Námskeið og vinnustofur í águst

Kennslumiðstöð HÍ stendur fyrir  vinnustofum og námskeiðum í ágúst 2013

13.8. kl. 9-12 Moodle, grunnvinnustofa Oddi-102 
16.8. kl. 9-12 Moodle, skipulag Oddi-102
20.8. kl. 10-14 Hæfniviðmið, opið hús Kennslumiðstöð
22.8. kl. 9-16 Nýir kennarar, kynningardagur Árnagarður-310
23.8. kl. 11-12 Ugla, kynning á námsumsjónakerfi Árnagarður-310
28.8. kl.11-12 eMission, kynning Klettur-102
28.8. kl. 13-14 eMission, kynning Árnagarður-310
29.8. kl. 9-12 Moodle-próf, vinnustofa Oddi-102

 

 

 

 

 

 

Grunnvinnustofa í Moodle
13. ágúst, kl. 9:00-12:00
Oddi, stofa 102

Kennarar Kristbjörg Olsen og Rúnar Sigurðsson verkefnastjórar hjá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands.

Vinnustofan er hugsuð sem inngangur að Moodle. Byrjað verður á að kynna viðmót Moodle. Þátttakendur munu læra að nota ýmis verkfæri kennsluvefsins og skoða einstök verkfæri bæði út frá hlutverki nemanda og kennara. Meðal efnis sem tekið verður fyrir:
·        Notandareikningurinn
·        Verkfæri til að móta, skipuleggja og breyta uppsetningu kennslusíðunnar
·        Tilkynningar til allra nemenda eða nokkurra útvalinna
·        Umræða, spjall og skilaboð
·        Skjöl, möppur og undirsíður
·        Skilaverkefni
·        Skráning einkunna og endurgjöf
·        Blokkir

Hæfniviðmið:
Að vinnustofu lokinni munu þátttakendur:
– þekkja hvar helstu verkfæri námskeiðsvefs eru staðsett og hafa prófað nokkur þau algengustu  t.d. að setja skrá/möppu á vef, senda tilkynningu til nemenda, setja upp verkefnaskil og gefa einkunnir.
– þekkja helstu verkfæri Moodle til mótunar, skipulags og uppsetningar námskeiðsvefs.
– þekkja helstu stillingar notandareiknings.

Fyrir hverja?
Námskeiðið er ætlað kennurum og öðru starfsfólki HÍ sem hyggst nota Moodle sem kennsluvef fyrir námskeið.

———————————–

Moodle: Skipulag námskeiðsvefs
16. ágúst, kl. 9:00-12:00
Oddi, stofa 102

Kennarar Kristbjörg Olsen og Rúnar Sigurðsson verkefnastjórar hjá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands.

Kynntar verða leiðir til að móta og skipuleggja Moodle námskeiðsvef með það að leiðarljósi að gera hann notendavænni og skilvirkari. Auk þess verður sýnt hvernig virkja má skráningu vinnuskila á námskeiði en með þeim hefur kennari einfalt yfirlit yfir vinnu nemenda  á einum stað s.s. vegna verkefnaskila, prófa og annars. Með skráningu vinnuskila fær hver nemandi einnig yfirsýn yfir eigin vinnustöðu í námskeiði.

Hæfniviðmið:
Að vinnustofu lokinni munu þátttakendur:
– kunna á þau verkfæri sem eru í boði til að móta og skipuleggja námskeiðsvefinn.
– þekkja leiðir til að gera námskeiðsvef notendavænni.
– vita hvernig stýra má aðgangi nemenda að tilteknu efni.
– þekkja hvernig veita má nemendum yfirsýn yfir eigin stöðu vegna vinnu/verkefnaskila með skráningu vinnuskila.

Fyrir hverja?
Vinnustofan er ætluð þeim sem þekkja og hafa unnið í Moodle.

———————————–

Kynning á kennsluvef Uglu, heimasvæði og netsvæði notanda.
22. ágúst kl. 11-12
Gimli 103
Kennari: Kristbjörg Olsen

Farið verður yfir helstu verkfæri námskeiðsvefs Uglu t.d. hvernig skrár/möppur eru settar upp, verkefnaskil stofnuð, einkunnir skráðar, tilkynningar sendar o.fl. Auk þess verður heimasvæði (Skrárnar mínar) og netsvæði notanda kynnt.

Hæfniviðmið:
Að vinnustofu lokinni munu þátttakendur:
– þekkja helstu verkfæri námskeiðsvefs.
– þekkja tilgang heimasvæðis og netsvæðis.

Fyrir hvern?
Vinnustofan er ætluð kennurum Háskólans.

———————————–

Próf í Moodle – vinnustofa
29. ágúst kl. 9:00 – 12:00
Oddi, stofa 102

Kennarar Kristbjörg Olsen og Rúnar Sigurðsson verkefnastjórar hjá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands.

Í vinnustofunni verður farið í hvernig próf er sett upp og spurningar búnar til. Ólíkir möguleikar í uppsetningu prófs verða skoðaðir s.s. dags./tímasetningar, hvernig skilyrða má aðgang nemenda að prófi út frá lokum annarra verkefna o.fl. Spurningabankinn verður útskýrður og  hvernig setja má spurningar í flokka. Einnig verður farið yfir hvernig prófúrlausnir skila sér inn og hvernig endurgjöf fer fram.

Þátttakendur setja upp próf, búa til spurningar, taka prófið sem nemendur, skoða hvernig prófúrlausnir skila sér inn og hvernig námsmat og endurgjöf fer fram.

Hæfniviðmið:
Að vinnustofu lokinni munu þátttakendur:

– kunna að setja upp próf í Moodle og þekkja helstu stillingar þar að lútandi, t.d. tímastillingar og aðgangur nemenda að eigin prófúrlausnum.
– vita hvar og hvernig spurningar eru settar upp og flokkaðar í spurningabankanum.
– þekkja hvernig spurningum er raðað inn í próf; síðuskipti og spurningar af handahófi.
– vita hvernig próf er tekið í Moodle.
– vita hvar prófúrlausnir nemenda eru skoðaðar og hvernig einkunnir eru gefnar handvirkt.

Fyrir hvern?
Vinnustofan er ætluð þeim sem þekkja og hafa unnið í Moodle.