Author Archives: Hróbjartur Árnason

Adobe Connect verkstæði haustsins 2016

Nú fer nytt misseri af stað og örugglega eru einhverjir sem vilja vera tibúnir að nota Adobe Connect fjarfundakerfið með nemendum á milli staðlota.
Á næstu dögum bjóðum við upp á nokkur verkstæði og eina vefstofu um notkun Adobe Connect.
Nýttu tækifærið til að læra eitthvað sem þú þú kannt ekki enn, eða til að rifja upp, eða til að ræða um möguleika fjarfundakerfa og hvernig þú getur best nýtt Adobe Connect í samvinnu þinni með nemendum.

Á öllum verkstæðunum munum við kynna tiltekið efni en jafnframt bjóða upp á tækifæri til að ræða, læra eða prófa sig áfram með aðferðir, tækni eða pælingar sem þið viljið koma með inn á verkstæðin.

  • Föstudaginn 19. águst kl. 13:00 (Fyrir algjöra byrjendur og upprifjun fyrir aðra )
  • Mánudaginn 22. ágúst kl. 11-12 (Hvað get ég gert til að auka samvinnu og öll önnur mál sem þátttakendur vilja skoða)
  • Þriðjudaginn 23. ágúst kl. 15:30 (VEFSTOFA: allir við sína tölvu – ekki í kennslustofu: Viðfangsefni, hvernig getum við skipulagt stuðning við nemendur milli staðlota og allar tæknilegar spurningar sem þátttakendur hafa áhuga á að spyrja)
  • Miðvikudaginn 24. ágúst kl. 1030-11:30 (Kennslufræði og tækni: Hvernig nýtist fjarfundakerfið við mína kennslu? Ræðum dæmi og skoðum hvað AC getur gert)

Vinsamlega skráðu þig hér!

Öll verkstæðin verða í stofu H-001 í Hamri, vefstofan verður í fundarherbergi á Adobe Connect. Þátttakendur fá tölvupóst með slóð í herbergið.

Steinunn Chillar með Stúdentum

20150929_145639
Um daginn hélt Steinunn Helga sína fyrstu vefstofu með meistaranemum á 27 manna námskeiði. Á misserinu hittir hún nemendur sína á tveimur staðlotum í tvo hálfa daga í hvort sinn og svo býður hún þeim  upp á vikulega vefstofu í gegnum Adobe Connect.
Á þessari fyrstu vefstofu tók það nemendur nokkurn tíma að kveikja á hljóðnemum og myndavélum og setja upp heyrnartól. Það tók þá líka smá stund að stilla hljóðið, en eftir u.þ.b. 20 mínútur var hægt að hefjast handa.
Svo virtist sem nemendur hafi annað hvort ekki lesið nógu vel leiðbeiningar sem Steinunn sendi þeim fyrir fundinn eða ekki skilið þær. (Sjá fyrirmynd að fundarboði) Ef fundarmenn hafa ekki undirbúið sig og kíkt inn í herbergið fyrir fundinn fer alltaf einhver tími í að hjálpa þeim að finna stjórntækin og stilla þau. Mér finnst gott að hafa skriflegar leiðbeiningar sýnilegar í fundarherberginu þegar þátttakendur koma inn: Þú getur afritað þessar leiðbeiningar og sett í textahólf (Pods-Notes) í þínum fundarherbergjum.
Steinunn fékk nemendur í upphafi til að grípa hljóðnemann og segja til nafns, því bæði er gott að tengja nafn, rödd og mynd saman og nauðsynlegt að rifja upp nöfnin frá því á staðlotunni.
Eftir stuttan inngang, sem Steinunn var reyndar búin að senda þeim á Moodle, skipti hún þátttakendum í þrjá hópa og sendi þau út í sérstök hópvinnusvæði þar sem þau unnu saman í um 20-30 mínútur. Nemendur ræddu saman um tvær rannsóknargreinar sem þeir höfðu lesið og drógu saman aðalatriðin. Steinunn flakkaði aðeins á milli hópvinnusvæðanna til að kanna hvort allt væri í lagi, en lét annars í friði til að ræða málin. Þegar hópavinnunni var að ljúka sendi Steinunn þeim skriflega tilkynningu innan kerfisins um að senn færi hópavinnunni að ljúka og þau myndu færast yfir í aðalsvæði fundarherbergisins.
Allur hópurinn ræddi síðan saman um greinarnar og upplifunina af því að ræða um námsefnið yfir netið.

Eins og sjá má var Steinunn ótrúlega cool að sjá þar sem hún sat í makindum inni á skrifstofunni sinni með nemendur sína á skjánum öll að spjalla saman um áhugaverðar rannsóknargreinar um skólastjórnun.

Hópavinna í fjarfundum

hopavinna2

Hér má sjá eina útgáfu af útsendingu. Hér eru þrír hópar að vinna í kennslustofu og aðeins einn á línunni (sést á skjánum) textinn snýst meira um það þegar enn fleiri eru á línunni og það þarf að skipta hópnum sem er í fjarfundakerfinu í marga hópa.

Nú þegar staðlotur eru búnar erum við mörg að prófa okkur áfam með leiðir til að eiga gagnlega og merkingarbæra fundi með nemendum okkar á milli staðlota, enda hittum við þau í mun styttri tíma á staðlotum en undanfarin ár.

Sum okkar spyrjum okkur hvernig er gagnlegt að nota tímann með nemendum. Ef við erum t.d. búin að taka upp fyrirlestra og leggja fyrir alls konar verkefni, er ástæða til að bjóða upp á umræður. En ef við erum með 15-50 manns á línunni í fundarherbergi verður lítið um gagnlegar umræður. Því er ekki úr vegi að bjóða upp á hópavinnu. Adobe Connect býður upp á þann möguleika að skipta þátttakendum í minni hópa og deifa þeim í hópvinnusvæði eða “Breakout Room”. Með því að nota þau getum við byrjað fund með nemendum og lagt inn eitthvert umræðuefni, skipt nemendum í hópa í Adobe Connect þar sem þau vinna saman 3-5 í hóp í 10-30 mínútur og koma svo saman aftur í fundarherberginu til að gefa skýrslur um niðurstöðu hópavinnunnar.

Í Adobe Connect geta þátttakendur verið í mynd og talað saman með aðstoð hljóðnema, þeir geta skrifast á og jafnvel skrifað fundargerð á þa til gerð verkfæri í Adobe Connect.

Vilji maður betri samvinnutæki þar sem niðurstaðan er aðgengileg síðar er hæat að nota vefþjónustur sem bjóða upp á að þátttakendur séu allir að vinna í sama skjalinu á sama tíma. Þar koma Google Docs, Microsoft Office 365 fyrst í huga, en svo eru til skemmtilegar þjónustur sem bjóða upp á n.k. óendanlega stórar töflur sem notendur geta skrifað á, póstað myndum, myndskeyðum og öðru efni. Mér hefur reynst vel að nota hugarkort við svona vinnu, nemendur eiga mjög auðvelt með að læra að nota þessi tól og þurfa aldrei neina tilsögn

 

AC Verkstæði á næstu dögum

Næstu daga verða dagleg verkstæði í tengslum við uppsetningu á Adobe Connect  sem hér segir:

Verkstæðií í lok ágúst 2015

  • 24.8 mán kl. 10:30 – 11:30  í stofu H 001 
  • 25.8 þri kl. 10:30 – 11:30 H-101
  • 26.8 mið kl. 10:30 – 11:30 K-202
  • 27.8 fim kl. 10:30 – 11:30 H-001
  • 28.8 fös kl. 10:30 – 11:30 H-201

Daglega líka í vikunni 31. ágúst – 4. sept

Svona nota ég Adobe Connect

AC-Utsending

Á námskeiðinu Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra, sem ég kenni í vetur, mun ég nota Adobe Connect í vikulega veffundi; 1 1/2 klst. fundi í Stakkahlíð með þátttöku fjarnema í gegnum Adobe Connect.

Á veffundi reyni ég að hafa tvær myndavélar í gangi í stofunni: Yfirleitt er myndavél með hljóðnema á kennaratölvunni sem tekur mynd yfir kennslustofuna og svo hef ég fartölvu við fundarborð þannig að myndavélin á henni taki mynd af mér, ég hef slökkt á öllu hljóði á fartölvunni. Svo bið ég nemendurna á linunni að vera í mynd, þannig að allir þátttakendur fundarins að sjást á skjámynd Adobe Connect, sem ég varpa upp á tjald.. Mér finnst muna mikið um að fundargestir í Stakkahlíð sjái þátttakendurna sem eru á línunni, þannig myndast betri tilfinning fyrir öllum hópnum.
ACVeffundur3
Ef við viljum nota glærur, hlöðum við þeim oftast upp í Adobe Connect, þá varpar skjávarpinn bæði glærum OG myndium af þátttakendum upp á vegg. Og við fáum betri tilfinningu fyrir því að við séum öll saman í þessu, fjarnemarnir á línunni og við sem erum í kennslustofunni.
Ef við viljum nota einhver önnur gögn, þá deilum við gjarnan skjánum (Share my screen) á kennaratölvunni. Í því tilfelli varpast aðeins mynd af vefnum, hugarkortinu, glærunni eða skjalinu sem við erum að vinna í, upp á tjaldið og þeir sem eru í stofunni sjá ekki lengur þá sem eru á línunni.
Við reynum að stoppa af og til og fá þá sem eru á línunni til að taka til máls, varpa fram spurningum eða bregðast við. Stundum er einhver þeirra með kynningu á afmörkuðu þema.
Fyrir þetta námskeið vel ég gjarnan þetta veffundarform, þar sem sumir nemendur eru á staðnum og aðrir á línunni, einmitt til þess að koma til móts við þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu og vilja gjarnan hitta aðra nemendur og kennara reglulega. Gallinn við þáað form er að þeim sem eru á línunni finnst þeir stundum vera aðeins fyrir utan. Vefstofuformið, þar sem allir eru á línunni, hver við sína tölvu, hefur þann kost að allir standa jafnfætis. Vesfstofur eru líka auðveldari fyrir kennarann, þar sem hann getur einbeitt sér að því sem er að gerast á skjánum. En þegar maður er að senda út það sem gerist í kennslustofu er athyglin á tveimur hópum, og það er þá skiljanlega meira stress á kennaranum. Leið til að minnka það stress er að deila ábyrgðinni, með samkennara, eða nemanda. Ég hef verið að gera tilraunir með að fá nemendur til að axla ábyrgð á tæknimálunum, það er að þróast. Sjá leiðbeiningar sem ég er að vinna í.
Vonandi gefa þessar pælingar þér einhverjar hugmyndir. Ég er að vinna í því að skrifa lýsingar á nokkrum ólíkum sviðsmyndum, sjá hér.

Við hjálpum þér af stað…

Næstu þrjár vikurnar bjóðum við upp á dagleg verkstæði fyrir þá sem vilja komast af stað með að nota Adobe Connect.

ACMobile-Learning
Á verkstæðunum hjálpum við ykkur að búa til fundarherbergi í Adobe Connect, stilla hljóð og mynd o.s.frv.
Við förum yfir helstu möguleika við notkun Adobe Connect og bjóðum upp á samtal um notkun AC í kennslu allt eftir aðstæðum og þátttakendum.
Á vef menntasmiðju eru skriflegar leiðbeiningar: Smelltu á Adobe Connect á valstikunni hér fyrir ofan í miðjunni.