Breytingar á Office365

Á næstu dögum munu breytingar eiga sér stað á Office 365 umhverfi Háskóla Íslands. Helst má nefna útlitslegar breytingar á netfangalista í Outlook og stofnun teyma í Teams. Þessi vinna er hluti af Pólstjörnuverkefninu sem Háskóli Íslands vinnur fyrir hönd íslenska ríkisins. Íslenska ríkið stendur fyrir samþættingu á Office 365 umhverfi allra ríkisstofnana og Háskólinn hefur yfirumsjón með menntaarmi ríkisins.

Alltaf má hafa samband við tölvuþjónustuna í gegnum þjónustugáttina https://hjalp.hi.is eða í síma 525-4222

Einnig minni ég á tveggja þátta auðkenningu fyrir Office aðganga Háskóla Íslands.

Hægt er að skrá sig í tveggja þátta auðkenningu í þessu skráningarformi

Hægt er að skrá snjalltæki fyrir tveggja þátta auðkenningu á síðunni https://mfa.hi.is
Leiðbeiningar fyrir ferlið má finna hér – Uppsetning á tveggja þátta auðkenningu | Upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands (hi.is)