Framhaldssögur – lykill að lestraráhuga!

Eru framhaldssögur lykillinn að auknum lestraráhuga nemenda?

Nemandi í 3. bekk

Við vitum að æfingin skapar meistarann segir skólastjórinn Katie Decker hjá Walter Bracken STEAM Academy. Börnin okkar þurfa að lesa á hverju kvöldi til að ná árangri og við byrjum eins fljótt og við getum í fyrsta bekk. Í fimmta bekk eru þau að ná markmiðum sínum og komin tveimur árum lengra en STAR lestrarmatið gerir ráð fyrir. Við komumst að því að mikið af nemendum kláruðu ekki bækurnar sem þau tóku með sér heim, þau lásu einn kafla eða þóttust vera að lesa og skráðu ekki lesturinn eins og ætlast var til af þeim. Við starfsfólkið ákváðum í sameiningu að við vildum að allir nemendur læsu eina bóka seríu og
þannig byrjuðum við. Við vissum að áhuginn yrði að koma frá nemendum og að sama skapi að hvatinn kæmi að innan eða frá þeim sjálfum. Þar sem við byrjum í 1. bekk þá ákváðum við að nota efnislega umbun eða hálsmen með lukkugrip (e. charm necklace). Sjarmerandi Hálsmen

Þegar þau klára bókaseríu þá fá þau festi á hálsmenið og er þetta eins og gull í þeirra augum.  Við komumst að því að þegar þau lesa bókaseríu ritaða af sama höfundi, þá kynnast þau og verða hrifin af aðalpersónum sögunnar. Lifa sig inn í sögunaÞetta verður til þess að skilningur og leshæfni eykst og engum tíma er eytt í að stara áhugalausum augum á bókahillu. Áhuginn skín í augum nemenda þar sem þau lifa sig inn í söguna. Til þess að vera viss um að nemendur skilji og muni það sem þau lesa var ákveðið að láta þau taka krossapróf úr efni hverrar bókar til þess að athuga lesskilning. Þarna kemur hraðlestursforritið AR (e. accelerated  reader) inn í söguna. Með forritinu sitja þau krossapróf úr bókunum sem þau lesa svo kennarar sjái hver lesskilningur þeirra er. Þau fá líka punkta fyrir hverja bók en punktarnir fara eftir stærð og þyngdarstigi bókar. Þegar þau hafa fengið 20 punkta fá þau happa önd (e. lucky ducky), verðlaun sem hvetur þau áfram.

Heppnar EndurEinnig eru verðlaunagripir veittir fyrir þann bekk sem hefur fengið bestu útkomuna úr AR prófum í lok hvers
mánaðar. Foreldrar eru hvattir til þess að taka þátt í þessu með nemendum, með því að tala um bækurnar og efnið í þeim við börnin og gera þetta að skemmtilegum tíma innan fjölskyldunnar.
Kennararnir ræða svo um efni bókarinnar við nemendur og fá þau til þess að taka eftir og ræða um tilfinningar og aðstæður í sögunni. Lesturinn og árangurinn er miklu betri en áður og eykst með hverju ári. Eins og sjá má á hér á myndinni fyrir neðan lætur árangurinn ekki á sér standa. Sjá greinina hér.Árangurinn

Skapandi ritunarkeppni á netinu fyrir áhugasama kennara:

Word Challenge
Inspire writing


Vefsíður sem fjalla um læsi:

Aðalnámskrá grunnskóla
Læsi er lykill
Hugmyndir um lestrarnám

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.