Office365 fyrir kennara og nemendur

Með Office365 erum við með eitt sameiginlegt samskiptakerfi fyrir alla notendur HÍ. Með því að allir nota sama samskiptakerfið þá verða ýmis verk mun auðveldari en áður, til dæmis boðun funda og deiling skjala.  Outlook heldur utan um tölvupóst, dagbók, fundarbókanir og tengiliði, Teams er meðal annars notað til að spjalla og halda fjarfundi á meðan unnnið er með sameiginleg skjöl sem mun gera öll samskipti og teymisvinnu auðveldari og skemmtilegri. OneDrive geymir skjöl og gerir deilingu á þeim einfalda. Þar fyrir utan fylgir Office365 pakkanum fjöldinn allur af öðrum hugbúnaði og má þar kannski helst nefna Word, Excel, PowerPoint, OneNote og SharePoint.

Þessa dagana er verið að útbúa leiðbeiningar sem eru sérsniðnar að Háskólanum, eins og til dæmis hvernig á að setja HÍ póstinn upp í síma, hvernig deila má gögnum með samstarfsfélögum og svo framvegis. Þessar leiðbeiningar verða aðgengilegar á vefsíðu UTS.  Þar fyrir utan eru til ítarlegar leiðbeiningar á vef Office365 um notkun á þeim hugbúnaði sem er í boði. Hér er tengill að leiðbeiningum á ensku.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.