Gæðarammi í Moodle

Hægt er að nota gæðaramma við gerð námskeiðs á Moodle:

Titilsvæði

 • ˜ Fyrirsögn, heiti námskeiðs, stærra letur
  • (Yfirlit um ritilinn) Hér kemur ritillinn við sögu, stutt.  Stutt myndband með yfirliti um vefritilinn
 • ˜ Umsjón og kennarar
  • (Töflugerð í Moodle). Gott  er að setja myndir af kennurum og upplýsingar um þá í töflu
  • (Borði efst í stað töflu). Einnig er hægt að búa til borða (banner) og til þess má nota PowerPoint sem flestum er kunnugt og skráin er vistuð sem mynd (gif eða jpg). Eins má nota töflu og fylla hana með lit til að fá fínan borða.
 • ˜ Fylgt úr hlaði – Stutt vídeó-upptaka
  • Þetta er mjög auðvelt að gera, t.d. með spjaldtölvu eða jafnvel síma og koma upptökunni fyrir á YouTube. Auðvelt að nota Panopto eða Camtasia hér í hljóðveri Smiðju.
 • ˜ Kennsluáætlun
  • Sjá gátlista  sem er samantekt úr ýmsum áttum til stuðnings og samaburðar við gerð kennsluáætlana og námskeiðshönnunar í Moodle.
 • Könnun til að fá hugmynd um nemendahópinn
 • Tilkynningar kennara
 • Umræðuflokkar
  • Almennt um námskeiðið, ekki einstaka námsþætti
  • Tæknimál
  • Frímínútur

Námsþættir

˜ A) Vikuplan
˜ B) Tilgreindur fjöldi námsþátta

 • ˜ Heiti er lýsandi fyrir innihaldið, tímasetning˜
 • Kynning og markmið, t.d. hvað nemendur eiga að kunna, skilja og geta gert að námsþætti loknum (má vera upptaka)
 • Námsefni, beint inn í námsþáttinn, með tenglum á vefsíðu eða í möppu
  • Ítarefni af Netinu og/eða annað efni
  • Upptökur
 • Vinna með hópa
 • Umræður (skýr fyrirmæli um efni, skil og innihald)
 • Verkefni (fjölbreytni í miðlun)
 • Efni námsþáttar er tilbúið a.m.k. tveimur dögum fyrir upphaf hans
 • Námsþáttur samfelldur til að spara pláss á skjánum
 • Einsleitni gagnvart öðrum efnisþáttum og innan efnisþáttar t.d ef margir koma að framsetningu og skipulagi

Annað

 • ˜ Könnun um miðbik námskeiðs og við lok þess sem er eins konar innra gæðamat
 • Einkunnabók er uppsett í upphafi. Þannig geta nemendur að hluta fylgst með framvindu námsins
 • Allir matshlutar eru settir upp sem verkefni þótt einstökum þáttum fylgi ekki formleg verkefnaskil
 • Notkun einkunnaramma (rubrics, í Moodle sérhæfð einkunnagjöf)
 • Varnir gegn ritstuldi, Turnitin er tengt við Moodle
 • Notkun gagnvirkra prófa sem oft fylgja kennslubókum
 • Llífleg framsetning en fáguð.

Hér er fyrirlestur um framsetningu í Moodle. Fjallað er um það sem gott þykir í þeim efnum og einnig miður.

 

Áhugaverður fyrirlestur um kennslufræðilega byggingu námskeiða í samkennslu á háskólastigi eða í blönduðu námi.

 

[vCitaMeetingScheduler type=contact width=500 height=450]