Á námskeiðinu Gerum gott betra, sem var fyrir kennara MVS, tók Ragnheiður að sér að stýra Fjardísi í gegnum smáforrit. Hún er því fyrsti kennarinn á MVS sem gerist fjardís og tekur þannig virkan þátt í viðburði.
Ragnheiður tók saman nokkra punkta um reynslu sína sem fjarvera:
- Notar mikið gagnamagn í gegnum síma, fékk aðvörun um mikla notkun.
- Heyrðist misvel í þátttakendum, vel í fyrirlesara en verr í öðrum fjær. Hefði þurft að hreyfa mig meira um á svæðinu til að heyra betur. Vildi samt ekki trufla aðra með því að vera að þvælast um, myndi samt gera það „næst“.
- Sést ekki nægilega vel á skjá fyrirlesara þegar síminn er notaður, símaskjárinn er of lítill til að birta greinilega mynd. Mæli ekki með símanum ef það á að lesa mikið af skjá. Tryggvi sendi mér glærurnar sem var mjög gott.
- Skipti yfir á Ipad í hléi og þá var auðveldara að fylgjast með á skjá. Betri myndgæði en engar breytingar á hljóðgæðum.
- Gat ekki tengst í gegnum tölvuna mína, fékk ekki aðgang að myndavél eða hljóðnema, þarna þarf að skoða tækniatriði.
- Glampar af loftljósum truflar efni á skjá, glærur voru að mestu í lagi en t.d. þegar verið var að skoða efni á Canvas varð skjárinn mikið til hvítur sérstakalega vinstra megin. Kannski eitthvað með staðsetninguna á fjarverunni. Gat samt ekki lagað það.
Annars gekk þetta vel og það var gaman að prófa.