Canvas og Ugla

Aðstoð við notkun Canvas er hægt að fá í gegnum þjónustugátt UTS eða með því að senda á help [hjá] hi.is. Einnig er hægt að hafa samband við Kristbjörgu Olsen hjá Kennslumiðstöð: kriol [hjá] hi.is er sérfræðingur í námsumsjónakerfum og hægt að ná í hana í síma: 525 4279.

Námskeið eru haldin reglulega á vegum www.kemst.hi.is og eru þau auglýst á vefsíðu Kennslumiðstöðvar.


UGLA er innra net háskólans og er mikilvægur upplýsingavettvangur og öflugt verkfæri starfsfólks, nemenda og kennara háskólanna. Uglan er safn af kerfum og tólum sem notendur háskólans nýta sér við nám og stjórnsýslu. Uglan er aðgangsstýrð og þannig er hver og einn notandi með sýna eigin Uglu og hafa þeir aðgang að mismunandi síðum Uglunnar. Ákveðnir hlutar Uglu eru opnir eins og t.d. kennsluskrá.

Þrátt fyrir þetta ágæta kerfi er jafnframt notast við Canvas, einkum við blandað nám og fjarnám. Canvas tengist skráningakerfi Uglu þannig að nemendur og námskeið koma sjálfvirkt inn fyrir þá sem vilja nota kerfið.

Leiðbeiningar fyrir nemendur ef upptökur opnast ekki í gegnum Canvas:

Nemendur fá glugga sem segir: You don‘t have access… þegar þeir smella á upptökur í Canvas og eru að senda aðgangsbeiðnir á kennara til að fá aðgang. Vandamálið er að spilarinn hjá nemendum er ekki skráður inn á Canvas og þá verða nemendur að velja nafnið sitt efst í hægra horninu og velja Sign out. Velja svo Háskóli Íslands Canvas og skrá sig inn með Uglu notendanafni og lykilorði. Nú virkar upptakan. Viðkomandi ætti bara að þurfa að gera þetta einu sinni og ætti að fara sjálfkrafa inn eftir þetta.

Ef þið þurfið frekari leiðbeiningar þá hafið samband við help@hi.is eða gustav@hi.is.

Leiðbeiningar fyrir kennara:

Kennarar sem ætla að nota upptökur frá fyrri önn sem voru á Uglu eða Moodle þurfa að láta Upplýsingatæknisvið: help@hi.is færa skrárnar á milli eða hafa samband við mig.

Það virkar EKKI að afrita slóðina á milli, nemendur hafa ekki aðgangsheimildir þótt kennarar hafi hana. Kennari þarf að fara inn á rec.hi.is og skrá sig inn á það kerfi þar sem upptakan er geymd. (Moodle eða Uglu). Finna áfangann og finna nöfnin á þeim upptökum sem færa á milli kerfa. Sendið help@hi.is eða mér lista með upplýsingum um á hvaða kerfi þær eru (Moodle eða Uglu), heitinu á áföngunum þar sem upptökurnar eru og heiti á upptökunum. Gefa upp Inn á hvaða áfanga Canvas upptökurnar eiga að fara eða hvort þær eigi að fara inn á My Folder í Canvas og þá geta kennarar fært þær inn á sinn áfanga þegar hentar.

Ef þið þurfið frekari leiðbeiningar þá hafið samband við help@hi.is eða gustav@hi.is.

Save

Save

Save

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.