deila skjölum og skjám notenda til frekari samvinnu. Kennari að nafni Gyöngyi Tóthneé frá Ungverjalandi hefur notað Skype við kennslu undanfarin 6 ár og segir að með því hafi nemendur lært meira en nokkru sinni áður um önnur lönd, íþróttir, tónlist, hefðir og hátíðir um allan heim. Hann tengist kennurum sem kenna sama árgangi í öðrum löndum og nemendur hittast í rauntíma, spjalla og þjálfast í notkun tækni, æfa samskiptahæfni og notkun annarra tungumála.
 2. Könnum önnur lönd með samvinnu og lausnaleit
  Minecraft er hæðst á listanum um þessar mundir. Kennarar nefna að nemendur sýni aukna áhugahvöt sem gerir þá einbeitta og sjálfsörugga auk þess sem þeir kynnist öðrum nemendum og vinni með þeim að sameiginlegum lausnum. Minecraft í námiNemendur eru að takast á við raunveruleg verkefni í sýndarveruleika þar sem yngri nemendur læri borgarabrag, samhyggð, hæfni í samskiptum og eru jafnvel að bæta sig í lestri og lesskilningi. Eldri nemendur kanna flóknari og heimspekilegri hluti á sama tíma og þeir læra undirstöðu í verkfræði og forritun. Áhugi nemenda er mikill í leikja umhverfi og það auðveldar þeim að þróa hæfileika sína í lausnaleit og teymisvinnu.
 3. Lífgum upp á námið með því að að skrifa á skjáinn
  Blýantur og blað er enn notað í skólum og hefur Microsoft nú flutt gömlu leiðina yfir á tölvur eins og Surface sem gera okkur kleift að skrifa með sérstökum penna á skjáinn inn í forrit eins og OneNote, FluidMath og StaffPad.
  Surface tölvaKennari getur skrifað formúlur á skjáinn og með einu músarklikki látið breyta þeim úr skrift sinni í tölvu texta svo auðveldara sé fyrir nemendur að skilja ef skrift kennarans er ónákvæm. Þetta þýðir að kennarar og nemendur hafa meira svigrúm og geta tjáð sig á náttúrlegri hátt með tækninni.
 4. Gefum nemendum rauntíma svörun hvar sem þeir eru staddir 
  Með því að nota OneNote minnisbókina geta nemendur fengið stuðning kennara og unnið með öðrum nemendum í rauntíma hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Bókin vistast sjálfkrafa og hægt er að deila henni með hverjum sem er hvar sem er þegar hún er vistuð á OneDrive eða eins og sagt er “í skýjinu.” Hvaða snjalltæki sem er hefur aðgang að OneNote og það er hægt að nota minnisbókina netlægt og án nettengingar.

Tækni sem er bætt og breytt með nám í huga getur skipt sköpum fyrir fjölbreytileika nemenda í nútíma samfélagi. Stuðningur við kennara er nauðsynlegur til þess að þeir geti stutt nægilega við nemendur á meðan þeir læra að aðlagast og takast á við notkun nýrra tækja og forrita sem auðvelda þeim námið.

Áþreifanleg reynsla er örugglega besta leiðin til þess að læra nýja hluti!

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.