Samfélag kennara á vef Microsoft

Samfélag kennara á vef Microsoft og hvað það getur gert fyrir þig!

ReachOutAndLearn_isl

Samfélagið er alþjóðlegt net kennara sem nota Microsoft vörur í kennslu (forrit og snjalltæki). Á þessum sameiginlega stað deila kennarar þekkingu, úrræðum og kennsluefni sem þeim þykir nýtilegt í kennslu og er markmiðið að bæta kennslu og deila því góða til annarra svo heimurinn njóti góðs af.  Mikið er af góðum ábendingum og er nánast hægt að lesa spenning og gleði úr
skilaboðum kennara sem hafa sparað sér tíma og fyrirhöfn með nýtingu tækja og forrita til hins ítrasta. Kennarar hafa því miður ekki mikinn tíma til þess að leita eftir aðstoð og leiðbeiningum og þess vegna hefur Microsoft stigið til móts við þá með því að fá sérfræðinga og kennara til þess að útbúa kennslumyndskeið og kennsluefni sem er stutt og hnitmiðað. Samfélagið kallast MEC eða The Microsoft Educator Community.

Síðan er auðveld í notkun og skiptist í eftirfarandi svæði:

  • Skólastjórnendur (efni sem beinist að þörfum stjórnenda)
  • Kennarar (starfandi kennarar)
  • Nemendur (tækifæri fyrir nemendur)
  • Vörur (upplýsingar um vörur Microsoft)
  • Vinnustofur og viðburðir (dagatal með viðburðum, upplýsingatækni og námskeiðum í boði)
  • Sögur (það sem er að gerast í skólastofum víðs vegar um heiminn)
  • Leyfi (leyfi, ókeypis vörur og þjónusta).

Á síðunni er mikið af ókeypis námsefni auk þess sem þú getur sett inn þitt eigið. Ef þú hefur áhuga á að vita meira um hvernig hægt er að nota Sway í kennslustofunni þá ferðu inn á svæði kennara og velur “Get trained” og “Get quick videos”. Þar er hægt að skoða myndskeið útbúið af Microsoft kennslusérfræðingi (Microsoft Innovative Expert Educator). Þú getur spilað myndskeið og stöðvað að vild, á meðan þú prófar þig áfram með Sway. Ef þú vilt síðan frekari upplýsingar þá ferðu á “Courses” og nemur meira. Í samfélaginu hafa fjölmargir kennarar deilt kennsluefni sínu á síðunni og því hægt að fá margar góðar hugmyndir að nýtingu forritisins. Hér er eitt slíkt til sýnis í eðlis og efnafræðikennslu.

Ef þú vilt þróa kennsluaðferðir og verða betri fagmaður á þínu sviði þá er MEC rétti staðurinn. Þótt efnið sem þú leitar að sé ekki þar í dag getur það verið komið á morgun, þetta er jú samfélag í þróun. Þú lærir á þínum hraða þegar þú vilt og hefur aðgang að kennsluefni, myndskeiðum, námskeiðum og samræðum við aðra fagmenn til stuðnings og vonandi getur þú gefið þína sérfræðiþekkingu áfram til annarra á sama tíma.

Greinin frá theguardian í fullri lengd.