Með því að sækja Pro Word Cloud viðbót (Add-in) í ritvinnsluforritið Word er hægt að búa til skemmtileg orðaský úr völdum orðum.
Opnið Word og byrjið á því að rita texta. Veljið Insert > Store og ritið í Search reitinn Pro Word Cloud. Veljið Add og þá bætist valmyndin við. Veljið textann og smellið á hnappinn Create Word Cloud. Nú getið þið prófað ykkur áfram með því að breyta letri, sniðmáti ofl. Hægri smellið á myndina (orðaskýið) og veljið Copy og smellið í ritvinnsluskjalið og veljið Paste til þess að líma myndina inn í skjalið. Næst þegar þið ætlið að nota smáforritið er nóg að velja Insert > My Add-ins.

Að búa til orðaský í Word
Hér er vefsíða sem býður upp á orðaský með fleiri sniðmöguleikum og hér eru átta aðrir möguleikar í boði.