Góð kennsla – góður bekkjabragur

Margir kennarar eru ofhlaðnir verkefnum og uppteknir af kennsluáætlunum sem leiðir stundum til þess að bekkjarstjórnun gengur illa. Útkoman er sú að það getur verið erfitt að átta sig á því hverju þarf að breyta til þess að ná árangri. Með lítinn tíma aflögu er erfitt að staldra við og skoða umhverfið, kennsluaðferðir og aðstæður í kennslustund. Harvard hefur útbúið kennsluefni sem kennarar og skólastjórnendur geta notfært sér til þess að bæta kennsluna. Kennsluefnið leiðbeinir um hvernig hægt er að nota upptökur af kennslustundum og hefur sýnt sig að það hjálpar kennurum að skoða og ræða upptökurnar með skólastjórnendum eða öðru starfsfólki til þess að bæta sig í starfi og bæta bekkjabrag. Kennsluefnið skiptist í 4 pdf skjöl sem hægt er að sækja á vefsíðu þeirra.

Hér er hægt að sjá hvernig þessi aðferð hefur verið notuð

Nánari upplýsingar má finna hér.

Save

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.