Kennslumálaþing 2016 – Hvernig metum við gæði kennslu?

Árlegt kennslumálaþing Háskóla Íslands var haldið á Háskólatorgi föstudaginn 18. mars 2016. Málþingið var skipulagt af Stúdentaráði, kennslumálanefnd, gæðanefnd og Kennslumiðstöð Háskóla Íslands. Á málþingið mættu fjölmargir kennarar og nemendur og fleiri en höfðu skráð sig. Áherslumál þingsins var hvernig meta ætti gæði kennslu og var stýrt af Aroni
Ólafssyni, formanni Stúdentaráðs. Aron stóð sig frábærlega og umræðuborðum var vel stýrt af fulltrúum náms- og kennslunefnda stúdenta og kennslunefnda fræðasviða. Þátttakendur tóku þátt í umræðum og borðstjórar skráðu niðurstöður á veggspjöld. Hér fyrir neðan er hægt að sjá fólkið á þinginu og veggspjöldin.

Nánar um mat á gæðum kennslu

Guðrún Geirsdóttir benti á umgjörð um gæði kennslu í Ástralíu en þar er hægt að finna leiðbeiningar fyrir Háskóla og starfsfólk í tengslum við greiningu á gæði kennslu. Fimm Háskólar í Ástralíu leiddu verkefnið þar sem sérstök áhersla var á greina gæði kennslu, styðja við kennslu og verðlauna þegar vel er að staðið.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.