Moodle og myndskeið

Moodle (Modular Object Oriented Learning Environment)

Námsumsjónakerfið Moodle hefur reynst vel bæði í stað- og fjarnámi. Í Moodle getur kennari mótað námskeiðsvefinn í samræmi við kennsluáætlun, þarfir nemenda, út frá eigin kennsluaðferðum, áherslum, skipulagi og uppbyggingu námskeiðsins.

Það er nauðsynlegt fyrir umsjónamenn námskeiða að fara yfir stillingar á útliti og uppsetningu vefsins og fá aðstoð í Menntasmiðju ef þörf er á. Þegar vefurinn er tilbúinn er nauðsynlegt að senda nemendum tilkynningu um það í gegnum Uglu, þar sem nemendur eru beðnir um að skrá sig inn á moodle.hi.is. Þetta er nauðsynlegt þar sem nemendur eru ekki innritaðir fyrr en þeir skrá sig í fyrsta sinn inn á Moodle. Í sömu tilkynningu þarf að biðja nemendur um að setja inn mynd af sér og helstu upplýsingar. Ef kennarinn gerir þetta vel, munu nemendur fylgja og okkur finnst flestum betra að tengja nafn við mynd og mynda þannig skjótari og betri tengsl við nemendur á meðan á námskeiðinu stendur. Hér er útskýrt hvernig Moodle námskeið er stofnað af vefsíðu Uglu og hér fyrir neðan eru stutt kennslu myndskeið fyrir umsjónamenn og kennara námskeiða. Þar eru helstu aðgerðir og möguleikar Moodle kynnt.

Myndskeið sem útskýra helstu aðgerðir í Moodle:

 1. Stillingar á útliti og uppsetning
 2. Blokkir færðar til og skipt yfir í sýn nemanda
 3. Bæta við upplýsingum og mynd af kennara (ATH að það þarf að gera þetta í Uglu líka)
 4. Kynning á námskeiði og kennurum (mynd af kennara sett inn með texta)
 5. Panopto blokk bætt við námskeið
 6. Möppur og skrár fluttar inn í námskeið
 7. Að búa til hópa og knippi
 8. Að búa til hópa sjálfvirkt og leyfa nemendum að velja hóp/hópfélaga
 9. Að búa til skilahólf fyrir hópvinnu  (skjalfest endurgjöf)
 10. Virkni nemenda skoðuð
 11. Viðveruskráning nemenda
 12. Að setja inn Youtube myndskeið
 13. Að setja inn vefslóð
 14. Að setja inn valkosti (spurning/ar til nemenda)
 15. Skráning vinnuskila / skráning verkefnaloka
 16. Einkunnir, stillingar í upphafi námskeiðs
 17. Notkun einkunnaramma
 18. Jafningjamat
 19. Nemendum gefið val á viðtalstíma á ákveðnu tímabili
 20. Að setja upp próf með krossaspurningum
 21. Að breyta prófi og bæta við rétt/rangt spurningu
 22. Að flytja hugtakasafn á milli námskeiða

Ég mæli með því fyrir byrjendur að taka þátt í Moodle námskeiði þeim að kostnaðarlausu, en þar er farið yfir allar helstu aðgerðir og möguleika Moodle. Allar hugmyndir um myndskeið eru velkomnar í vefpóstinn minn.

Learn_Moodle_participant_Jan_2016_20_Jan_2016_5d7ab0cb

Save

Save

Save

Save

Save

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.