Flutningur heimasvæða yfir á OneDrive

Innleiðing Office365 hefur gengið vel og mörg þegar búin að færa sig alveg yfir í skýið/OneDrive. Nú verðum við að biðja þau sem enn eiga eftir að færa sig yfir á OneDrive að gera það sem fyrst því heimasvæðum starfsmanna MVS verður lokað 3. janúar 2022.

 

 

 

 

1. desember nk. verða skrifréttindi tekin af heimasvæðunum svo ekki verður lengur hægt að vista skjöl á þeim. Þetta þýðir að hætta verður notkun á heimasvæðum fyrir lok nóvember 2021 og öll gögn sem á að geyma verða að vera komin yfir á OneDrive fyrir árslok.

Eftir 2. janúar 2022 verður ekki hægt að sækja skrár af heimasvæðinu. Athugið að ekki er leyfilegt að vista skrár á dropboxi eða öðrum sambærilegum geymslusvæðum, heldur eiga allar skrár að geymast framvegis á OneDrive. Stilla má skjáborð og aðrar möppur á C:drifi, s.s. Documents-möppur, þannig að þær samstillist (e. synchronize) möppum á OneDrive en þetta þarf að stilla sérstaklega.

Athugið að lokunin á ekki við sameiginleg drif, þau verða opin eitthvað áfram. Mörg eru þó farin að huga að flutningi á sameiginlegum svæðum yfir á Teams.
Þetta á ekki við um uni.hi.is og mennta.hi.is og það verður beðið með að loka á notendur.hi.is síðurnar. Þessum vefsvæðum verður lokað síðar og því mæli ég með að allir sem eru með heimasíður á notendur.hi.is og vilja halda þeim, hafi samband við Önnu Maríu vefstjóra amen[hja]hi.is.

Athugið að flestir vefir eru aðgengilegir áfram sem “afrit” inni á vefsafni Landsbókasafns vefsafn.is Efni sem er verið að nota t.d. í kennslu ætti að færa inn í Canvas. Gert er ráð fyrir ritaskrá sem birtist á ytri vef í Uglu. Ferilskrá og skrá um samstarfsaðila birtist líka í Uglu.

Hér fyrir neðan er að finna leiðbeiningar um hvernig þið flytjið heimasvæðið ykkar yfir á OneDrive. Gott er að taka til á svæðunum fyrir flutning:

Leiðbeiningar á íslensku: http://uts.hi.is/node/1504

Leiðbeiningar á ensku: http://uts.hi.is/node/1506

Ef ykkur vantar aðstoð við flutninginn, skuluð þið senda póst á help@hi.is eða hafa samband gegnum þjónustugáttina á https://www.hjalp.hi.is Við mælum með að þau sem eru með mjög stór heimasvæði, með mörgum undirmöppum eða macOS óski eftir aðstoð við flutninginn.