Padlet

Menntavísindasvið hefur keypt Padlet leyfi fyrir kennara innan MVS. Þeir sem hafa áhuga á að nota forritið í kennslu geta sent beiðni til mín um aðgang. Þetta eru kennaraleyfi og nemendur eru því ekki með sérstakt notendanafn fyrir aðgang. Einfaldast er því að senda slóð á upplýsingavegginn/padlet-ið og lykilorð sem nemendur nota sem aðgang. Ef þið lendið í tæknilegum vandræðum þá getið þið sent vefpóst á hello@padlet.com.

Kristín Jónsdóttir hefur þetta að segja um notkun forritsins:

Ég hef notað Padlet í kennaranámi til að nemendur í námskeiði kynni sig með stuttum texta og mynd; til að safna saman niðurstöðum nokkurra hópa úr hópavinnu; til að nemendur kynni hugmyndir sem svo er valið úr; og til að safna saman forvitnilegu efni (textum, slóðum, myndum og myndskeiðum) um tiltekið viðfangsefni. Allt hefur virkað vel og þægilega. Nemendur læra í leiðinni um möguleika á að nota Padlet í grunnskólakennslu.
AtH að Microsoft Edge og Safari styðja ekki við upptöku á hljóð og mynd.

now that Microsoft Edge and Safari do not support audio and video recording

Svava Pétursdóttir gerði frábært myndskeið sem útskýrir notagildi forritsins J

Menntaskólinn við Sund notar Padlet til að útbúa skemmtilegan upplýsingavegg fyrir námsráðgjöf skólans.