Mikilvægi umræðunnar

SókratesUmræðuvefurinn er án efa eitt allra mikilvægasta verkfærið í Moodle og við sambærilegar aðferðir til samskipta, hvarvetna þar sem nám á Netinu  kemur við sögu. Í hefðbundnu námi eru umræðurnar ekki síður mikilvægar enda eitt elsta og mikilvægasta kennsluformið, gjarnan tengt við Sókrates.  Í Netnámi gegnir umræðuvefurinn auknu hlutverki því við hann er notast í óformlgum umræðum, fyrirspurnum og  í stað almennra samskipta sem fram fara innan hinnan veggja skólastofunnar.

Ég er þeirrar skoðunar að umræðan eigi að vera skilgreindur þáttur Netnáms sem kemur til mats auk almennra óformegra samskipta svo mikilvæg sem þetta kennsluform er. Kennsluráð Menntavísindasviðs stendur fyrir hádegisverðarfundum um ýmsa þætti náms og kennslu.  Á dögunum var haldinn áhugaverður fundur um notkun samfélagsmiðla í háskólakennlu. Fésbókin og Tvitter fengu góða dóma og í ljós   kom að ýmsir atofna sérstaka aðgangsstýrða Fésbókarvefi fyrir námskeiðin sín. Allt sem stuðlar samkennd og að nemendum finnist þeir hluti af heild er mikilvægt í fjar- og blönduðu námi og þannig eru samfélagsmiðlar kærkomin viðbót.  Á hinn bóginn er sjálfur umræðuvefurinn í kennslukerfi hannaður til að gera kennara kleift að fylgjast með umræðunni, kalla fram inlegg hvers og eins og meta þau eða setja upp jafningjamat. Óformleg samskipti eiga því eftir atvikum vel við á samfélagsmiðlum en hin formlegu í kennslukerfinu, einkum ef þau koma til mats.

Ég setti saman fyrir nokkrum árum leiðbeinandi efni og ábendingar um hvernig má efla umræður í kennslukerfi. Þar er einnig að finna nokkur dæmi um matskvarða (rubrics) sem nota mætti til viðmiðunar við mat, t.d í  Moodle. Ég hef einnig safnað saman efni á Netinu um þetta efni em má ætla að sé nytsamlegt.