Hlaðvarp – Hvert á að leita til að komast af stað?

Fyrir þá sem vilja fræðast um hlaðvarpsgerð þá er gott námsefni á vef 3F –  Félag um upplýsingatækni og menntun. Efnið er afurð sumarnámskeiðs sem 3F bauð upp á fyrir sína félagsmenn og aðra kennara og ætti að nýtast hverjum þeim sem hefur áhuga á hlaðvörpum. Rúnar Sigurðsson á Kennslumiðstöð og Gústav K Gústavsson hafa aðstoðað kennara HÍ við hlaðvarpsgerð og hefur stúdíó okkar á 2. hæð í Hamri verið notað við hlaðvarpsgerð fyrir Menntavísindasvið þar sem rætt er um niðurstöður rannsókna. Hér er hægt að heyra þættina.

Hlaðvarp í Hamri 2. hæð

Hlaðvarp tekið upp í Hamri 2. hæð.