Moodle notendaskil

Dr. Anna Heiða Pálsdóttir, stundakennari við HÍ, flutti áhugaverða kynningu um notkun vefritilsins í Moodle. Ég hef oft vakið athygli á því að nota ritilinn til að setja upp t.d. efni einstakra námsþátta í stað þess að birta skjöl hvert af öðru beint á skjáinn. í stað þess er einnig hægt að setja námsefni hvers námsþáttar í möppu sem sparar pláss. Að setja efnið á vefsíðu er mun aðgengilegra fyrir alla og þannig getur kennari einnig sett inn ábendingar með krækjunum, skipt efni í skyldulesefni og ítarefni, gætt að líflegri framsetningu o. m. fl..  Anna gengur skrefinu lengra og setur upp eins konar myndræna skel (image map) og þaðan er efni námsþáttarins aðgengilegt.

Í auglýsinu segir svo um erindið:

Dr. Anna hefur um árabil kennt á fjölmennum námskeiðum í enskuskor og er alfarið farin að nota Moodle í stað Uglunnar. Anna Heiða sýnir námskeiðsvef sem hún hefur hannað í Moodle og líkist venjulegri heimasíðu með myndum, flýtileiðum og fleiru. Hún segir að nemendur séu einróma sáttir um að hið notendavæna útlit spari þeim tíma og fyrirhöfn, þar sem allt efni er sett fram á aðgengilegan hátt. Sýndar verða grunnaðferðir til þess að setja upp og skipuleggja Moodle-síðuna á líflegan hátt – en hana er auðvelt að nota ár eftir ár með litlum breytingum.

Ég hvet sem flesta til að hlusta og horfa á kynningu Önnu um það hvernig má efla skipulagið á Moodle námskeiðum og glæða þau lífi og lit.

a

Moodle síðu gefið útlit heimasíðu – Anna Heiða Pálsdóttir, stundakennari, phd., Hugvísindasviði from Kennslumiðstöð Háskóla Ísl on Vimeo.