Mikilvægi forvarna – þráðlaus örbylgjugeislun & skjátími

Fyrsta ráðstefnan um þráðlausa örbylgjugeislun, börn og skjátíma var haldin þann 24. febrúar 2017 af Félagi foreldra leikskólabarna í Reykjavík (FFLR).

Skjátími er nokkuð nýtt hugtak og er heildartími sem einhver notar skjá.
Mikill vöxtur hefur orðið í notkun jafnvel mjög ungra barna sem og unglinga á
snjalltækjum og spjaldtölvum
á undanförnum árum sem hefur aukið ört þann tíma sem börn nota skjái og flest ef ekki öll snjalltæki nota þráðlausa nettengingu af einhverju tagi.

Þetta var ekki bara fyrsta ráðstefna á landsvísu með þessum viðfangsefnum heldur á heimsvísu og því spennandi að fá að hlusta á rannsóknir og viðvaranir sérfræðinga í þessu fagi. FFLR hefur verið að fylgjast með nýjustu rannsóknum og umfjöllun alþjóðavísindasamfélagsins á viðfangsefninu og segja það mýtu að vísindaheimurinn sé sammála um skaðsemi eða skaðleysi þráðlausrar
geislunar.

Lönd víðs vegar um heiminn eru farin að að grípa til aðgerða sem eiga að vernda börn gegn of mikilli þráðlausri geislun sérstaklega í skólaumhverfinu. Margir líta svo á að næg gögn séu komin fram til að beita varkárnilögmálinu þegar börn, unglingar og viðkvæmir eru annars vegar. Árið 2015 sendu t.a.m. yfir 200 sérfræðingar í ójónaðri geislun áskorun á Sameinuðu þjóðirnar þar sem kallað var eftir verndun almennings gegn geislun: International Scientist Appeal on Electromagnetic Fields

Ræðumenn og það helsta sem þeir höfðu fram að færa

Dr. Robert Morris, MD, Phd í umhverfisverkfræði og meistaragráða í lífmælingum.

Hann segist vera nýliði í að skoða geislun og áhrif hennar á börn og fullorðna og að hann hafi komið að málefninu fullur efasemda. Það hafi hins vegar breyst þegar hann hafði kynnt sér rannsóknir sem til eru. Rottur séu oft notaðar í rannsóknum og slíkt hafi verið gert í NTP rannsókninni en viðbrögð fjölmiðla voru að fólk væri ekki rottur sem er mjög ólíkt viðbrögðum hvað varðar aðrar rannsóknir þar sem það þykir skotheld vísbending ef stór rotturannsókn sýni sömu áhrif og faraldsfræðilegar. Þetta sé staðan í dag með örbylgjugeislun. Hann tengir þetta við það þegar enginn trúði því að reykingar væru skaðlegar en þegar krabbamein jókst var fyrst farið að taka mark á viðvörunum og rannsóknum.
Hér er hægt að skoða umfjöllun um niðurstöður NTP rannsóknarinnar.
Þessi rannsókn er talin mjög mikilvæg þar sem hún sýnir að þráðlaus
örbylgjugeislun getur valdið krabbameini og DNA skemmdum þrátt fyrir að skaðleg hitunaráhrif örbylgjunnar séu ekki til staðar.
Hér er fjallað um óútskýrða aukningu í krabbameinum m.a ungmenna 15 til 19 ára. Dr. Morris benti á rannsókn gerða af Chou  og Foster et al, 2014 þar sem efast var um að geislun gengi dýpra í heila barna en þeir
túlkuðu niðurstöður á misvísandi og villandi hátt. Segir hann það gert til þess að afvegaleiða
almenning.
Hér er gagnrýnin á Chou og Foster en samkvæmt rannsóknum nær geislun dýpra í barnsheila og líkamann en fullorðinna, börnin því viðkvæmari. Þráðlaust tengd spjaldtölva eða fartölva geislar kjöltu barns, farsími heilann. Frakkland, Belgía,Taiwan, Kýpur og Ísrael hafa þegar sett lög og reglugerðir sem vernda börn. Hér er listi yfir aðgerðir annara landa. Fleiri aðgerðir eru að koma í kjölfar NTP rannsóknarinnar t.d hjá Maryland fylki í USA og einnig gáfu
bandarísku barnalæknasamtökin út nýja ályktun um börn og farsímageislun. Dr. Morris var stórorður en hann sagði m.a.:

„Við þurfum að haga okkur eins & fullorðið fólk & vernda börnin okkar,“
“endurvarpsstöðvar eða möstur eiga ekki heima við eða ofan á skólum,”
“þráðlausar tölvur eiga ekki heima í fanginu okkar.“

Björn Hjálmarsson, barnalæknir og MA í heilbrigðis- og lífsiðfræði og starfsmaður BUGL.

Benti á þá staðreynd að börnin okkar eru þátttakendur í stærstu tilraun
mannkynss
ögunnar
og að foreldrar í því samhengi væri hægt að kalla stafræna innflytjendur.
Hann segist sammála Morris og benti á að hann hafi ekki verið að grínast þegar hann sagði að skjárinn er heróín fyrir ungviðið en orsakir einkenna eru þau sömu og við notkun amfetamíns. Björn er að sjá þessi einkenni og afleiðingar við störf sín á BUGL en hann hefur nefnt þetta Rafrænt skjáheilkenni. Meðferðin við þessu byggist á þriggja vikna skjáföstu. Eftir að hann byrjaði að skoða lengd skjátíma barna og unglinga og hvenær börnin fengu tækin fyrst í hendurnar þá hefur hann séð samhengi í tengslum við hvenær svefnleysi og pirringur byrjar hjá sömu einstaklingum. Við erum öll misviðkvæm fyrir tækninni en bláa ljós skjásins minnkar melatónín sem hefur slæm áhrif á svefn.

Samhliða vaxandi skjátíma hafa eftirtalin vandamál aukist:

 • Vaxandi svefnlyfjanotkun barna og unglinga
 • Offitufaraldur meðal barna og unglinga
 • Lækkandi greindarvísitala barna og unglinga (Dunckley, 2015)
 • Vaxandi álagsverkir frá stoðkerfi
 • Vaxandi netávani og netfíkn
 • Vítahringur frávika í taugaþroska, skertrar félagsfærni og flótti yfir í netheima

Hann bendir á góð rök fyrir því að banna snjalltæki barna fyrir 12 ára og yngri:

 • Hraður heilavöxtur í börnum og vísbendingar um að skjánotkun trufli heilaþroska
 • Þar sem hreyfing örvar heilaþroska getur allt það sem dregur úr hreyfingu hægt á heilaþroska
 • Faraldur offitu í börnum og unglingum
 • Faraldur svefnröskunar í börnum
 • Geðræn veikindi sem tengjast óhóflegum skjátíma
 • Vaxandi árásarhegðun barna og unglinga
 • Skerðing á vitrænni færni (námsgetu)
 • Hætta á tölvufíkn
 • Rafsegulbylgjur eru mögulegur krabbameinsvaldur skv. IARC flokkun WHO,
 • Vaxandi notkun snjalltækja er ekki sjálfbær þróun (verri sjón, stoðkerfisvandamál, erfiðara skap, hreyfingarleysi, athyglisbrestur, kvíði, þunglyndi o.s.frv.

Prófessor Lennart Hardell, Örebro háskóli í Svíþjóð, rannsóknarprófessor IARC 2011 á
rafsegulsviði/þráðlausri örbylgjugeislun (RF-EMF) tengt heilaæxlum.

Hardell segir það tvöfalda áhættu ef snjallsími er notaður í 30-60 mínútur hvern dag. Mest hætta er eftir notkun í 10-15 ár en það tekur langan tíma að fá niðurstöður. Hann segir áhættuna hækka með árunum og því meira sem talað er í símann án þess að nota handfrjálsan búnað því meiri áhætta. Samkvæmt rannsóknum hans frá 2007 hefur orðið mikil fjölgun á greiningu heilakrabba
og skjaldkirtils- og eitlakrabbameini fólks á aldrinum 20-39 ára.

Fólk sem notaði snjalltækin meira og fékk heilaæxli lést af völdum æxlisins skjótar. Þetta sjaldgæfa heilakrabbamein hefur aukist og hann segir börn í mikilli hættu þar sem þau eru að þroskast og bæði skinn og bein þynnri, haus minni og fara því geislar yfir stærra svæði.

D. Leszczynski, PhD, D.Sc. starfaði við geislavarnir Finnlands, STUK, í 22 ár og er
rannsóknarprófessor IARC 2011.

IARC er ráð alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem flokkar krabbameinsáhættu. Árið 2011 var þráðlaus geislun sem stafar frá þráðlausum tækjum flokkuð mögulega krabbameinsvaldandi eða í flokk 2b, vegna rannsókna sem þá voru komnar fram. Í dag eru komnar fram fleiri rannsóknir sem styðja hærri flokkun. Stundum er reynt að rýra mikilvægi flokkunar IARC með því að minnast á súrar gúrkur. IARC hefur einnig flokkað ákveðnar súrar asískar gúrkur í sama flokk, 2b, vegna
áhættu á magakrabbameini, sem er alvarlegt mál. D. Leszczynski segist ekki geta fullyrt að þráðlaust net frá netbeini (e. router) sé hættulegt en vísbendingar vísa í þá átt að það sé ekki hættulaust. Manneskjan er seig og því koma áhrifin ekki samstundis. Rannsóknir á áhrifum farsíma og þráðlauss nets eru allar gerðar eftir að tæknin kom á markað og það er ekki langt síðan í samhengi um áhrif á heilsu. Hann telur snjallsíma hættulegri en netbeinir og gsm endurvarpsstöð enda eru komnar fram rannsóknir sem styðja það. Snjalltæki er hættulegra ef það er tengt þráðlausu neti og ef langt er í endurvarpsstöð því þá þarf tækið að nota meira afl til þess að tengjast og þar með veldur það meiri geislun. Hægt er að sjá styrkinn í snjalltækinu, ef aðeins tvær súlur eru skyggðar þá er það hættulegra en ef allar súlurnar eru skyggðar. WirlessNetworkHann bendir á að það sé gáfulegra að fyrirbyggja með því að nota kapaltengingu í skólum auk þess sem það er sneggri og áreiðanlegri tenging. Hann sagði frá amerískri rannsókn frá 2016 sem var gerð af NTP (National Toxicology Program USA), þar sem geislaði (e. mobile radiation) hópurinn fékk krabbamein en ekki
viðmiðunarhópurinn. D. Leszczynski segist ekki vita hvaða áhrif það mun hafa að geislunin geti valdið DNA skemmdun en á bloggi sýnu segir hann að NTP rannsóknin styrki IARC flokkun 2a
“probable health risk” sem er hærri flokkun en 2b IARC 2011.
Eins sagði hann í fyrirlestri frá rannsókn frá árinu 2015 þar sem kom í ljós vísbending um auknar líkur á heilakrabba, auk áhrifa á minni eða Schoeni et al. 2015 – 439 cases, ný rannsókn CERENAT sýnir einnig tengsl við heilakrabba sem og Grell et al 2016. Hann lagði áherslu á að það þurfi að vera EHS staðall (e. electro-hypersensitivity) þar sem til eru einstaklingar með raf-ofnæmi sem eru viðkvæmir fyrir hvers konar geislun. Algeng viðbrögð eru svimi, einbeitingaskortur, aukinn
hjartsláttur, höfuðverkur, ógleði, augnvandamál ofl. Frá húð eru einkenni roði, brunatilfinning lík
sólbruna og útbrot. Áhugavert er að bera þetta saman við vanlíðan Icelandair starfsfólks eftir að þráðlaust net var sett í flugvélarnar. Þau sjúkdómseinkenni sem komið hafa upp hjá flugliðum Icelandair undanfarið eru meðal annars svimi, máttleysi, almenn vanlíðan og ógleði.
Á þessari vefsíðu er fjallað um raf-ofnæmi og ráðleggingar fyrir almenning.

Tarmo Koppel BSc, MA og doktorsnemi er sérfræðingur í greiningu rafsegulsviða og tók m.a. þátt í lagagerð Evrópusambandsins á rafsegulsviðum.

Koppel vill minnka þráðlausa geislun í skólum og á heimilum fólks og tók nokkrar mælingar í
Reykjavík á meðan hann var hér á landi. Hann sagði mikla geislamengun vera á Ingólfstorgi og varar fólki við að eyða þar löngum tíma. Hann varar við snjalltækjum og snjallsímum þar sem þau eru nær líkamanum. Hann segir að því minni netumferð sem er í gangi því minni geislun og í því sambandi er mun meiri mengun þegar verið er að streyma mynd og hljóði með tækjunum. Auk þessa er mjög slæmt að vera á þráðlausu neti eða nota blátönn (e. bluetooth) í bíl því þá eru allir í bílnum geislaðir þar sem grind bílsins
endurkastar örbylgjugeislunum um bílinn. Áður en sendar og endurvarpsstöðvar eru settar upp þarf að skoða slíkt frá mörgum hliðum og athuga að geislamengun hafi sem minnst áhrif á fólkið í kring. Þetta sé ekki alltaf haft í huga og getur haft slæmar afleiðingar fyrir þá sem er tímunum saman í kringum örbylgjugeislana, „We Fry“ (ísl. „Við steikjumst“) í stað „Wifi“ (ísl. „Þráðlaust net“).

Chris Rowan BScOT, BScBI, SIPT segir að fjölmiðlar vilji ekki koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri enda hagsmunir í húfi fyrir marga. 

Hún byrjaði á því að undirstrika það að þegar fólk pikkar inn skilaboð í snjallsíma við akstur þá er það að stofna sér og öðrum í meiri hættu en þegar keyrt er undir áhrifum. Samkvæmt rannsóknum
hennar þá hefur aukinn skjátími aukið tíðni geðsjúkdóma, aukið einkenni einhverfu og sett einn af hverjum 65 drengjum yfir eðlilega þyngd. Sjálfsvíg hafa tvöfaldast undanfarin fimm ár í Kanada og hvetur hún til útiveru, að eyða meiri tíma í náttúrunni, auka samvinnu og samskiptahæfileika barna og unglinga.
Ofbeldi í leikjum segir hún vera stórt vandamál sem veldur árásargirni. Það eru meiri hættur en það eru kostir og það þarf að setja strangar reglur um skjátíma. Hún segir foreldra ekki kunna að segja „Nei“ og afsökun þeirra sé oftar en ekki „en þeim finnst þetta svo gaman“.
Hún vill að foreldrar segi:

„Nei, þú mátt ekki vera (lengur) fyrir framan skjáinn því það mun skaða heilann sem er að þroskast og því það er skaðlegt heilsu þinni.“
Hún benti á að það var góð ástæða fyrir því að Steve Jobs hafði strangar reglur um skjátíma og börnin hans gengu í skóla sem notaði engar tölvur. Ástæðan sem hann gaf var sú að skjátími myndi hindra þroska, ímyndunar- og sköpunarkrafta þeirra. Glærur frá kynningu Rowan má finna hér auk þess sem hún heldur uppi vefsíðu með áhugaverðum upplýsingum.

Catherine Steinar-Adair, ed.D. Klínískur sálfræðingur.

Steinar-Adair er með sömu áherslur og Rowan hér fyrir ofan en bætir við að tölvunám ýti undir aðgerðaleysi þar sem nemandinn fær allt upp í hendurnar og þarf lítið að hugsa, hæfni minnkar og börnin verða fljótt háð tölvum. Hún bendir á að þetta er ekki skoðun hennar þar sem þetta sé byggt á fjölmörgum rannsóknum. Hún biður hvern og einn að skoða áhrif skjátíma betur og segir nóg að góðum ráðum til þess að fyrirbyggja slæm áhrif.
Kína er eitt af þeim löndum sem hafa breytt menntun í landinu og leggja nú áherslu á íþróttir, virkt nám og skyn- og hreyfigetu. Engar áherslur eru lengur á tækni við kennslu því Kínverjar hafa séð áhrifin á börnin.

Hún segir foreldra vera fyrirmyndir og geti oftar en ekki kennt sér um þar sem þeir taki jafnvel snjallsíma með sér á baðherbergið sem bendir til aðskilnaðarkvíða við símann og er ekki góð fyrirmynd fyrir börn sem eru að þroskast. Hún kallar það hreint og beint hörmungar að snjallsímar séu leyfðir í skólum því þeir steli greind barna og unglinga.

Ítarlegri upplýsingar

Youtube myndskeið
Dr. Robert Morris: https://youtu.be/IFKSkwmz83w
Dr. Dariusz Leszczynski: https://youtu.be/_5E3RWNkqu4
Prof. Lennart Hardell: https://youtu.be/QQyS2YzamyI
Tarmo Koppel: https://youtu.be/ZoWCu-QoIrg
Prof. Catherine Steiner-Adair: https://youtu.be/8I87-zxv70o
Dr. Björn Hjálmarsson: https://youtu.be/Dxoae68ZjyA
Cris Rowan – Part 1 of 2: https://youtu.be/Qcqn5o9nVw8

Cris Rowan – Part 2 of 2: https://youtu.be/I4od0MPGLz4

Betra námsgengi ef símar eru bannaðir í skólum
Áhrif síma á svefn og heilsu

Rannsóknir sýna slæm áhrif skjátíma á velferð barna og unglinga en Barnalæknasamtök Bandaríkjanna og í Kanada hafa gefið út viðmið um mesta æskilega skjátíma á sólarhring vegna þessa.

Nokkrir hlekkir sem fjalla um snjalltæki og nám:
Unga fólkið er háð snjalltækjum og hætt að leggja hluti á minnið, rithönd óskiljanleg
Afleiðingar eins og minnisvandamál, athyglisbrestur, svefnleysi

Ýmsir sérfræðingar telja að snjalltæki séu það ávandabindandi og skaðleg að á þeim ætti að vera viðvörun þar að lútandi.

Dr. Spitzer telur að notkun skjáa í leikskólum og grunnskólum geri börnin háð þessum tækjum og vill banna notkun snjalltækja í barnaskólum.

Rannsóknir hafa nú þegar sýnt að ávinningur og árangur kennslu með bókum er meiri en með tölvum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að tölva í kennslustofu getur haft truflandi og neikvæð áhrif bæði á nemandann og sessunauta hans:
http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/mbe.12028/abstract

http://psycnet.apa.org/?&fa=main.doiLanding&doi= 10.1037/0022-0663.94.1.145
http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0360131512002254

Skólar eyða miklum fjárhæðum í tæknina og segja upp kennurum þrátt fyrir ónóg gögn og rannsóknir um að þetta bæti hefðbundið nám.

Þegar börn sem lásu bækur voru borin saman við börn sem lesa rafrænar bækur kom í ljós að lesskilningur var ekki eins góður við lestur rafrænna bóka De Jong & Bus, 2002. (Masur, Flynn, og Eichorst, Parish-Morris, Hirsch-Pasek, Golinkoff og Collins).

Vísindamenn fylgdust með um milljón börnum í USA. Nemendur sem fengu tölvur í fimmta og áttunda bekk sýndu stöðuga afturför í lestri og stærðfræði skrifaði “The Economist”. Námsárangur féll og hélt áfram að falla eins lengi og fylgst var með börnunum, með tilkomu tölvunnar hvarf nánast námsgetan í lestri. 

 

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.