Menntamálastofnun í heimsókn

Starfsfólk miðlunarsviðs Menntamálastofnunar kom í heimsókn í síðustu viku til þess að skoða SMART 6000 skjáina í H-207 og til þess að fá kynningu og leiðsögn um notkun.
Auður Bára Ólafsdóttir leiddi hópinn en hún er ritstjóri í stærðfræði og er aðdáandi þessara tækja eftir að hafa fylgst með notkun þeirra í kennslustundum erlendis og langar nú að
skoða möguleika á þróun námsefnis fyrir skjáina.

Auður Bára, Harpa Pálmadóttir, Guðríður Sigurðardóttir, Sigríður Wöhler, Sigrún Sóley, Erling Ragnar og Þórhildur Sverrisdóttir.

Nýjustu fréttir eru þær að nú er hægt að samtengja skjáina þráðlaust og unnið er í því að snúrutengja svo samband sé öruggara. Þetta gerir kennsluna auðveldari og skemmtilegri fyrir stóra hópa. Þeir sem ætla að nota þennan möguleika þurfa að koma til mín og setja upp forrit á þá tölvu sem notuð verður við kennslu. Ég býð ennþá upp á einkakennslu fyrir þá sem hafa ekki byrjað að nota skjáina við kennslu eða hafa ekki náð að koma í fræðslu til mín, svo hikið ekki við að senda vefpóst til mín og bóka tíma. Ég mun einnig bjóða upp á hóptíma fljótlega. Ég ráðlegg öllum að sækja Notebook forritið á fartölvuna ykkar og SMART KAPP smáforritið fyrir
snjallsímann, en þessi forrit gera ykkur kleift að nota skjáina á fjölbreyttari hátt en áður.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.