Archives

Vikuplan

 

Farðu í “Umsýsla námskeiðs” undir “Stillingar” á vinstri hliðarrein og veldu vikulegt. Við leggjum til að nota valkostinn “fella saman” til að spara pláss á námskeiðssíðu.

vikulegt

 

Frímínútur

Margir hafa sérstakan umræðuflokk fyrir almennt spjall nemenda. Slíkt styrkir námssamfélagið og hægt að beina slíkum samskiptum þangað sem almennt gerir umræður tengdar einstökum námsþáttum skilvirkari. Í seinni tíð fara slík samskipti þó æ meir á samfélagsmiðlum, t. d. á Facebook.

Tæknimál

Á stórum námskeiðum með aðkomu margra kennara er beinlínis nauðsynlegt að velja einhvern einn úr hópi kennara til að sjá um tæknimál. Það er ma. mikilvægt til að tryggja einsleitni í miðlun og framsetningu og til að aðstoða nemendur og aðra kennara tæknilega. Þá er séstakur umræðuflokkur nauðsynlegur til að einangra umræður er varða tæknimál.

Almennt

Varhugavert er að blanda almennum umræðum við efni einstakra námþátta. Best hefur reynst að hafa þennan umræðuflokk ofarlega á titilsíðu.

Tilkynningar kennara

þetta er sérstakur umræðuþráður sem fylgir sjálkrafa hverjum vef. Umræðuþráðurinn er stilltur þannig að aðeins kennarar geta skrifað. Allir sem skráðir eru í námskeiðið fá tölvupóst þegar kennari skráir nýja tilkynningu.

Könnun

Slík könnun er til og geta kennarar notað hana óbreytta eða aðlagað hana eftir þörfum. Í könnuninni er spurt um bakgrunn nemenda, hvers þeir vænta og ýmislegt sem varðar ytri aðstæður. Þeir sem áhuga hafa geta snúið sér til Kennslumiðstöðvar HÍ, kemst@hi.is eða Menntasmiðju, smidja@hi.is

samfelldur

Hér sjáum við  samfelldan námsþátt sem er lokaður. Takið eftir að heiti hans hefur tilvísun í innihaldið og hann er einnig tímasettur.

lokadur-namsthattur

Hér er afur á móti búið að opna námsþáttinn með því að smella á örina lengst til vinstri.

opinn-namsthattur