Forms í Office

Útbúið spurningalista eða safnið upplýsingum á auðveldan hátt með Office Forms á vefsvæði Office.hi.is. Svörin eru svo geymd í töflureikni Excel auk þess sem hægt er að skoða svör þátttakenda á myndrænan hátt. Hér er myndskeið með leiðbeiningum og fyrir neðan eru texta leiðbeiningar:

1. Smellið á belgísku vöfflu efst í vinstra horninu og veljið Forms.
2. Smellið á New Quiz til þess að útbúa spurningalista, meta nemendur og sýna niðurstöður eða veljið örina niður og veljið New Form til að safna upplýsingum, skráningum og fleira.
3. Veljið Add new til setja upp formið.
4. Skírið formið með því að rita í Untitled form og veljið úr valmöguleikum fyrir neðan.
5. Þegar formið er tilbúið veljið Collect responses. Hlekkinn er hægt að afrita og senda á þátttakendur eða birta á Canvas.