Ef nemendur geta ekki skoðað Panopto upptökur

Ef nemandi fær tilkynninguna: You dont have access þá þarf hann að velja nafn sitt í hægra horni gluggans og velja Sign out. Upp kemur innskráningargluggi þar sem velja á Canvas og skrá sig inn. Nú getur nemandi spilað upptökuna.

Ástæðan fyrir þessu er sú að spilari nemandans er skráður inn á Uglu en ekki Canvas. Eftir að þetta er gert þá skráist hann alltaf inn á rétt kerfi þ.e. Canvas.