Moodle námskeið

Kæra samstarfsfólk,

Kærar þakkir fyrir frábæra móttöku fyrstu vinnuvikuna á Menntavísindasviði.

Mig langar að benda þeim kennurum sem nota Moodle á að hafa samband hið fyrsta við moodle@hi.is og/eða bjarndis@hi.is, til þess að stofna námskeið ykkar. Vinsamlegast sendið heiti og númer námskeiðs og upplýsingar um hvort þið viljið fá gömul námskeið inn á Moodle eða hvort þið viljið stofna nýtt námskeið. Passið að námskeið ykkar sé ekki sýnilegt á meðan þið vinnið í því. Einnig vil ég benda á að nemendur verða að skrá sig inn á Moodle því það er ekki nóg að hafa skráð sig á Uglu. Endilega bendið nemendum ykkar á þetta. Best er að setja fyrstu tilkynningu inn á Uglu um að nemendur verði að opna/innskrá sig á Moodle til þess að hafa aðgang að námskeiðum.

Með Bestu kveðju,

Áslaug Björk Eggertsdóttir
Verkefnisstjóri Menntasmiðju