Canvas molar

Canvas-moli er stuttur fróðleikspistill tengdur Canvas þar sem vakin er athygli á tilteknu atriði varðandi námskeiðsvef, tækni, kennslu eða nýjungar í Canvas. Að þessu sinni felst Canvas-molinn í skilaboðum um afritun gagna á milli námskeiða.

Kennslusvið stefnir að því að senda út Canvas-mola á föstudögum tvisvar til fjórum sinnum í mánuði.

Gögn afrituð á milli námskeiða í Canvas

Til að flytja (afrita) gögn á milli námskeiða í Canvas eru tvær leiðir, Flytja inn efni námskeiðs og Afrita til.

    1. Aðgerðin Flytja inn efni námskeiðs undir stillingum námskeiðs býður upp á að flytja annað hvort öll gögn námskeiðs eða útvalin gögn. Byrjað er á að opna námskeiðið sem á að fá gögnin (nýja námskeiðið).
    2. Aðgerðin Afrita til er í þrípunkti aftan við einstök atriði og býður upp á að afrita atriði yfir í annað námskeið t.d. tiltekna síðu, skjal, verkefni eða heila einingu/viku.

Sjá nánari leiðbeiningar: Flutningur námsgagna á milli námskeiða
https://haskoliislands.instructure.com/courses/114/pages/flutningur-namsgagna-a-milli-namskeida?module_item_id=23744

Canvas-leiðbeiningar kennara
Grunnnámskeið í Canvas