Ábendingar um hvernig má efla umræður
- Fyrirmæli um tilgang umræðunnar og hvernig innlegg verða metin þurfa að vera skýr. Einnig í hverju þátttaka kennarans er fólgin og hvaða þjónustu nemendur geta vænst.
- Nemendur þurfa að fá tilfinningu fyrir því að tíma vegna þátttöku í umræðum sé vel varið.
- Afmarkaðu umræðuna við skilgreint efni og tíma ef hægt er. Að þeim tíma loknum er gott að breyta stillingum þannig að aðeins sé hægt að lesa en ekki skrifa ný innlegg.
- Innlegg þurfa að vera innihaldsrík, ekki bara sammála/ósammála um þetta eða hitt án þess að fylgja þvi eftir með rökum eða nýjum sjónarhornum.
- Hvettu nemendur til að eiga áframhaldandi samskipti og mynda tengsl á öðrum vettvangi um viðfangsefnið eða efni sem því tengist.
- Viðfangsefni á umræðuvef þarf að setja þannig fram að þau hvetji til ígrundunar í ljósi fyrri þekkingar á efninu og eigin reynslu.
- Settu fram dæmi um góð innlegg og eftir atvikum miður góð
- Samhjálp er mikilvæg og að nemendur reyni eftir því sem hægt er að svara spurningum hverra annarra.
- Siðareglur
- Kynna þarf nemendum ákveðnar siðareglur í samskiptum á umræðuvef. Það auðveldar þeim m.a. að meta viðfangsefnin, ígrunda þau og bregðast við á gagnrýnin hátt.
- Hafðu siðareglur klárar í upphafi námskeiðs.
- Nálægð kennara
- Nauðsynlegt er að allir nemendur fái einhver viðbrögð, annaðhvort frá samnemendum eða kennara.
- Svaraðu spurningum innan 24. stunda
- Láttu nemendur finna fyrir nálægð þinni en vertu samt ekki uppáþrengjandi
- Það er hægt að vera til staðar án þess að vera sífellt að bregðast við efni.
- Tölvupóstur til nemenda varðar persónuleg málefni.
- Láttu nemendur vita ef þú þarft að vera fjarverandi t.d. tvo daga eða lengur.
Mat á efni umræðna
Áhugavert er að þróa eftir atvikum mismunandi fyrirmæli vegna þátttöku á umræðuvef. Þetta má gera með ýmsum hætti eftir aðstæðum með þau meginmarkmið þó, að þau séu hvetjandi og upplýsandi um gildi umræðunnar. Þau eiga jafnframt að auðvelda kennurum samræmt mat án þess þó að virka yfirþyrmandi og/eða óeðlilega tímafrek í framkvæmd.
Hér eru nokkur umhugsunar-og álitaefni í þessu samhengi:
- Þótt nauðsynlegt sé að nefna viðmið um lengd innleggja, t.d. ein skjáfylli hvert innlegg, er samt mikilvægara að vekja athygli á innihaldinu sérstaklega, þ.e. að gæði hafi almennt meira vægi en magn.
- Matið þarf að taka til þess sérstakelga að það feli í sér hvatningu vegna þátttöku í umræðum. Ef skipulag er með þeim hætti að nemendur fá litla endurgjöf, e.t.v. vikum saman er m.a. hætta á að það komi niður á virkni í umræunum sjálfum og að þær missi þannig marks.
- Þátttaka í umræðum er oft hluti af heildarnámsmati. Ýmsir láta umræður vega allt að 20%. Þar sem svo hagar, að vægi þessa þáttar er t.d. meira en 5% , skiptir miklu máli að ekki sé einvörðungu tekið mið af virkni heldur einnig innihaldinu sjálfu. Það ætti m.a. að hafa áhrif á gæði ekki síður en magn.
Hér er dæmi um matstöflu sem kennurum er heimilt að nýta óbreytt í sínu nafni eða með breytingum og öðrum útfærslum. Matstöflur er upplagt að setja upp í Gradings Form á Blakki.
Matstafla I
Eftirfarandi matskvarði verður notaður til að meta framlög þín í umræðum. Hægt er að fá samtals 10 stig fyrir innlegg og viðbrögð við framlögum annarra.
Innlegg (7 stig)
1. Umfjöllun um tvö meginatriði úr lesefni/fyrirlestri (1 stig)
2. Tengsl lesefnis/fyrirlesturs við eldra efni sem farið hefur verið í (1 stig)
3. Tengsl lesefnis/fyrirlesturs við persónulega reynslu og/eða þekkingu (1 stig)
4. Gagnrýnin og greinandi umfjöllun, ekki aðeins endurtekning staðreynda úr lesefni/fyrirlestri (3 stig)
5. Umfang efnis er u.þ.b 200 orð (1 stig)
Ath. Gagnrýnin umfjöllun felur m.a. í sér að þú hafir í huga atriði eins og:
- rökstudda skoðun þína,
- helstu hugmyndir þínar og athugasemdir tengdar efninu,
- að hvaða marki þér finnst efnið stangast á við við það sem þú hefur áður lesið og lært,
- að álykta með skírskotun til lesefnis/fyrirlesturs og annars sambærilefgs efnis.
Gagnrýnin umfjöllun felur almennt í sér að efnið sé ígrundað, eðli þess og samhengi, dregin fram mismunandi sjónarhorn og rökstutt mat lagt á eigin niðurstöður.
Viðbrögð við innleggi (3 stig)
- Sýndu í innleggi þínu að þú hafi kynnt þér vel efni þess innleggs sem þú ert að bregðast við
- Nefndu a.m.k eitt atriði þar sem þú ert sammála, og annað þar sem þú ert ekki sammála og rökstyddu skoðun þína (2 stig)
- Umfang efnis er u.þ.b. 100 orð (1 stig)
Matstafla II
Hér er dæmi tvö um matstöflu fyrir umræður á umræðuvef. Öllum er heimilt að nýta þetta efni að vild, breytt eða óbreytt og gera það að sínu. Ábendingar og/eða athugasemdir eru vel þegnar.
Fyrirmæli
Þátttaka í umræðum verður því aðeins metin að hún fari fram innan þess tímaramma sem henni er ætlaður. Þrjú innlegg á viku gefa hámarksstig fyrir virkni en þó ekki samdægurs. Þrjú eða fleiri innlegg sama daginn teljast t.d. aðeins eitt innlegg í stigamati.
A (9-10) Mjög gott
Nemandi fær “A” ef hann tekur þátt í umræðum þrisvar vikulega hið minnsta. Efnið er einnig framúrskarandi sem felur í sér að:
- megininnlegg berst fyrri hluta tímabils,
- efnið er mjög vel ígrundað, sýnir skilning, innsýn og er greinandi,
- efnið tengist eigin reynslu og þekkingu,
- nemandi varpar nýju ljósi á viðfangsefnið út frá eigin reynsluheimi og/eða ber fram mótaðar hugmyndir með tengingu viðfangsefnis við daglegt líf.
B (8-8,9) Gott
Nemandi fær “B” ef hann tekur þátt í umræðum tvisvar vikulega hið minnsta. Ennfremur vönduð umfjöllun sem felur í sér að:
- megininnlegg berst fyrri hluta tímabils,
- efnið er vel ígrundað, sýnir skilning, innsýn og er að hluta greinandi,
- efnið tengist eigin reynslu og þekkingu en er óljóst eða of augljóst,
- nemandi varpar nýju ljósi á viðfangsefnið út frá eigin reynsluheimi og/eða ber fram hugmyndir með tengingu viðfangsefnis við daglegt líf en vantar dýpt og/eða útfærslur.
C (7-7,9) Viðunandi
Nemandi fær “C” ef hann tekur þátt í umræðum einu sinni vikulega hið minnsta. Efnið inniheldur grunnupplýsingar en:
- berst ekki fyrri hluta tímabils,
- er hversdagslegt, inniheldur endurtekningar og er e.t.v. klisjukennt þótt það sé að grunni til fullnægjandi,
- lítil eða engin tenging við eigin reynslu og þekkingu eða felur í sér alhæfingar er strítt geta gegn almennum sannindum,
- varpar nýju ljósi á viðfangsefnið en er þó fremur samsuða úr og/eða endurtekningar á einhverju sem þegar er komið fram.
D-F (1-6,9) Ekki viðunandi
Nemandi fær “C” ef hann tekur þátt í umræðum einu sinni vikulega hið minnsta. Efnið telst þó ekki viðunandi sem felur í sér að:
- innlegg berast ekki tímanlega,
- efnið er undirstöðulítið, yfirborðslegt og ber ekki merki innsýn í viðfangsefnið,
- nemandi hefur ekki nýjar hugmyndir eða tengir efnið fyrri reynslu,
- nemandi hefur ekki tekið þátt í umræðunni
Þorvaldur Pálmason, sími:869-1200
Slóðir um notkun umræðuvefs
- Guidelines for effective online discussions- This resource will help you, as an instructor, consider many factors that contribute to a successful implementation of online discussion in your course.
- Faculty Focus Articles- Margar áhugaverðar greinar um mikilvægi umræðunnar
- Ground Rules for Online Discussions- By Peter Connor: "As more and more classes include online discussion components, it becomes more and more important for instructors to understand the rules of etiquette that, when followed, help make the individual postings easy to follow, keep the conversation thread focused, and the overall discussion on-track."
- Online Discussions- What are online discussions? Why do online discussions? How can you create effective online discussions? How can you manage online discussions? How can you evaluate online discussions? What are some examples of online discussions? What are some considerations for online discussions?
- Mastering Online Discussion- Discussion boards, or threaded discussions, are one of the most commonly used tools in online teaching. Discussion forums provide the ability for asynchronous discussion to occur over a period of time. The ability to learn asynchro-nously is one of the primary benefits of online learning. Students are able to reflect upon their ideas before sharing them with the class, leading to more reflective responses and in-depth learning.
- Generating and Facilitating Engaging and Effective Online Discussions- Many experts on student-centered online learning agree that the discussion board is the place where some of the most important learning can happen. But as teachers and facilitators, we have to find ways to support students in “driving” that learning
- Teaching Critical Thinking through Online Discussions- Carol B. MacKnight: "Faculty can play a key role in fostering critical thinking among students using Web communication "
- How to get students to participate in Online Discussions- Debbie Morrison, online learning insights: "This is the first post in a triplet series on how to create effective discussions in an online learning environment."
- Ábendingar um hvernig má efla umrædurnar- Þorvaldur Pálmason: Ýmsar almennar ábendingar og nokkur dæmi um matskvarða (rubrics) til að meta umræður