Hjálparhönd í kennslu

helping-hands2

Hjálparhönd

Hjálparhönd – breytum veikleikum í styrkleika

Ein leið til að hjálpa kennara sem skortir einhverja kunnáttu í starfi sínu er að láta hann vinna með kennara sem kann. Samkvæmt nýrri rannsókn hefur það jákvæð áhrif að kunnáttuminni kennarar vinni með kunnáttumeiri ef rétt er að slíku samstarfi staðið. Fyrri rannsóknir hafa líka sýnt að kennari sem sýnir mikla hæfni í starfi hefur jákvæð áhrif á kennslu samstarfsmanna sinna. Annar kostur við slíkt samstarf er að
kunnáttuminni kennari lærir beinlínis í starfinu og sparar sér þannig fé og fyrirhöfn við frekara nám í skóla. Þessi nýja rannsókn fór fram í 14 skólum og tóku um 300 kennarar þátt í henni. Hér má sjá nánar um rannsóknina.

teachersTeachingTogether

Kennarar

Í skýrslu fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara frá 10. mars 2016, er einn grunnþáttur einmitt talinn vera kennaramenntun sem starfsævilöng menntun. Annar grunnþáttur í símenntun og starfsþróun kennara er að mati fagráðsins aðgengilegt og skilvirkt stoðkerfi fyrir starfsþróun.

FagráðÍ tillögum fagráðsins er meðal annars bent á eftirfarandi:

Leggja þarf áherslu á að þekking og reynsla reyndra kennara nýtist öðrum kennurum.

Veita þarf skólum markvissan stuðning til að skipuleggja leiðsögn við nýliða í starfi og við aðra starfandi kennara.

Skapa þarf nýliðum og leiðsagnarkennurum aðstæður í starfi til að fá leiðsögn og veita leiðsögn.

Kennurum verði skapaðar aðstæður til að starfa í anda lærdómssamfélags.

Hugmyndir að leiðum til þess að þróa lærdómssamfélag:
Starfendarannsóknir (e. action research), námsteymi (e. study groups), samtalshringir (e. conversation circles) og netsamskiptahópar (e. networked learning community).

Jafningjanám

Að kenna nemendum og kenna hvert öðru: Mikilvægi jafningjanáms fyrir kennara

Nám er félagslegt 🙂

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.