Námsefni í smáforriti

handsoftwareMargir eru að búa til eigin smáforrit og kennarar þegar farnir að sýna áhuga á að nýta vinsældir smáforrita til þess að þróa eigið kennsluefni. Microsoft bendir á að ekki þurfi  að kunna forritun til þess að hanna og þróa smáforrit
fyrir nemendur.

Ef þig langar til þess að búa til smáforrit þá hjálpar að vita hvernig nemendur nota snjalltækin. SocraticSíðastliðin tvö ár hefur starfsfólk vefsíðunnar Socratic safnað og unnið úr upplýsingum til þess að komast að því
hvernig nemendur vinna og læra á netinu.

Hér eru upplýsingar sem Socratic telur gagnlegar fyrir kennara og aðra sem útbúa námsefni fyrir snjallsíma.

Batterí og líftími

Fyrir unglinga skiptir snjalltækið miklu máli. DeathtoStock_Creative Community5Þar fer fram tengslamyndun og flest samskipti við vini og vandamenn. Það er mikilvægt fyrir unglinga að vera með nettengingu og tækin eru sífellt skoðuð til þess að passa að þeir missi ekki af einhverju. Þessi mikla notkun hefur áhrif á batterí, geymslugetu og gögn þeirra. Eitt af því sem unglingar gera er að lækka birtustig skjásins því það eykur líftíma batterísins. Nemendur eiga flestir eldri snjalltæki frekar en ný og nota mikið af smáforritum sem þýðir að geymslupláss er fljótt uppurið. Þau smáforrit sem taka mikið pláss og eyða batteríi eru því fljótlega látin fjúka.

Myndir eru fljótlegasta leiðin til þess að geyma og deila efni

PictureTakenMathsAð rita spurningar eða skrá heimavinnu á lítinn snjallsíma tekur of langan tíma og stærðfræðiformúlur er of seinlegt að skrá með því að smella á litla hnappa lyklaborðsins. Nemendur taka því myndir af öllu enda sparar það vinnu og tíma. Nemendur senda líka oft myndir af hálfkláruðum dæmum til vina til þess að fá hjálp og fá til baka mynd með lausninni. Nemendur eru hættir að taka afrit af vefslóð og taka frekar myndir af efni eða vefsíðu og senda svo áfram. Sama má segja um notkun skanna, nú ertu teknar myndir frekar
en að skanna blaðsíður og efnið er vistað eða sent áfram á annan geymslumiðil.

Síminn orðinn leiðbeinandi

HNCK8377Nemendur byrja oftast á netinu þegar þeir leita svara og fá oftast hjálp frá leitarvélinni Google. Ef þeir fá ekki rétta svarið leita þeir með annarri leitarvél eins og t.d. Yahoo. Margar vefsíður sem geyma svör og útskýringar finnast ekki alltaf í leitarvélum og dæmi um eina slíka er Khan Academy. Ef þú ert að búa til námsefni þarftu að hafa í huga að hægt sé að finna efnið með almennri leit í leitavélum. Settu þig í spor nemenda og ímyndaðu þér hvernig spurninga þeir spyrja!

Flest námsefni er ekki hannað fyrir snjallsíma

Flest námsefni á netinu er ekki hannað fyrir snjallsíma en frekar hina hefðbundnu tölvuskjái og hraða nettengingu. Nemendur þurfa oft að fara í gegnum margar blaðsíður til að finna svarið og við prófanir kom í ljós að 40% vefsíðna tóku meira en 5 sekúndur að birtast sem í dag þykir of langur tími. Námsefni fyrir síma þarf að vera hraðvirkt og auðvelt að lesa af smáum skjá. Hreyfimyndir hafa komið vel út og ef sýna á myndskeið þarf að hafa sniðmátið lóðrétt svo nemendur þurfi ekki að snúa snjalltækinu.

Vinir leiðbeina í spjalli

cara-mendapatkan-followersEf leit á netinu virkar ekki þá biðja nemendur vini í smáskilaboðum um hjálp. Eins er vinsælt að búa til hópa á samfélagsmiðlum fyrir bekkinn og þar miðla nemendur til hvers annars eða biðja um hjálp. Nemendur gera sér grein fyrir því hver getur hjálpað í hvert skipti og hvern þeir hafa beðið of oft um hjálp eða hvernig þeir líta út við að spyrja. Ef þú ert að búa til félagslegt námsefni þá þarf að hafa í huga með hverjum nemendur deila efninu. Deila þeir með einum eða nokkrum vinum eða jafnvel öllum bekknum og mun kennarinn hafa aðgang eða sjá hvað nemendur deila sín á milli.
______________________________________________________________________________________________

Árið 1980 sagði Steve Jobs að heimilistölvu mætti líkja við reiðhjól fyrir hugann, af því það geri manninum kleift að gera meira. Starfsfólk Socratic trúir því að snjallsíminn geri það sama fyrir nemendur eða gefi þeim ofurkrafta til þess að læra fleiri hluti, á dýpri hátt, á eigin vegu.

Það er augljóst að fólk um allan heim vill læra og snjallsímar gera námið aðgengilegra. Að stuðla að þessu þýðir mikla vinnu og samvinnu; því fyrr sem við gerum þetta því betra.

Christopher Pedregal (@cjpedregal) the founder of Socratic.org

Lesið greinina hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.