Category Archives: Tilkynningar

Við hjálpum þér af stað…

Næstu þrjár vikurnar bjóðum við upp á dagleg verkstæði fyrir þá sem vilja komast af stað með að nota Adobe Connect.

ACMobile-Learning
Á verkstæðunum hjálpum við ykkur að búa til fundarherbergi í Adobe Connect, stilla hljóð og mynd o.s.frv.
Við förum yfir helstu möguleika við notkun Adobe Connect og bjóðum upp á samtal um notkun AC í kennslu allt eftir aðstæðum og þátttakendum.
Á vef menntasmiðju eru skriflegar leiðbeiningar: Smelltu á Adobe Connect á valstikunni hér fyrir ofan í miðjunni.