Hópverkefni og umræður í hópum

Á Moodle deginum 23. apríl, flutti Kristbjörg Olsen verkefnisstóri í Kennslumiðstöð HÍ, erindi myndun hópa í Moodle, hvernig má síðan setja hópa í svonefnd kinippi (groups) og í hvaða tilgangi. Þetta er bæði nýtt og gamalt viðfangsefni í þjónustunni enda virðist það flókið í fyrstu og vill gleymast milli missera hvernig þetta er gert og hvaða tilgangi það þjónar. Kristbjörg útskýrir þetta fyrirbæri mjög vel, fyrst með glærum og síðan í kerfinu sjálfu. Þá kynnir hún nýja tegund verkefna, “hópverkefni” og hvernig má stilla það á ýmsa vegu m.a. til að fylgjast með framvindu í einstökum hópum. Að síðustu var drepið á nýja viðbót sem gerir kennurum kleift að skrifa athugasemdir beint á skjáinn í verkefni á pdf-sniði. Athugasemdir og fyrirspurnir úr sal eru áhugaverðar og þær heyrast glöggt.

a

Hópverkefni og umræður í hópum – Kristbjörg Olsen verkefnastjóri, Kennslumiðstöð from Kennslumiðstöð Háskóla Ísl on Vimeo.