Nýr hönnunarstaðall HÍ

Í tilefni af nýrri heildarstefnu HÍ og 110 ára afmæli skólans hefur útliti alls kynningarefnis verið breytt og samstímis hafa verið gerðar breytingar á myndmerki skólans. Enn er hið kunnuglega andlit mennta- og viskugyðjunnar Pallas Aþenu í öndvegi en drættir hafa hins vegar verið einfaldaðir til að falla betur að stafrænni miðlun sem er orðin helsta birtingin á merkinu og nær öllu kynningarefni skólans. Nýja merkið sækir fyrirmynd í upprunalegt merki skólans frá 1970 en andlitið er nær óbreytt frá þeirri útgáfu myndmerkisins sem innleidd var í kringum 2010.

 

 

Nýr hönnunarstaðall – honnun.hi.is

Hönnunarstaðall HÍ geymir reglur og dæmi um hönnun alls efnis sem snerta kynningu á starfi skólans.Staðallinn geymir einnig sniðskjöl sem einfalda vinnu allra sem koma að hönnun kynningarefnis fyrir skólann, hvort sem það er fyrir prentmiðla, stafræna miðla eða annan vettvang. Staðallinn tók gildi hinn 1. október síðastliðinn.

Starfsfólki er sérstaklega bent á lógó HÍ, slæðusniðmát og undirskriftir í tölvupósti.

Öll sem útbúa kynningarefni í nafni skólans eða eininga innan hans þurfa að fylgja staðlinum.  

Einingar og deildir innan Menntavísindasviðs geta óskað eftir kynningu á nýjum hönnunarstaðli með því að senda póst á ingunney[hja]hi.is

Til viðbótar við leiðbeiningar að ofan fyrir undirskrift þá sést hér fyrir neðan hvernig þið setjið inn mynd (lógó) og nýja leturgerð eftir að hafa sótt Jost leturgerðina.

Veljið File > Options > Mail > Signatures og skoðið svo myndirnar hér fyrir neðan.