Category Archives: Myndir

Opnun skólastofu 21. aldar og kennsla fyrir starfsfólk

Árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Menntakvika, var sett við hátíðlega athöfn á Alþjóðadegi kennara þann 5. október 2017. Við sama tilefni var skólastofa 21. aldarinnar, tekin formlega í notkun.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, fluttu ávörp við setninguna og töluðu m.a. um að stórauka þurfi fjárframlög ríkisins til menntamála, nauðsynlegt sé að bregðast við manneklu í leik- og grunnskólum og tryggja að öll börn hafi aðgang að frístundastarfi.

Jón Atli sagði hlutverk Háskóla Íslands að þjóna íslensku samfélagi og er stuðningur og samstarf við íslenskt menntakerfi meðal okkar brýnustu viðfangsefna en ávarp rektors má nálgast í heild sinni hér.

Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, tók einnig til máls og talaði sérstaklega um góða samvinnu KÍ og Menntavísindasviðs í gegnum tíðina. Mikilvægt væri að leggja ríka áherslu á kennaramenntun á komandi árum og efla rannsóknir á íslensku skólastarfi.

Að lokum var skólastofan kynnt fyrir gestum og sá tækjabúnaður sem er að finna í kennslurýminu. Í vinnu starfshóps skólastofu 21. aldar var lögð áhersla á að rýmið myndi endurspegla fjölbreytni í kennsluháttum og sveigjanleika þar sem Menntavísindasvið sinnir bæði stað- og fjarnemum. Tæknin er hugsuð sem stuðningur við kennara og nemendur og er ætlað að styðja við samstarf og samskipti. Í stofunni eru tveir 75″ SMART-skjáir úr 6000 seríu SMART, auk hreyfanlegrar SMART-tússtöflu. Notebook-forritið sem fylgir SMART-skjáum auðveldar kennurum að fylgjast með samstarfi nemenda og býður upp á utanumhald við kennslu og einkunnagjöf á einum stað. Stofan er jafnframt búin fjölbreyttum húsgögnum, upphækkanlegum borðum og stólum sem hannaðir eru m.t.t. réttrar líkamsbeitingar.

Í starfshópnum sem Anna Kristín Sigurðardóttir leiddi voru m.a. Áslaug Björk Eggertsdóttir, Svava Pétursdóttir, Brynja Halldórsdóttir, Kristín Lillendahl, Tryggvi Thayer og fulltrúi nemenda Jónína Margrét.

Í framhaldinu verður þjálfun fyrir starfsfólk á eftirfarandi tímum í H-207:

11/10 miðvikudagur kl. 14:50-16:00

16/10 mánudagur kl. 10:00-11:30

19/10 fimmtudagur kl. 11:30-12:30.

Skólastofa 21. aldar

Það tókst!

Nú eru flest öll húsgögnin komin í H-207 og það á síðustu stundu en þau komu í síðustu viku og átti þá eftir að skrúfa allt saman. Okkur Birni Auðunni Magnússyni tókst að koma fyrir
138 sætum seint á föstudaginn svo hægt væri að nota stofuna á nýnemadaginn. Mig
langar því að þakka honum og Unnari F. Bjarnasyni fyrir skjót viðbrögð, en Unnar sendi
til okkar frábæra menn sem kláruðu verkið á einum degi. Við eigum eftir að fá kennaraborð
og hópvinnuborð sem hægt er að standa við og ættu þau að koma í september. Uppröðun
í stofunni er ekki eins og hún mun koma til með að vera, en fljótlega mun skólastofan vera
sett upp svipað og þið sjáið hér á fyrstu mynd. Undir lok september verður ykkur kennt
betur á nýju tækin og þið þurfið engar áhyggjur að hafa því tölvan og tjaldið verða áfram
á sínum stað næstu mánuði og jafnvel lengur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Save

Save

Save

Save

Save

Save