Gagnleg forrit fyrir skapandi kennslu

Notkun tölva og snjalltækja ýtir undir breytingar á vinnubrögðum kennara og réttu forritin geta auðveldað nám og starf, auk þess að gera það skemmtilegra. Fyrst og fremst eru það Office forritin, þar sem starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands hafa ókeypis aðgang að þeim. Margt annað nýtilegt má finna í vefheimum og hér eru nokkrar skemmtilegar og gagnlegar leiðir, sem geta nýst kennurum. Þessi forrit og vefþjónusta eru gagnleg fyrir bæði stað- og fjarnám. Flest forritin bjóða upp á notkun endurgjaldslaust en flest þeirra taka gjald þegar notkun er orðin meiri en bjóða þá líka upp á fleiri valmöguleika.

Hér fyrir neðan getið þið séð stutta kynningu á eftirfarandi forritum: Timetoast, Padlet, Canva, Slideshare, Titanpad, Trello, Mindmeister, Realtimeboard og Amara.

Timetoast er vefsíða sem gerir þér kleift að útbúa tímalínu sem hægt er að deila með öðrum, bæta við vefsíður og nota sömu liti og á vefsíðu. Hægt er að bæta við myndum, tenglum, texta, staðsetningu ofl. Frábært til þessa að kveikja lífi í sögu ákveðins tímaskeiðs.

Padlet er rafræn korktafla þar sem hægt er að vinna með nemendum á sameiginlegu svæði. Hægt er að fá leyfi með því að senda vefpóst á aslaugbj [at]hi.is. Margir nota Padlet sem ísbrjót í upphafi námskeiða en einnig í ýmiss verkefni yfir námstímann. Einföld og góð leið til þess að deila efni og safna gögnum á einfaldan hátt. Mælt er með því að nota Stream sniðið fyrir útlit. Þú getur skráð þig inn
með Google og Facebook aðgangi eða stofnað nýjan aðgang með Padlet
sem ég mæli með að gera. Padlet
Canva er sem býður upp á mikið af tilbúnu efni sem hægt er að nýta, eða
búa til nýtt. Hægt er með einföldum hætti að búa til boðskort, auglýsingar,
plaköt, kynningar og dreifibréf. Hægt er að deila hönnun ykkar með öðrum
á samfélagsmiðlum eins og Facebook, In share og Tweet eða vista hana til
útprenntunar. Boðið er upp á kennsluefni fyrir kennara á síðunni og hægt
er að prófa sig áfram á meðan farið er eftir myndrænum leiðbeiningum.

Canva hönnun
Slideshare er vefsíða þar sem hægt er að skoða efni frá öðrum og deila glærum,
myndskeiðum, myndum og skjölum með notendum. Hentar vel fyrir þá sem vilja
kynna sig og starf sitt á alþjóðavettvangi. Í hverjum mánuði er hægt að spjalla við
aðra um málefni sem sett eru fram og með þátttöku færðu fleiri til að skoða
áhugasvið og birtingar þínar á síðunni. Nemendur geta nýtt sér vefinn bæði til að
nálgast það efni sem kennarinn ákveður, en einnig til þess að skoða hvað er í boði
á vefnum og þannig nálgast ýtarefni. Innskráning er óþörf en til þess að fá fulla
virkni þarf að skrá sig.

Slideshare
Titanpad er vefsíða þar sem þú og fleiri getið notað sömu minnisblokkina til þess að rita upplýsingar og vinna að sameiginlegu verkefni. Ekki þarf að skrá sig inn og hægt er að
nota spjallglugga á sama tíma. Áður en notendur rita inn í blokkina þurfa þeir að rita inn
nafn sitt og fá ákveðinn lit til þess að hægt sé að greina á milli notenda eða upp í 8
notendur. Hver lína er númeruð og því auðvelt að finna atriði til umræðu. Smellið hér
til þess að sjá minnisblokk hannaða af kennslumiðstöð.

TitanPadBetri
Trello er ókeypis verkefnastjórnunarkerfi sem ekki þarf að hlaða niður þar sem því er
stjórnað í vafra. Trello er einfalt og sveigjanlegt fyrir verkefna- og skipulagsvinnu.
Með Trello verður auðveldara að halda mörgum verkefnum í gangi í einu og hafa
góða yfirsýn yfir verkefnin. Hægt er að vinna með marga hópa og úthluta þeim
tímasett verkefni (e. cards), halda utan um minnisatriði og huga að tímaáætlunum.
Hægt er að sækja smáforritið líka á snjalltækið. Mjög sniðugt í teymisvinnu.
Öll gögn sem notendur setja inn í Trello eru geymd miðlægt á netinu þar sem
notendur geta í netsambandi ávalt nálgast gögnin sín. Notendur geta tengt netlæg
skjöl við Trello og notendur fá tilkynningu um breytingar í tölvupósti og í gegnum smáforritið/vafrann.

Mindmeister er gagnlegt forrit til þess að útbúa hugarkort (e. mind map).
Hugarkort eru notuð vegna þess að oft er auðveldara að ná utan um efnið
með myndrænum hætti.

Realtimeboard er skemmtilegt forrit sem leyfir mörgum að vinna saman á
sameiginlegum stað. Hægt er að bæta við myndum, skjölum, skilja eftir
skilaboð og margt fleira.

Amara gerir notendum kleyft að setja inn texta við hvaða myndskeið sem er.
Bæði er hægt að setja inn titla og þýðingar.