Nútímalegar kennslustofur

Innleiðing nýrrar tækni og kennsluhátta á sér stað í fjölmörgum skólum og hér á eftir getið þið lesið um nokkra skóla í Bandaríkjunum og frá Norðurlöndunum sem skara fram úr með óhefðbundnum leiðum tækni og nýjunga.
Margar góðar hugmyndir á ferðinni og skemmtilegt skólaumhverfi.

Star School 

Navajo eru stærsti viðurkenndi hópur frumbyggja í Bandaríkjunum.

*Navajo börnin eru 99% nemenda skólans en þetta er fyrsti skólinn í Bandaríkjunum sem fær alla sína orku frá sólinni. Nemendur rækta sinn eigin mat í gróðurhúsum skólans, læra heimilisfræði og þróa lausnir fyrir svæðisbundin  vandamál eins og skítugt drykkjavatn. Skólastjórinn bendir á, að með því að takast á við almennan hagsmunavanda íbúa í samfélaginu, eigi sér stað nám sem gagnist nemendum og það er það sem geri þá
farsæla. Nemendur læra einnig 4 gildi sem nefnast “The 4 Rs” og koma frá menningu Navajo en gildin eru:
Virðing (e. respect), tengsl (e. relationship,  ábyrgð (e. responsibility) og tilleiðsla (e. reasoning). Útkoman er að t.d. hefur ofbeldi hefur ekki átt sér stað á milli nemenda
í 6 ár og einelti er sjaldgæft.
*Navajo eru stærsti viðurkenndi hópur frumbyggja í Bandaríkjunum.

Brightworks School

Hættulegi skólinn!Skólinn sem kennir hættulega! Stofnaður af hugsjónamanninum Gever Tulley árið 2011. Skólinn semur kennslukrá og hannar umhverfi sem foreldrar myndu forða börnum sínum frá. Nemendur skíta sig út, leika með eld, taka í sundur heimilistæki og klára verkefni í listum allt á sama deginum. Nemendum er boðið að vera samstarfsmenn og höfundar í eigin menntun. Nemendum er hrósað og stutt er við alla nemendur því hver nemandi er einstakur með hæfileika, áhuga og drifkraft á mismunandi stigi sem keyrir þá áfram. Skólinn er í stóru vöruhúsi þar sem finna má fullt af listmunum, virki og drama uppstillingar, sem notað er til þess að virkja sköpunargleði nemenda. Stjórnendur skólans segja að heiminn vanti fleiri einstaklinga sem líta á erfiðar áskoranir sem áhugaverð púsl og hafi getu, hæfileika og þrautseigju til þess að takast á við breytingar og láta hluti gerast.

E3 Civic High School

civic high.jpg

Skólinn fær E3 nafnið út frá stefnu skólans sem er: Þátttaka (e. engage), menntun (e. educate) og styrkur (e. empower). Skólinn er stofnaður í þágu barna frá fjölskyldum með lítið fjárhagslegt öryggi til að þau hafi aðgang að tækjum og tækni sem þau komast ekki í heima hjá sér. Skólinn er staðsettur á bókasafni borgarinnar og er mikið lagt í hönnun með áherslu á samvinnu. Þeir sem ætla á bókasafnið, sjá á leið sinni skólastofurnar þar sem allt er gagnsætt í umhverfinu með glerveggjum og hreyfanlegum skilrúmum. Setustofan inniheldur þægileg húsgögn, gagnvirkan vegg sem hægt er að skrifa á og/eða hengja upp verkefni. Lýsingin er stillanleg og í miðsvæðis er stigi sem oft er notaður við samstarfsverkefni. Allar skólastofur hafa færanleg húsgögn til þess að auðelda samvinnu. Þau hafa óhindraðan aðgang að gögnum til rannsókna og fá stuðning og aðstoð við að sækja um nám erlendis. Byggt er á efniskönnunaraðferðinni (e. project-based instruction). Þetta er aðferð sem miðar að því að nemendur vinni verkefni sem eru sem mest tengd raunveruleikanum. Verkefnin eru oft þverfagleg, taka lengri tíma og eru einstaklingsmiðuð. Mikilvægast er að nemendur hafi gaman að ferlinu, það sé hvetjandi og krefjandi, enda eiga þau þátt í að velja sér verkefnin sjálf. Nemendur eiga svo að skipuleggja, framkvæma og meta verkefnin.

 

Alliance School

alliance-school-milwaukee-wi-the-school-that-wants-to-stop-bullying

Skólinn er byggður á hugmyndafræði gegn einelti. Fjórðungur nemenda eru með einhverja fötlun, helmingur nemenda er transfólk og 75% nemenda koma frá efnaminni fjölskyldum. Skólinn þrífst á opnum huga og virðingu. Fjölmargar rannsóknir benda á að einelti hefur áhrif á námsárangur þolenda. Skólastjórinn vill gera allt í sínu valdi til þess að þetta gerist ekki í skólanum sem kennir í anda skóla án aðgreiningar og er hópvinnu mikið notuð við verkefnavinnu auk þess sem nemendur fara í nærliggjandi skóla og fræða aðra um einelti. Skólinn notar uppbyggjandi aðferðir, reglur gegn einelti, uppbyggingu samfélags og þjónustunám til þess að byggja samfélag þar sem allir nemendur finna fyrir hlýju og öryggi og allir fá sömu móttökur. Mottó skólans er “Vertu þú sjálfur. Fáðu frábæra menntun.”

AltSchool

altschool-san-francisco-ca-the-school-of-silicon-valley

Skólinn er ólíkur hefðbundnum skólum en nýjasta tækni er kynnt nemendum reglulega svo þeir geti auðveldlega vanist nýjungum og sveigjanlegum vinnubrögðum. Nemendur læra að breyta hinum og þessum hlutum í rásaspjöld og nota 3D prentara til þess að búa til leikföng. Nemendur eiga að læra að leysa vandamál, vinna saman og læra á tilfinningar sínar og að þeir séu þátttakendur í markmiðasetningu þeirra sjálfra og skólans.

 High Tech High

high-tech-high-san-diego-ca-the-school-that-creates-entrepreneurs

Nemendur stýra sjálfir ferðinni í skólanum þegar kemur að stórum verkefnum sem geta orðið að raunverulegum viðskiptahugmyndum. Efnafræðikennarinn segir að skólinn leggi áherslu á raunveruleg verkefni því það búi nemendur undir það sem koma skal, í stað þess að leggja á minnið atriði úr bókum. Hann vill að nemendur læri samskipti við fullorðna og samfélagið við námið. Stærsta verkefnið hingað til heitir “Wicked soap company.” Nemendur búa til sápuna og gera viðskiptaáætlun til þess að dreifa og selja sápuna á markaði. Allur gróði fer til skólans eða er gefinn til góðgerðarstofnana sem nemendur velja sjálfir.

 York School

york-school-monterey-ca-the-school-with-8020-time

Skólinn stýrir nemendum sínum að 80%  hluta í venjulegt skólastarf, en 20% tími er gefinn nemendum til að velja sér verkefni sem þeir hafa áhuga á. Útkoman er námssamfélag þar sem nemendur hafa t.d. útbúið eigin sjónvarpsstöð eða endurvinnslu á hlutum sem ýtir undir sjálfbæra neysluhyggju. Ef nemendum er gefið tækifæri til þess að spreyta sig og nota sköpunargáfuna þá hætta þeir að reyna að leysa verkefni með reikniformúlum. Í staðinn byrja nemendur að hugsa út í hönnun, virkni, mikilvægi og fagurfræði. „Það sem við höfum aðallega áhyggjur af, er aukin neysla ungmenna og við viljum með þessu gera nemendur sjálfstæða svo þeir geti sjálfir skapað, hannað og útbúið það sem þeir þurfa.”

Ørestad gymnasium

restad-gymnasium-copenhagen-denmark-the-school-in-a-cube

Skólinn er kallaður “The school in the cube.” Skólinn er eitt opið svæði þar sem fleiri en 1.100 nemar eyða helming skóladags á einum stórum stað og forðast hefðbundna kennslu. Með því að hvetja nemendur til þess að læra á stóru opnu svæði vonast skólinn til þess að nemendur læri að vera sveigjanleg og takast á við fjölbreytta hluti síðar í lífinu. Skólastjórinn vill að nemendur læri að rannsaka og vinna með öðrum í raunverulegum verkefnum. Skólinn er opinn og í góðum tengslum við heiminn fyrir utan skólastofuna. Nemendur eru hvattir til þess að taka virkan þátt í menntun sinni. Þeim er skipt í hópa og vinna í margbreytilegu umhverfi og stundum með kennara til þess að leiðbeina þeim. Hreyfanlegir veggir og bókahillur gera svæðið hlýlegt. Það er ekki nóg að gefa nemendum þekkingu, það þarf líka að gefa nemendum aðferðir og leiðir til þess að nota þekkinguna úti í lífinu.

Leikskólinn Egalia

egalia-pre-school-stockholm-sweden-the-school-without-gender

Leikskólinn Egalia í Svíþjóð er skóli án kynjaaðgreiningar. Það þýðir að allir eru jafnir og ekki aðgreindir með orðum eins og “hún” eða “hann”. Með þessu er nemendum kennt að allir eru eins. Nemendur eru nefndir með nafni eða sagt “þau.” Með þessu er verið að koma í veg fyrir mismunun. Börnin læra að dæma hvert annað á gjörðum frekar en staðalímynd. Skólastjórinn segir að mikilvægt sé að börnin læri grunngildi lýðræðis með athöfnum, þátttöku og umræðu svo þau verði góðir borgarar sem gera ekki upp á milli fólks. Með góðu sjálfstrausti geta nemendur byrjað að læra og þroskast.

 Steve Jobs School

steve-jobs-school-amsterdam-the-netherlands-the-school-that-thinks-different

Eins og nafnið gefur til kynna er hefðbundna skólasniðinu hafnað. Í staðinn fyrir að nemendur læri allir það sama, þá læra þeir á þeirra eigin hátt. Hver nemandi byrjar með einstaklingsmiðaða kennsluáætlun sem er metin og breytt eftir þörfum á sex vikna fresti. Nemandinn tekur þátt í þeim breytingum sem og foreldrar og þjálfari en skólinn notar ekki orðið “kennari.” Nemendur fá valmöguleika um námsleiðir til þess að velja það sem hentar persónueiginleikum þeirra. Í 4. – 12. bekk fær hver nemandi spjaldtölvu með smáforritum sem aðstoða þau við að þróa þeirra einstaklingsbundna nám. Markmiðið er að nemendur hanni eigin menntun. Skólastjórinn segir að enginn nemandi sé undantekning því öll börn vinni á eigin hraða.

Fjölbreytt umhverfi skiptir máli

Það var mjög gaman að skoða þessar fjölbreyttu áherslur og vilja fólks til þess að leyfa öllum nemendum að blómstra á sinn hátt. Við erum lík á margan hátt en á sama tíma rosalega ólík og því engin ein leið rétt. Því fjölbreyttara umhverfi og því meira val sem er í boði fyrir nemendur því betra tel ég það vera fyrir einstaklinginn og þroska hans. Það er vissulega erfitt að gera öllum til geðs en með fjölbreytni náum við til breiðari hóps og með opnum huga getum við fundið réttu leiðina fyrir hvern og einn.
Hér er hlekkur á greinina og hægt að lesa um fleiri skóla. Ég vill einnig benda ykkur á fallegan pistil sem er ritaður af pabba drengs, sem hefur lent í erfiðum raunum á skólagöngu sinni. Hann vill benda foreldrum á að Það er á okkar ábyrgð að kenna börnum okkar gildi. Hvað er rétt og hvað er rangt. Hann segir það vera okkar ábyrgð að kenna börnum okkar að setja sig í spor annarra. Gullkorn greinarinnar hljómar svona: Kennið hvort öðru samkennd og væntumþykju og skilning á því sem er öðruvísi.

Reynum að vera góð fyrirmynd því börnin læra það sem fyrir þeim er haft!

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.