Vinnutölvan í hörku formi

Förum vel með vinnuvélar okkar með því að fylgjast með eftirfarandi atriðum og auka þannig gæði og líftíma:

Óværur

Windows stýrikerfi koma með innbyggðum eldvegg (Windows firewall) sem er mikilvægt að hafa alltaf í gangi og rétt stilltan.  Einnig er mikilvægt að stilla tölvuna þannig að hún sæki reglulega nýjustu uppfærslur fyrir stýrikerfið. Athugið vírusvörn tölvunnar og gætið þess að hún uppfæri sig reglulega. Þó svo að maður geti aldrei verið 100% varinn gagnvart netárásum og eða vírusum þá eru þessi atriði mikilvæg. Aldrei smella á hlekki frá ókunnugum eða opna skjöl sem þið þekkið ekki og eigið ekki von á. Sama gildir um persónulegar upplýsingar og lykilorð sem ekki á að gefa upp í gegnum vefpóst.

Læsa tölvu með lykilorði

Læið tölvunni með lykilorði og gætið þess að vafrinn sé stilltur þannig að hann geymi
ekki lykilorð sjálfkrafa. Ef fleiri en einn eru að nota sömu tölvu er hægt að setja upp
aðgang fyrir hvern og einn og stilla hann þannig að hver notandi hafi ekki aðgang að
gögnum annarra notenda.

Passaðu að fartölvan ofhitni ekki

Mikilvægt er að það lofti vel um tölvuna svo hún ofhitni ekki. Gættu þess að ekki sé lokað fyrir loftristar (bækur eða annað liggi ekki þétt við loftristar) en best er að vera ávallt með tölvuna á hörðu yfirborði. Ef tölvan er notuð mikið í rykmettuðu umhverfi t.d. í svefnherbergjum er mikilvægt að láta rykhreinsa hana í það minsta einu sinni á ári. Ef loftristar stíflast vegna loftleysis eða ryks er hætt við að örgjörvinn og aðrir íhlutir geti ofhitnað og eyðilagst.

Taktu öryggisafrit af mikilvægum gögnum

Taktu reglulega afrit af gögnunum þínum. Gögnin eru geymd á harða diskinum og það
getur verið kostnaðarsamt að bjarga þeim af biluðum diski. Fjölbreyttar lausnir eru í boði varðandi gagnageymslu í skýinu og allir starfsmenn og nemendur hafa aðgang að OneDrive
af www.office365.hi.is ykkur að kostnaðarlausu. Aðrar lausnir eru Google Drive og
Dropbox. Fyrir þá sem vilja hafa gögnin nær sér þá er hægt að kaupa flakkara í næstu tölvuverslun.

Ferðalög

Best er að slökkva á fartölvu eða svæfa hana (sleep/hibernate) þegar þú ert
að ferðast með hana á milli staða. Mun minni líkur eru á að harði diskurinn verði fyrir tjóni vegna höggs eða hristings ef slökkt er á tölvunni.

Save

Save

Save

Skólastofa 21. aldar

Það tókst!

Nú eru flest öll húsgögnin komin í H-207 og það á síðustu stundu en þau komu í síðustu viku og átti þá eftir að skrúfa allt saman. Okkur Birni Auðunni Magnússyni tókst að koma fyrir
138 sætum seint á föstudaginn svo hægt væri að nota stofuna á nýnemadaginn. Mig
langar því að þakka honum og Unnari F. Bjarnasyni fyrir skjót viðbrögð, en Unnar sendi
til okkar frábæra menn sem kláruðu verkið á einum degi. Við eigum eftir að fá kennaraborð
og hópvinnuborð sem hægt er að standa við og ættu þau að koma í september. Uppröðun
í stofunni er ekki eins og hún mun koma til með að vera, en fljótlega mun skólastofan vera
sett upp svipað og þið sjáið hér á fyrstu mynd. Undir lok september verður ykkur kennt
betur á nýju tækin og þið þurfið engar áhyggjur að hafa því tölvan og tjaldið verða áfram
á sínum stað næstu mánuði og jafnvel lengur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Að stofna nýtt námskeið á Moodle

Að stofna Moodle námskeiðsvef

Opnið námskeið ykkar á Uglu. Í blokkinni Aðgerðir smellið á Allar aðgerðir og veljið Stofna moodle vef fyrir námskeið. Athugið að eftir að þið stofnið námskeið þá getur það tekið eina klukkustund þar til nýji vefurinn birtist. Ef færa á gamalt námskeið yfir á nýtt þarf að opna gamla vefinn, vera í ritunarham og velja Afrita úr stillingunum úr valmyndinni vinstra megin í glugganum. Þegar þið hafið farið í gegnum afritunina þá opnið þið nýja vefinn og breytið í ritunarham og veljið Endurheimta úr stillingunum vinstra megin í glugganum. Í síðasta skrefinu veljið þið skrána sem var afrituð af gamla vef og smellið á Endurheimta  

Til þess að fá ítarlegri leiðbeiningar vinsamlegast farið á leiðbeiningavef Moodle. Til þess að nota vefinn þurfa kennarar innan HÍ að innrita sig sem nemendur með því að smella á hnappinn Innritaðu mig  og nota Uglu notandanafn og lykilorð. Notendur utan HÍ skrá sig inn með notandanafninu gestir og lykilorðið er gestur (smelltu hér til að sjá leiðbeiningar).

 

Save

Save

Save

Spurningalisti með Office365 Forms

Hér getið þið séð hvernig hægt er að útbúa spurningalista á auðveldan hátt með Forms á vefsvæði Office365.hi.is. Svörin eru svo geymd í töflureikni Excel og svör þátttakenda er hægt að skoða á myndrænan hátt. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar fyrir byrjendur.


 Svona lítur þetta út fyrir notendur:

 

 

 

 

 

 

Svona lítur þetta út þegar svörin eru komin í Excel:

 

 

 

 

 

 

Opnið Forms og skoðið niðurstöður á myndrænan hátt:

 

Save

Save

Orðaský með ritvinnsluforritinu Word

Með því að sækja Pro Word Cloud viðbót (Add-in) í ritvinnsluforritið Word er hægt að búa til skemmtileg orðaský úr völdum orðum.

Opnið Word og byrjið á því að rita texta. Veljið Insert > Store og ritið í Search reitinn Pro Word Cloud. Veljið Add og þá bætist valmyndin við. Veljið textann og smellið á hnappinn Create Word Cloud. Nú getið þið prófað ykkur áfram með því að breyta letri, sniðmáti ofl. Hægri smellið á myndina (orðaskýið) og veljið Copy og smellið í ritvinnsluskjalið og veljið Paste til þess að líma myndina inn í skjalið. Næst þegar þið ætlið að nota smáforritið er nóg að velja Insert > My Add-ins.

Orðaský búið til í Word

Að búa til orðaský í Word

Hér er vefsíða sem býður upp á orðaský með fleiri sniðmöguleikum og hér eru átta aðrir möguleikar í boði.

Save

Save

Save

Save

Save

Auknar tölvuárásir – hvað ber að varast!

Nokkrir starfsmenn hafa leitað til mín undanfarið vegna tölvuárása. Það er því full ástæða, eins og ávallt að vera vel á verði ef þið fáið tölvupóst frá sendanda sem þið þekkið ekki.

Nýjasta leiðin er að senda Powerpointskjal í tölvupósti. Það gerist ekkert við það að opna skjalið en ef bendillinn er settur yfir ákveðið svæði í skjalinu þá komið þið í gang afbrigði af spilliforriti. Ef þið opnið skjalið birtast skilaboð á skjánum. Ef bendillinn er færður yfir þessi skilaboð þá er búið að koma óværunni fyrir í tölvunni. Meðal þeirra orða sem tölvuþrjótarnir hafa notað í texta með tölvupóstsendingum eru: Purchase Order #130527 og Confirmation.

Varist einnig vefveiðar (e. phishing), þar sem þið eruð beðin um að smella á hlekk til þess að auka geymslupláss ykkar. Þessir óprúttnu aðilar eru að blekkja fólk með skilaboðum í tölvupósti sem líta út eins og þau séu frá lögmætum fyrirtækjum. Markmið þeirra er að fá þig til að smella á slóð og fylla út form með upplýsingum ykkar, hlaða niður hugbúnaði fjársvikara eða opna viðhengi. Þannig komast þessir aðilar yfir upplýsingar eða fjármuni. Þið getið verið beðin um upplýsingar á borð við notandanafn og lykilorð, bankareikningsupplýsingar, leyninúmer bankareikninga, greiðslukortanúmer, CVC númer og fleira viðkvæmt. Svikarinn notar svo gögnin til að villa á sér heimildir í samskiptum við vefverslanir, banka og aðra þjónustuaðila. Þetta kallast kennistuldur (e. identity theft). Skilaboðin geta virst vera frá Háskóla Íslands þar sem óskað er eftir því að spurningum er lúta að öryggisupplýsingum sé svarað. Ef þið fallið fyrir slíku þá þarf að breyta lykilorði/um eins skjótt og hægt er. Skoðið ávallt veffang sendanda og hafið samband við stofnunina ef þið eruð í vafa.

 

 

Save

Save

Mikilvægi forvarna – þráðlaus örbylgjugeislun & skjátími

Fyrsta ráðstefnan um þráðlausa örbylgjugeislun, börn og skjátíma var haldin þann 24. febrúar 2017 af Félagi foreldra leikskólabarna í Reykjavík (FFLR).

Skjátími er nokkuð nýtt hugtak og er heildartími sem einhver notar skjá.
Mikill vöxtur hefur orðið í notkun jafnvel mjög ungra barna sem og unglinga á
snjalltækjum og spjaldtölvum
á undanförnum árum sem hefur aukið ört þann tíma sem börn nota skjái og flest ef ekki öll snjalltæki nota þráðlausa nettengingu af einhverju tagi.

Þetta var ekki bara fyrsta ráðstefna á landsvísu með þessum viðfangsefnum heldur á heimsvísu og því spennandi að fá að hlusta á rannsóknir og viðvaranir sérfræðinga í þessu fagi. FFLR hefur verið að fylgjast með nýjustu rannsóknum og umfjöllun alþjóðavísindasamfélagsins á viðfangsefninu og segja það mýtu að vísindaheimurinn sé sammála um skaðsemi eða skaðleysi þráðlausrar
geislunar.

Lönd víðs vegar um heiminn eru farin að að grípa til aðgerða sem eiga að vernda börn gegn of mikilli þráðlausri geislun sérstaklega í skólaumhverfinu. Margir líta svo á að næg gögn séu komin fram til að beita varkárnilögmálinu þegar börn, unglingar og viðkvæmir eru annars vegar. Árið 2015 sendu t.a.m. yfir 200 sérfræðingar í ójónaðri geislun áskorun á Sameinuðu þjóðirnar þar sem kallað var eftir verndun almennings gegn geislun: International Scientist Appeal on Electromagnetic Fields

Ræðumenn og það helsta sem þeir höfðu fram að færa

Dr. Robert Morris, MD, Phd í umhverfisverkfræði og meistaragráða í lífmælingum.

Hann segist vera nýliði í að skoða geislun og áhrif hennar á börn og fullorðna og að hann hafi komið að málefninu fullur efasemda. Það hafi hins vegar breyst þegar hann hafði kynnt sér rannsóknir sem til eru. Rottur séu oft notaðar í rannsóknum og slíkt hafi verið gert í NTP rannsókninni en viðbrögð fjölmiðla voru að fólk væri ekki rottur sem er mjög ólíkt viðbrögðum hvað varðar aðrar rannsóknir þar sem það þykir skotheld vísbending ef stór rotturannsókn sýni sömu áhrif og faraldsfræðilegar. Þetta sé staðan í dag með örbylgjugeislun. Hann tengir þetta við það þegar enginn trúði því að reykingar væru skaðlegar en þegar krabbamein jókst var fyrst farið að taka mark á viðvörunum og rannsóknum.
Hér er hægt að skoða umfjöllun um niðurstöður NTP rannsóknarinnar.
Þessi rannsókn er talin mjög mikilvæg þar sem hún sýnir að þráðlaus
örbylgjugeislun getur valdið krabbameini og DNA skemmdum þrátt fyrir að skaðleg hitunaráhrif örbylgjunnar séu ekki til staðar.
Hér er fjallað um óútskýrða aukningu í krabbameinum m.a ungmenna 15 til 19 ára. Dr. Morris benti á rannsókn gerða af Chou  og Foster et al, 2014 þar sem efast var um að geislun gengi dýpra í heila barna en þeir
túlkuðu niðurstöður á misvísandi og villandi hátt. Segir hann það gert til þess að afvegaleiða
almenning.
Hér er gagnrýnin á Chou og Foster en samkvæmt rannsóknum nær geislun dýpra í barnsheila og líkamann en fullorðinna, börnin því viðkvæmari. Þráðlaust tengd spjaldtölva eða fartölva geislar kjöltu barns, farsími heilann. Frakkland, Belgía,Taiwan, Kýpur og Ísrael hafa þegar sett lög og reglugerðir sem vernda börn. Hér er listi yfir aðgerðir annara landa. Fleiri aðgerðir eru að koma í kjölfar NTP rannsóknarinnar t.d hjá Maryland fylki í USA og einnig gáfu
bandarísku barnalæknasamtökin út nýja ályktun um börn og farsímageislun. Dr. Morris var stórorður en hann sagði m.a.:

„Við þurfum að haga okkur eins & fullorðið fólk & vernda börnin okkar,“
“endurvarpsstöðvar eða möstur eiga ekki heima við eða ofan á skólum,”
“þráðlausar tölvur eiga ekki heima í fanginu okkar.“

Björn Hjálmarsson, barnalæknir og MA í heilbrigðis- og lífsiðfræði og starfsmaður BUGL.

Benti á þá staðreynd að börnin okkar eru þátttakendur í stærstu tilraun
mannkynss
ögunnar
og að foreldrar í því samhengi væri hægt að kalla stafræna innflytjendur.
Hann segist sammála Morris og benti á að hann hafi ekki verið að grínast þegar hann sagði að skjárinn er heróín fyrir ungviðið en orsakir einkenna eru þau sömu og við notkun amfetamíns. Björn er að sjá þessi einkenni og afleiðingar við störf sín á BUGL en hann hefur nefnt þetta Rafrænt skjáheilkenni. Meðferðin við þessu byggist á þriggja vikna skjáföstu. Eftir að hann byrjaði að skoða lengd skjátíma barna og unglinga og hvenær börnin fengu tækin fyrst í hendurnar þá hefur hann séð samhengi í tengslum við hvenær svefnleysi og pirringur byrjar hjá sömu einstaklingum. Við erum öll misviðkvæm fyrir tækninni en bláa ljós skjásins minnkar melatónín sem hefur slæm áhrif á svefn.

Samhliða vaxandi skjátíma hafa eftirtalin vandamál aukist:

 • Vaxandi svefnlyfjanotkun barna og unglinga
 • Offitufaraldur meðal barna og unglinga
 • Lækkandi greindarvísitala barna og unglinga (Dunckley, 2015)
 • Vaxandi álagsverkir frá stoðkerfi
 • Vaxandi netávani og netfíkn
 • Vítahringur frávika í taugaþroska, skertrar félagsfærni og flótti yfir í netheima

Hann bendir á góð rök fyrir því að banna snjalltæki barna fyrir 12 ára og yngri:

 • Hraður heilavöxtur í börnum og vísbendingar um að skjánotkun trufli heilaþroska
 • Þar sem hreyfing örvar heilaþroska getur allt það sem dregur úr hreyfingu hægt á heilaþroska
 • Faraldur offitu í börnum og unglingum
 • Faraldur svefnröskunar í börnum
 • Geðræn veikindi sem tengjast óhóflegum skjátíma
 • Vaxandi árásarhegðun barna og unglinga
 • Skerðing á vitrænni færni (námsgetu)
 • Hætta á tölvufíkn
 • Rafsegulbylgjur eru mögulegur krabbameinsvaldur skv. IARC flokkun WHO,
 • Vaxandi notkun snjalltækja er ekki sjálfbær þróun (verri sjón, stoðkerfisvandamál, erfiðara skap, hreyfingarleysi, athyglisbrestur, kvíði, þunglyndi o.s.frv.

Prófessor Lennart Hardell, Örebro háskóli í Svíþjóð, rannsóknarprófessor IARC 2011 á
rafsegulsviði/þráðlausri örbylgjugeislun (RF-EMF) tengt heilaæxlum.

Hardell segir það tvöfalda áhættu ef snjallsími er notaður í 30-60 mínútur hvern dag. Mest hætta er eftir notkun í 10-15 ár en það tekur langan tíma að fá niðurstöður. Hann segir áhættuna hækka með árunum og því meira sem talað er í símann án þess að nota handfrjálsan búnað því meiri áhætta. Samkvæmt rannsóknum hans frá 2007 hefur orðið mikil fjölgun á greiningu heilakrabba
og skjaldkirtils- og eitlakrabbameini fólks á aldrinum 20-39 ára.

Fólk sem notaði snjalltækin meira og fékk heilaæxli lést af völdum æxlisins skjótar. Þetta sjaldgæfa heilakrabbamein hefur aukist og hann segir börn í mikilli hættu þar sem þau eru að þroskast og bæði skinn og bein þynnri, haus minni og fara því geislar yfir stærra svæði.

D. Leszczynski, PhD, D.Sc. starfaði við geislavarnir Finnlands, STUK, í 22 ár og er
rannsóknarprófessor IARC 2011.

IARC er ráð alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem flokkar krabbameinsáhættu. Árið 2011 var þráðlaus geislun sem stafar frá þráðlausum tækjum flokkuð mögulega krabbameinsvaldandi eða í flokk 2b, vegna rannsókna sem þá voru komnar fram. Í dag eru komnar fram fleiri rannsóknir sem styðja hærri flokkun. Stundum er reynt að rýra mikilvægi flokkunar IARC með því að minnast á súrar gúrkur. IARC hefur einnig flokkað ákveðnar súrar asískar gúrkur í sama flokk, 2b, vegna
áhættu á magakrabbameini, sem er alvarlegt mál. D. Leszczynski segist ekki geta fullyrt að þráðlaust net frá netbeini (e. router) sé hættulegt en vísbendingar vísa í þá átt að það sé ekki hættulaust. Manneskjan er seig og því koma áhrifin ekki samstundis. Rannsóknir á áhrifum farsíma og þráðlauss nets eru allar gerðar eftir að tæknin kom á markað og það er ekki langt síðan í samhengi um áhrif á heilsu. Hann telur snjallsíma hættulegri en netbeinir og gsm endurvarpsstöð enda eru komnar fram rannsóknir sem styðja það. Snjalltæki er hættulegra ef það er tengt þráðlausu neti og ef langt er í endurvarpsstöð því þá þarf tækið að nota meira afl til þess að tengjast og þar með veldur það meiri geislun. Hægt er að sjá styrkinn í snjalltækinu, ef aðeins tvær súlur eru skyggðar þá er það hættulegra en ef allar súlurnar eru skyggðar. WirlessNetworkHann bendir á að það sé gáfulegra að fyrirbyggja með því að nota kapaltengingu í skólum auk þess sem það er sneggri og áreiðanlegri tenging. Hann sagði frá amerískri rannsókn frá 2016 sem var gerð af NTP (National Toxicology Program USA), þar sem geislaði (e. mobile radiation) hópurinn fékk krabbamein en ekki
viðmiðunarhópurinn. D. Leszczynski segist ekki vita hvaða áhrif það mun hafa að geislunin geti valdið DNA skemmdun en á bloggi sýnu segir hann að NTP rannsóknin styrki IARC flokkun 2a
“probable health risk” sem er hærri flokkun en 2b IARC 2011.
Eins sagði hann í fyrirlestri frá rannsókn frá árinu 2015 þar sem kom í ljós vísbending um auknar líkur á heilakrabba, auk áhrifa á minni eða Schoeni et al. 2015 – 439 cases, ný rannsókn CERENAT sýnir einnig tengsl við heilakrabba sem og Grell et al 2016. Hann lagði áherslu á að það þurfi að vera EHS staðall (e. electro-hypersensitivity) þar sem til eru einstaklingar með raf-ofnæmi sem eru viðkvæmir fyrir hvers konar geislun. Algeng viðbrögð eru svimi, einbeitingaskortur, aukinn
hjartsláttur, höfuðverkur, ógleði, augnvandamál ofl. Frá húð eru einkenni roði, brunatilfinning lík
sólbruna og útbrot. Áhugavert er að bera þetta saman við vanlíðan Icelandair starfsfólks eftir að þráðlaust net var sett í flugvélarnar. Þau sjúkdómseinkenni sem komið hafa upp hjá flugliðum Icelandair undanfarið eru meðal annars svimi, máttleysi, almenn vanlíðan og ógleði.
Á þessari vefsíðu er fjallað um raf-ofnæmi og ráðleggingar fyrir almenning.

Tarmo Koppel BSc, MA og doktorsnemi er sérfræðingur í greiningu rafsegulsviða og tók m.a. þátt í lagagerð Evrópusambandsins á rafsegulsviðum.

Koppel vill minnka þráðlausa geislun í skólum og á heimilum fólks og tók nokkrar mælingar í
Reykjavík á meðan hann var hér á landi. Hann sagði mikla geislamengun vera á Ingólfstorgi og varar fólki við að eyða þar löngum tíma. Hann varar við snjalltækjum og snjallsímum þar sem þau eru nær líkamanum. Hann segir að því minni netumferð sem er í gangi því minni geislun og í því sambandi er mun meiri mengun þegar verið er að streyma mynd og hljóði með tækjunum. Auk þessa er mjög slæmt að vera á þráðlausu neti eða nota blátönn (e. bluetooth) í bíl því þá eru allir í bílnum geislaðir þar sem grind bílsins
endurkastar örbylgjugeislunum um bílinn. Áður en sendar og endurvarpsstöðvar eru settar upp þarf að skoða slíkt frá mörgum hliðum og athuga að geislamengun hafi sem minnst áhrif á fólkið í kring. Þetta sé ekki alltaf haft í huga og getur haft slæmar afleiðingar fyrir þá sem er tímunum saman í kringum örbylgjugeislana, „We Fry“ (ísl. „Við steikjumst“) í stað „Wifi“ (ísl. „Þráðlaust net“).

Chris Rowan BScOT, BScBI, SIPT segir að fjölmiðlar vilji ekki koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri enda hagsmunir í húfi fyrir marga. 

Hún byrjaði á því að undirstrika það að þegar fólk pikkar inn skilaboð í snjallsíma við akstur þá er það að stofna sér og öðrum í meiri hættu en þegar keyrt er undir áhrifum. Samkvæmt rannsóknum
hennar þá hefur aukinn skjátími aukið tíðni geðsjúkdóma, aukið einkenni einhverfu og sett einn af hverjum 65 drengjum yfir eðlilega þyngd. Sjálfsvíg hafa tvöfaldast undanfarin fimm ár í Kanada og hvetur hún til útiveru, að eyða meiri tíma í náttúrunni, auka samvinnu og samskiptahæfileika barna og unglinga.
Ofbeldi í leikjum segir hún vera stórt vandamál sem veldur árásargirni. Það eru meiri hættur en það eru kostir og það þarf að setja strangar reglur um skjátíma. Hún segir foreldra ekki kunna að segja „Nei“ og afsökun þeirra sé oftar en ekki „en þeim finnst þetta svo gaman“.
Hún vill að foreldrar segi:

„Nei, þú mátt ekki vera (lengur) fyrir framan skjáinn því það mun skaða heilann sem er að þroskast og því það er skaðlegt heilsu þinni.“
Hún benti á að það var góð ástæða fyrir því að Steve Jobs hafði strangar reglur um skjátíma og börnin hans gengu í skóla sem notaði engar tölvur. Ástæðan sem hann gaf var sú að skjátími myndi hindra þroska, ímyndunar- og sköpunarkrafta þeirra. Glærur frá kynningu Rowan má finna hér auk þess sem hún heldur uppi vefsíðu með áhugaverðum upplýsingum.

Catherine Steinar-Adair, ed.D. Klínískur sálfræðingur.

Steinar-Adair er með sömu áherslur og Rowan hér fyrir ofan en bætir við að tölvunám ýti undir aðgerðaleysi þar sem nemandinn fær allt upp í hendurnar og þarf lítið að hugsa, hæfni minnkar og börnin verða fljótt háð tölvum. Hún bendir á að þetta er ekki skoðun hennar þar sem þetta sé byggt á fjölmörgum rannsóknum. Hún biður hvern og einn að skoða áhrif skjátíma betur og segir nóg að góðum ráðum til þess að fyrirbyggja slæm áhrif.
Kína er eitt af þeim löndum sem hafa breytt menntun í landinu og leggja nú áherslu á íþróttir, virkt nám og skyn- og hreyfigetu. Engar áherslur eru lengur á tækni við kennslu því Kínverjar hafa séð áhrifin á börnin.

Hún segir foreldra vera fyrirmyndir og geti oftar en ekki kennt sér um þar sem þeir taki jafnvel snjallsíma með sér á baðherbergið sem bendir til aðskilnaðarkvíða við símann og er ekki góð fyrirmynd fyrir börn sem eru að þroskast. Hún kallar það hreint og beint hörmungar að snjallsímar séu leyfðir í skólum því þeir steli greind barna og unglinga.

Ítarlegri upplýsingar

Youtube myndskeið
Dr. Robert Morris: https://youtu.be/IFKSkwmz83w
Dr. Dariusz Leszczynski: https://youtu.be/_5E3RWNkqu4
Prof. Lennart Hardell: https://youtu.be/QQyS2YzamyI
Tarmo Koppel: https://youtu.be/ZoWCu-QoIrg
Prof. Catherine Steiner-Adair: https://youtu.be/8I87-zxv70o
Dr. Björn Hjálmarsson: https://youtu.be/Dxoae68ZjyA
Cris Rowan – Part 1 of 2: https://youtu.be/Qcqn5o9nVw8

Cris Rowan – Part 2 of 2: https://youtu.be/I4od0MPGLz4

Betra námsgengi ef símar eru bannaðir í skólum
Áhrif síma á svefn og heilsu

Rannsóknir sýna slæm áhrif skjátíma á velferð barna og unglinga en Barnalæknasamtök Bandaríkjanna og í Kanada hafa gefið út viðmið um mesta æskilega skjátíma á sólarhring vegna þessa.

Nokkrir hlekkir sem fjalla um snjalltæki og nám:
Unga fólkið er háð snjalltækjum og hætt að leggja hluti á minnið, rithönd óskiljanleg
Afleiðingar eins og minnisvandamál, athyglisbrestur, svefnleysi

Ýmsir sérfræðingar telja að snjalltæki séu það ávandabindandi og skaðleg að á þeim ætti að vera viðvörun þar að lútandi.

Dr. Spitzer telur að notkun skjáa í leikskólum og grunnskólum geri börnin háð þessum tækjum og vill banna notkun snjalltækja í barnaskólum.

Rannsóknir hafa nú þegar sýnt að ávinningur og árangur kennslu með bókum er meiri en með tölvum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að tölva í kennslustofu getur haft truflandi og neikvæð áhrif bæði á nemandann og sessunauta hans:
http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/mbe.12028/abstract

http://psycnet.apa.org/?&fa=main.doiLanding&doi= 10.1037/0022-0663.94.1.145
http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0360131512002254

Skólar eyða miklum fjárhæðum í tæknina og segja upp kennurum þrátt fyrir ónóg gögn og rannsóknir um að þetta bæti hefðbundið nám.

Þegar börn sem lásu bækur voru borin saman við börn sem lesa rafrænar bækur kom í ljós að lesskilningur var ekki eins góður við lestur rafrænna bóka De Jong & Bus, 2002. (Masur, Flynn, og Eichorst, Parish-Morris, Hirsch-Pasek, Golinkoff og Collins).

Vísindamenn fylgdust með um milljón börnum í USA. Nemendur sem fengu tölvur í fimmta og áttunda bekk sýndu stöðuga afturför í lestri og stærðfræði skrifaði “The Economist”. Námsárangur féll og hélt áfram að falla eins lengi og fylgst var með börnunum, með tilkomu tölvunnar hvarf nánast námsgetan í lestri. 

 

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Tilboð til starfsmanna

Þráðlaus Bluetooth fjarstýring með laserbendli

Hentar kennurum einstaklega vel fyrir fundi/kennslu þar sem benda þarf á ýmis atriði á skjá eða skjávarpa. Fjarstýring er hönnuð með það í huga að vera auðveld í notkun og þægileg í hendi. Hægt er að læsa tökkum á fjarstýringu sem gefur meira öryggi í kynningum og á fundum. Tilboðsverð í Tölvulistanum á Suðurlandsbraut á meðan byrgðir endast: 5.803 kr.

targus

 

Save

Gagnleg forrit í kennslu

Notkun tölva og snjalltækja ýtir undir breytingar á vinnubrögðum kennara og réttu forritin geta auðveldað nám og starf, auk þess að gera það skemmtilegra. Fyrst og fremst eru það Office forritin, þar sem starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands hafa ókeypis aðgang að þeim. Margt annað nýtilegt má finna í vefheimum og hér eru nokkrar skemmtilegar og gagnlegar leiðir, sem geta nýst kennurum. Þessi forrit og vefþjónusta eru gagnleg fyrir bæði stað- og fjarnám.

Dipity er vefsíða sem gerir þér kleift að útbúa tímalínu sem hægt er að deila með öðrum, bæta við vefsíður og nota sem gagnvirkt samvinnutæki. Hægt er að bæta við hljóði, myndum, myndskeiðum, tenglum, texta, staðsetningu ofl. Frábært til þessa að kveikja lífi í sögu ákveðins tímaskeiðs.Tímalína
Padlet er rafræn korktafla þar sem hægt er að vinna saman á sameiginlegu svæði. Hægt er að skrá sig inn sem skóla og er þá hægt að fá aðgang gegn vægu gjaldi. Einföld og góð leið til þess að deila efni og safna gögnum á einfaldan hátt. Mælt er með því að nota Stream sniðið fyrir útlit. Þú getur skráð þig inn með Google og Facebook aðgangi eða stofnað nýjan aðgang með Padlet sem ég mæli með að gera. Padlet

Canva er nýtískulegt umbrotsforrit. Vefsíðan býður upp á mikið af tilbúnu efni sem hægt er að nýta, eða búa til nýtt. Hægt er með einföldum hætti að búa til boðskort, auglýsingar, plaköt, kynningar og dreifibréf. Hægt er að deila hönnun ykkar með öðrum á samfélagsmiðlum eins og Facebook, In share og Tweet eða vista hana til útprenntunar. Boðið er upp á kennsluefni fyrir kennara á síðunni og hægt er að prófa sig áfram á meðan farið er eftir myndrænum leiðbeiningum.  Canva hönnun

Slideshare er vefsíða þar sem hægt er að skoða efni frá öðrum og deila glærum, myndskeiðum, myndum og skjölum með notendum. Hentar vel fyrir þá sem vilja kynna sig og starf sitt á alþjóðavettvangi. Í hverjum mánuði er hægt að spjalla við aðra um málefni sem sett eru fram og með þátttöku færðu fleiri til að skoða áhugasvið og birtingar þínar á síðunni. Nemendur geta nýtt sér vefinn bæði til að nálgast það efni sem kennarinn ákveður, en einnig til þess að skoða hvað er í boði á vefnum og þannig nálgast ýtarefni. Innskráning er óþörf en til þess að fá fulla virkni þarf að skrá sig.
Slideshare
Titanpad er vefsíða þar sem þú og fleiri getið notað sömu minnisblokkina til þess að rita upplýsingar og vinna að sameiginlegu verkefni. Ekki þarf að skrá sig inn og hægt er að nota spjallglugga á sama tíma. Áður en notendur rita inn í blokkina þurfa þeir að rita inn nafn sitt og fá ákveðinn lit til þess að hægt sé að greina á milli notenda eða upp í 8 notendur. Hver lína er númeruð og því auðvelt að finna atriði til umræðu. Smellið hér til þess að sjá minnisblokk hannaða af kennslumiðstöð.
TitanPadBetri

Trello er ókeypis verkefnastjórnunarkerfi sem ekki þarf að hlaða niður þar sem því er stjórnað í vafra. Trello er einfalt og sveigjanlegt fyrir verkefna- og skipulagsvinnu. Með Trello verður auðveldara að halda mörgum verkefnum í gangi í einu og hafa góða yfirsýn yfir verkefnin. Hægt er að vinna með marga hópa og úthluta þeim tímasett verkefni (e. cards), halda utan um minnisatriði og huga að tímaáætlunum. Hægt er að sækja smáforritið líka á snjalltækið. Mjög sniðugt í teymisvinnu. Öll gögn sem notendur setja inn í Trello eru geymd miðlægt á netinu þar sem notendur geta í netsambandi ávalt nálgast gögnin sín. Notendur geta tengt netlæg skjöl við Trello og notendur fá tilkynningu um breytingar í tölvupósti og í gegnum smáforritið/vafrann.

Skapandi samvinna með Padlet

Padlet í kennsluVinsældir Padlet eru að aukast í kennslu og eru margir kennarar að nota forritið í upphafi skólaárs.

Hægt er að skrá sig inn eða byrja strax að útbúa svæði
fyrir nemendur. Þið veljið Create a Padlet af forsíðu og
upp kemur gluggi þar sem hægt er að nefna svæðið og aðlaga útlitið. Ferlið er mjög auðvelt og smellt á Next hnappinn efst í glugganum til þess að klára uppsetningu. Boðið er upp á að hafa svæðið opið eða nokkrar leiðir til þess að læsa því og auðvelt er að deila aðgangi með nemendum í gegnum vefinn. Hægt er að vista útkomuna á nokkra vegu eða prenta svæðið út þegar það hefur verið notað. Skráið ykkur inn til þess að notendanafn ykkar birtist þegar þið bætið efni á svæðið og notið stillingar til þess að skrá frekari upplýsingar fyrir notendur. Hægt er að bæta við hlekk, hljóði, myndskeiði, myndum og skjölum. Skemmtileg nýjung fyrir þá sem eru ekki þegar byrjaðir að nota Padlet!

Prófið ykkur áfram hér & endilega skoðið myndskeiðið fyrir neðan.

Save

Save

Save

Adobe Connect verkstæði haustsins 2016

Nú fer nytt misseri af stað og örugglega eru einhverjir sem vilja vera tibúnir að nota Adobe Connect fjarfundakerfið með nemendum á milli staðlota.
Á næstu dögum bjóðum við upp á nokkur verkstæði og eina vefstofu um notkun Adobe Connect.
Nýttu tækifærið til að læra eitthvað sem þú þú kannt ekki enn, eða til að rifja upp, eða til að ræða um möguleika fjarfundakerfa og hvernig þú getur best nýtt Adobe Connect í samvinnu þinni með nemendum.

Á öllum verkstæðunum munum við kynna tiltekið efni en jafnframt bjóða upp á tækifæri til að ræða, læra eða prófa sig áfram með aðferðir, tækni eða pælingar sem þið viljið koma með inn á verkstæðin.

 • Föstudaginn 19. águst kl. 13:00 (Fyrir algjöra byrjendur og upprifjun fyrir aðra )
 • Mánudaginn 22. ágúst kl. 11-12 (Hvað get ég gert til að auka samvinnu og öll önnur mál sem þátttakendur vilja skoða)
 • Þriðjudaginn 23. ágúst kl. 15:30 (VEFSTOFA: allir við sína tölvu – ekki í kennslustofu: Viðfangsefni, hvernig getum við skipulagt stuðning við nemendur milli staðlota og allar tæknilegar spurningar sem þátttakendur hafa áhuga á að spyrja)
 • Miðvikudaginn 24. ágúst kl. 1030-11:30 (Kennslufræði og tækni: Hvernig nýtist fjarfundakerfið við mína kennslu? Ræðum dæmi og skoðum hvað AC getur gert)

Vinsamlega skráðu þig hér!

Öll verkstæðin verða í stofu H-001 í Hamri, vefstofan verður í fundarherbergi á Adobe Connect. Þátttakendur fá tölvupóst með slóð í herbergið.

Uppfærsla á Panopto

Kæra samstarfsfólk, ný uppfærsla er komin út fyrir upptökuforritið Panopto. Vinsamlegast uppfærið forritið eins fljótt og auðið er en slóðin er rec.hi.is. Skráið ykkur inn og veljið
Download Panopto efst í hægra horni vefsíðu.

VeljiðDownloadPanopto hladanidurPanopto

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Veljið hvar upptakan á að birtast (Moodle/Ugla…) og skráið ykkur inn.VeljiðHvarUpptakaBirtist

 

 

 

 

 

 


Skoðið helstu stillingar og byrjið upptöku með því að smella á Record hnappinn.

Upptokuforritid

ATH að ef þið hafið stofnað nýtt námskeið þá verðið þið að gera eftirfarandi svo námskeiðið birtist í Panopto forritinu:

Á Moodle námskeiðsvef => Bætið Panopto blokkinni við Moodle námskeið (þurfið að vera í ritunarham) og veljið Provision Course. Í glugganum sem birtist veljið hlekkinn back to couse. Skoðið nýju Panopto blokk og efst í hægra horni smellið á ör við tannhjól og veljið Uppfæra Panopto blokk. Opnið ör þar sem stendur Change Panopto Role Mappings og veljið Kennari undir Creator og Vista breytingar.

Nú er námskeiðið komið inn í fellivalmyndina í Panopto forritinu.
Myndskeið sem útskýrir þetta hér.

Save

Save

Hugmyndir fyrir UT kennslu

Hér fyrir neðan er tékklisti til notkunar í upplýsingatækni fyrir skapandi skólastarf, sem á sama tíma glæðir námsáhuga og árangur nemenda. Notum smáforritin sem kosta ekkert en þjálfa
nemendur með notkun mismunandi leiða til þess að tjá sig á margbreytilegan hátt og á sama tíma fylgjast með sköpun annarra nemenda.

20 námsleiðir UT

Tékklistinn var útbúin í Microsoft OneNote og svo breytt í mynd með Microsoft Snipping Tool. Sú mynd var opnuð í Word og þar bætt við tveimur myndum. Rammi settur á aðra myndina með Picture Tools og svo var Snipping Tool notað aftur til þess vista sem *.PNG mynd. Sjá myndskeið hér.

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Tæknismiðja – Hönnunarhorn

Micelle Luhtala bjó til Tæknismiðju – Hönnunarhorn (e. makerspace) fyrir skólann sem hún starfar við í New Canaan í Connecticut, Bandaríkjunum. Hún útskýrir kosti slíks svæðis í grein ritaðri af Katrina Schwartz sem gefur kennurum eflaust margar góðar hugmyndir.

Hönnunarhornið

Hún byrjaði á því að fjarlægja 7000 bækur úr bókasafni skólans sem var henni frekar erfitt en samt ekki þar sem hægt var orðið að lesa flestar bækurnar rafrænt. Skólastjórinn hjálpaði henni við að breyta bókasafni skólans í hönnunarhorn eða tæknismiðju sem allir hefðu aðgang að. Hún fékk ekkert fjármagn og varð því að óska eftir ókeypis búnaði og húsgögnum. Hún byrjaði á því að biðja nemendur um hugmyndir og auglýsti eftir húsgögnum sem ekki væru lengur í notkun. Hún benti á að það væri alltaf nóg til af hlutum sem fólk notaði ekki lengur, enda fékk hún allt sem hún þurfti á þennan hátt, til þess að útbúa vel sótt hönnunarhorn. Allar hugmyndir komu frá nemendum og kennarar gáfu ábendingar um efnivið sem hún gat notað. Flestar hugmyndir voru að nota endurnýtanlegan efnivið og lego kubba. Hún setti því upp slík svæði og hélt utan um allar hugmyndir í töflureikni. Gömul borð voru sem ný þegar hún hafði þakið þau pappír sem nemendur og kennarar notuðu til þess að rissa upp hugmyndir og aðra hönnun. Sumir bættu við teikningar á borðum en flestir virtu verk annarra og notuðu plássið fyrir sína sköpun. Þetta fannst Michelle mjög mikilvægt því þarna voru kennarar og nemendur farnir að skapa ýmislegt saman á skemmtilegan hátt.

Bókasafn og hönnunarhornNotkun svæðisins er misjafnt og stundum koma nemendur eins síns liðs eða í hópi til að vinna og skapa saman. Hún segir svæðið nýtast vel í verkefnavinnu og bendir á að hún hafi kennt nemendum um heimildavinnu á sama tíma og aðrir nemendur við hlið þeirra hafi verið að byggja risa trukk úr lego kubbum. Hún segir líka að kennurum finnist gott að ræða við nemendur um bókalestur á meðan þeir teikni á pappírinn eða byggi með lego kubbum. Öll gögn eru geymd í merktum fötum og hægt er að skoða myndaalbúm sem sýnir hvar allt er geymt.

Tæknisérfræðingur (e.TechXperts)

Michelle gefur nemendum með góða tækniþekkingu titilinn tæknisérfræðingur og fær þá til þess að hjálpa öðrum nemendum og skapa nýja hluti til þess að nota í skólanum. Þar sem nemendur fengu að stýra flestu sem boðið er upp á hönnunarhorninu, finnst þeim þeir eiga hlut í því og eru þakklátir. Micelle ákvað því að leyfa þeim að borða þar líka og bendir á að nemendur sýni þakklæti sitt með góðri umgengni.

TæknisérfræðingurEinn nemandinn var svo spenntur í upphafi að hann útbjó kennsluáætlun sem krefst þess að nemendur skrifi ritgerð um alla verkefnavinnu sem þeir taki þátt í og sköpun sem þeir þrói áfram í hönnunarhorninu. Nemandinn útbjó auk þess Wiki, blogg og Twitter síðu og safnaði heimildum og öðrum hugmyndum sem Michelle gat notað áfram.

Á Íslandi má líkja þessu við Fab Lab smiðjur sem þegar hafa náð góðum árangri. FabLab er stytting á fabrication laboratory og má þýða það sem stafræn smiðja, en þar eru kennd undirstöðuatriði stafrænnar framleiðslutækni; frá þvívíddarhönnun, til framleiðslu hluta og forritunar með hjálp tölvustýrðra tækja og tóla. Kennarar, leiðbeinendur og nemendur eru þjálfaðir til að koma stafrænni framleiðslutækni enn betur inn í skólakerfið og skapa aukin tækifæri fyrir ungt fólk til að tileinka sér færni 21. aldarinnar.

Sjá betur um Fab Lab hér.

 

Góð kennsla – góður bekkjabragur

Margir kennarar eru ofhlaðnir verkefnum og uppteknir af kennsluáætlunum sem leiðir stundum til þess að bekkjarstjórnun gengur illa. Útkoman er sú að það getur verið erfitt að átta sig á því hverju þarf að breyta til þess að ná árangri. Með lítinn tíma aflögu er erfitt að staldra við og skoða umhverfið, kennsluaðferðir og aðstæður í kennslustund. Harvard hefur útbúið kennsluefni sem kennarar og skólastjórnendur geta notfært sér til þess að bæta kennsluna. Kennsluefnið leiðbeinir um hvernig hægt er að nota upptökur af kennslustundum og hefur sýnt sig að það hjálpar kennurum að skoða og ræða upptökurnar með skólastjórnendum eða öðru starfsfólki til þess að bæta sig í starfi og bæta bekkjabrag. Kennsluefnið skiptist í 4 pdf skjöl sem hægt er að sækja á vefsíðu þeirra.

Hér er hægt að sjá hvernig þessi aðferð hefur verið notuð

Nánari upplýsingar má finna hér.

Save

Tíst í námi og kennslu

Video and Film

Twitter notkun hefur aukist verulega og þá sérstaklega í kennslu á öllum skólastigum. Það er alveg nauðsynlegt að kennarar taki þátt, tísti annað slagið og fylgist með tísti. Kennarar geta t.d. fylgst með nýjungum og þróun í tækni og kennsluaðferðum víðs vegar um heiminn. Skráning á Twitter er auðveld og þú getur strax byrjað að leita að fólki sem tengist þér á einn eða annan hátt í gegnum áhugamál og eða atvinnu. Ef þú sérð eitthvað áhugavert þá er auðvelt að deila því með tengslaneti þínu og bæta jafnvel við skoðunum þínum eða spurningum. Fyrir meiri áhrif er hægt að bæta við mynd og myndskeiði auk þess sem nú er hægt að bæta við smámyndum og hreyfimyndum. Ástæðan fyrir því að þetta er kallað tweet eða tíst er að hver færsla verður að vera minni en 140 stafir og þá eru bilin talin með.

Notkun #

Ef þú vilt fylgjast með ákveðnu málefni eins og allt sem tengist “menntun” ritar þú “#menntun” í leitar gluggann og þá færðu allt það nýjasta sem aðrir hafa ritað sem tengist menntun. Kennari getur sent inn spurningar í tengslum við námsefni og merkt það t.d. með “#UTSpurningar” nemendur svara þá og bæta við merkingunni og þá getur bekkurinn fylgst með svörum annarra og skrifast á. Ekki má nota bil á milli eða tákn.

 Notkun @

Ég er notandi á Twitter og notendanafnið mitt er @aslaugbj. Ef þú vilt deila einhverju með mér sérstaklega þá geturðu sett notendanafn mitt fyrir framan textann sem þú ætlar að tísta.

Hér eru dæmi um kennara að tísta

Kennari að tísta Kennari að benda á áhugavert val í Kelduskóla Kennari hrósar á Twitter

Notkun Emoji

Hægt er að bæta smámyndum við hlið texta sem segir til í hvernig skapi þú ert í. Þótt ótrúlegt sé þá hefur verið gerð rannsókn á notkun smámynda sem tjá tilfinningar og ná þær til breiðari hóps en ella. Hér er nánar um það hvernig þú bætir smámyndum við tístið þitt. Ef þú notar snjallsíma þá getur þú sótt smáforrit með miklum fjölda smámynda.

Tilfinningar sýndar í smámyndum

Á næstu dögum verður hægt að bæta smámyndum (emoji) við myndir

Einnig verður hægt að leita eftir þessum smámyndum svo þetta er sama virkni og # fyrir framan texta.

 Taktu góða mynd og tístaðu á Twitter
 Veldu smámynd til þess að gera myndina flottari og merktu hana í leiðinni
 Staðsettu smámynd
 Texta og # bætt við myndina

Áþreifanleg reynsla í námi – stuðningur við tækninotkun

Segðu mér og ég gleymi, kenndu mér og kannski man ég,
leyfðu mér að taka þátt og ég læri.

– Benjamin Franklin

Benjamin Franklin

Áhrifaríkar leiðir til þess að læra eru með þátttöku nemenda í ferlinu í gegnum snertingu, skynjun og athugun. Samkvæmt kenningum sem byggja á félagslegri hugsmíðahyggju þarf nemandinn að vera virkur í þekkingarleit sinni, þar sem hann byggir upp skilning sinn í samskiptum við aðra, kennara sína og aðra nemendur. Microsoft hefur því sett það að markmiði sínu að búa til tækni sem auðveldar kennurum að fanga athygli allra nemenda, hversu margbreytilegir sem þeir eru. Þátttaka nemenda stuðlar að því að þroska nauðsynlega hæfileika eins og samskipti við aðra, samvinnu, gagnrýna hugsun og sköpunargáfu. Markmiðið er að fá nemendur til þess að leita lausna, þjálfa og þróa hæfileika sína, skemmta sér og fá svörun kennara hvor sem það er í rauntíma eða á stafrænan hátt. Menntunarteymi Microsoft hefur hér tekið saman 4 auðveldar leiðir til þess að kenna og læra með þátttöku og athugun.

 1. Tengjumst kennurum í öðrum löndum og förum í stafrænar vettvangsferðir
  Í dag geta nemendur ferðast um heiminn úr kennslustofunni. Hljómar of gott til að vera satt en með forritinu Skype for business er hægt að spjalla og læra með nemendum frá öðrum löndum, auk þess að geta spjallað við sérfræðinga og séð þá að störfum í rauntíma. Skype með sérfræðingi í beinni Skype hefur þróast frá samskipta tæki út í það að vera líka samvinnutæki þar sem hægt er að sjá staði og fólk í beinni útsendingu á meðan hægt er að deila skjölum og skjám notenda til frekari samvinnu. Kennari að nafni Gyöngyi Tóthneé frá Ungverjalandi hefur notað Skype við kennslu undanfarin 6 ár og segir að með því hafi nemendur lært meira en nokkru sinni áður um önnur lönd, íþróttir, tónlist, hefðir og hátíðir um allan heim. Hann tengist kennurum sem kenna sama árgangi í öðrum löndum og nemendur hittast í rauntíma, spjalla og þjálfast í notkun tækni, æfa samskiptahæfni og notkun annarra tungumála.
 2. Könnum önnur lönd með samvinnu og lausnaleit
  Minecraft er hæðst á listanum um þessar mundir. Kennarar nefna að nemendur sýni aukna áhugahvöt sem gerir þá einbeitta og sjálfsörugga auk þess sem þeir kynnist öðrum nemendum og vinni með þeim að sameiginlegum lausnum. Minecraft í námiNemendur eru að takast á við raunveruleg verkefni í sýndarveruleika þar sem yngri nemendur læri borgarabrag, samhyggð, hæfni í samskiptum og eru jafnvel að bæta sig í lestri og lesskilningi. Eldri nemendur kanna flóknari og heimspekilegri hluti á sama tíma og þeir læra undirstöðu í verkfræði og forritun. Áhugi nemenda er mikill í leikja umhverfi og það auðveldar þeim að þróa hæfileika sína í lausnaleit og teymisvinnu.
 3. Lífgum upp á námið með því að að skrifa á skjáinn
  Blýantur og blað er enn notað í skólum og hefur Microsoft nú flutt gömlu leiðina yfir á tölvur eins og Surface sem gera okkur kleift að skrifa með sérstökum penna á skjáinn inn í forrit eins og OneNote, FluidMath og StaffPad.
  Surface tölvaKennari getur skrifað formúlur á skjáinn og með einu músarklikki látið breyta þeim úr skrift sinni í tölvu texta svo auðveldara sé fyrir nemendur að skilja ef skrift kennarans er ónákvæm. Þetta þýðir að kennarar og nemendur hafa meira svigrúm og geta tjáð sig á náttúrlegri hátt með tækninni.
 4. Gefum nemendum rauntíma svörun hvar sem þeir eru staddir 
  Með því að nota OneNote minnisbókina geta nemendur fengið stuðning kennara og unnið með öðrum nemendum í rauntíma hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Bókin vistast sjálfkrafa og hægt er að deila henni með hverjum sem er hvar sem er þegar hún er vistuð á OneDrive eða eins og sagt er “í skýjinu.” Hvaða snjalltæki sem er hefur aðgang að OneNote og það er hægt að nota minnisbókina netlægt og án nettengingar.

Tækni sem er bætt og breytt með nám í huga getur skipt sköpum fyrir fjölbreytileika nemenda í nútíma samfélagi. Stuðningur við kennara er nauðsynlegur til þess að þeir geti stutt nægilega við nemendur á meðan þeir læra að aðlagast og takast á við notkun nýrra tækja og forrita sem auðvelda þeim námið.

Áþreifanleg reynsla er örugglega besta leiðin til þess að læra nýja hluti!

 

 

 

Nútímalegar kennslustofur

Innleiðing nýrrar tækni og kennsluhátta á sér stað í fjölmörgum skólum og hér á eftir getið þið lesið um nokkra skóla í Bandaríkjunum og frá Norðurlöndunum sem skara fram úr með óhefðbundnum leiðum tækni og nýjunga.
Margar góðar hugmyndir á ferðinni og skemmtilegt skólaumhverfi.

Star School 

Navajo eru stærsti viðurkenndi hópur frumbyggja í Bandaríkjunum.

*Navajo börnin eru 99% nemenda skólans en þetta er fyrsti skólinn í Bandaríkjunum sem fær alla sína orku frá sólinni. Nemendur rækta sinn eigin mat í gróðurhúsum skólans, læra heimilisfræði og þróa lausnir fyrir svæðisbundin  vandamál eins og skítugt drykkjavatn. Skólastjórinn bendir á, að með því að takast á við almennan hagsmunavanda íbúa í samfélaginu, eigi sér stað nám sem gagnist nemendum og það er það sem geri þá
farsæla. Nemendur læra einnig 4 gildi sem nefnast “The 4 Rs” og koma frá menningu Navajo en gildin eru:
Virðing (e. respect), tengsl (e. relationship,  ábyrgð (e. responsibility) og tilleiðsla (e. reasoning). Útkoman er að t.d. hefur ofbeldi hefur ekki átt sér stað á milli nemenda
í 6 ár og einelti er sjaldgæft.
*Navajo eru stærsti viðurkenndi hópur frumbyggja í Bandaríkjunum.

Brightworks School

Hættulegi skólinn!Skólinn sem kennir hættulega! Stofnaður af hugsjónamanninum Gever Tulley árið 2011. Skólinn semur kennslukrá og hannar umhverfi sem foreldrar myndu forða börnum sínum frá. Nemendur skíta sig út, leika með eld, taka í sundur heimilistæki og klára verkefni í listum allt á sama deginum. Nemendum er boðið að vera samstarfsmenn og höfundar í eigin menntun. Nemendum er hrósað og stutt er við alla nemendur því hver nemandi er einstakur með hæfileika, áhuga og drifkraft á mismunandi stigi sem keyrir þá áfram. Skólinn er í stóru vöruhúsi þar sem finna má fullt af listmunum, virki og drama uppstillingar, sem notað er til þess að virkja sköpunargleði nemenda. Stjórnendur skólans segja að heiminn vanti fleiri einstaklinga sem líta á erfiðar áskoranir sem áhugaverð púsl og hafi getu, hæfileika og þrautseigju til þess að takast á við breytingar og láta hluti gerast.

E3 Civic High School

civic high.jpg

Skólinn fær E3 nafnið út frá stefnu skólans sem er: Þátttaka (e. engage), menntun (e. educate) og styrkur (e. empower). Skólinn er stofnaður í þágu barna frá fjölskyldum með lítið fjárhagslegt öryggi til að þau hafi aðgang að tækjum og tækni sem þau komast ekki í heima hjá sér. Skólinn er staðsettur á bókasafni borgarinnar og er mikið lagt í hönnun með áherslu á samvinnu. Þeir sem ætla á bókasafnið, sjá á leið sinni skólastofurnar þar sem allt er gagnsætt í umhverfinu með glerveggjum og hreyfanlegum skilrúmum. Setustofan inniheldur þægileg húsgögn, gagnvirkan vegg sem hægt er að skrifa á og/eða hengja upp verkefni. Lýsingin er stillanleg og í miðsvæðis er stigi sem oft er notaður við samstarfsverkefni. Allar skólastofur hafa færanleg húsgögn til þess að auðelda samvinnu. Þau hafa óhindraðan aðgang að gögnum til rannsókna og fá stuðning og aðstoð við að sækja um nám erlendis. Byggt er á efniskönnunaraðferðinni (e. project-based instruction). Þetta er aðferð sem miðar að því að nemendur vinni verkefni sem eru sem mest tengd raunveruleikanum. Verkefnin eru oft þverfagleg, taka lengri tíma og eru einstaklingsmiðuð. Mikilvægast er að nemendur hafi gaman að ferlinu, það sé hvetjandi og krefjandi, enda eiga þau þátt í að velja sér verkefnin sjálf. Nemendur eiga svo að skipuleggja, framkvæma og meta verkefnin.

 

Alliance School

alliance-school-milwaukee-wi-the-school-that-wants-to-stop-bullying

Skólinn er byggður á hugmyndafræði gegn einelti. Fjórðungur nemenda eru með einhverja fötlun, helmingur nemenda er transfólk og 75% nemenda koma frá efnaminni fjölskyldum. Skólinn þrífst á opnum huga og virðingu. Fjölmargar rannsóknir benda á að einelti hefur áhrif á námsárangur þolenda. Skólastjórinn vill gera allt í sínu valdi til þess að þetta gerist ekki í skólanum sem kennir í anda skóla án aðgreiningar og er hópvinnu mikið notuð við verkefnavinnu auk þess sem nemendur fara í nærliggjandi skóla og fræða aðra um einelti. Skólinn notar uppbyggjandi aðferðir, reglur gegn einelti, uppbyggingu samfélags og þjónustunám til þess að byggja samfélag þar sem allir nemendur finna fyrir hlýju og öryggi og allir fá sömu móttökur. Mottó skólans er “Vertu þú sjálfur. Fáðu frábæra menntun.”

AltSchool

altschool-san-francisco-ca-the-school-of-silicon-valley

Skólinn er ólíkur hefðbundnum skólum en nýjasta tækni er kynnt nemendum reglulega svo þeir geti auðveldlega vanist nýjungum og sveigjanlegum vinnubrögðum. Nemendur læra að breyta hinum og þessum hlutum í rásaspjöld og nota 3D prentara til þess að búa til leikföng. Nemendur eiga að læra að leysa vandamál, vinna saman og læra á tilfinningar sínar og að þeir séu þátttakendur í markmiðasetningu þeirra sjálfra og skólans.

 High Tech High

high-tech-high-san-diego-ca-the-school-that-creates-entrepreneurs

Nemendur stýra sjálfir ferðinni í skólanum þegar kemur að stórum verkefnum sem geta orðið að raunverulegum viðskiptahugmyndum. Efnafræðikennarinn segir að skólinn leggi áherslu á raunveruleg verkefni því það búi nemendur undir það sem koma skal, í stað þess að leggja á minnið atriði úr bókum. Hann vill að nemendur læri samskipti við fullorðna og samfélagið við námið. Stærsta verkefnið hingað til heitir “Wicked soap company.” Nemendur búa til sápuna og gera viðskiptaáætlun til þess að dreifa og selja sápuna á markaði. Allur gróði fer til skólans eða er gefinn til góðgerðarstofnana sem nemendur velja sjálfir.

 York School

york-school-monterey-ca-the-school-with-8020-time

Skólinn stýrir nemendum sínum að 80%  hluta í venjulegt skólastarf, en 20% tími er gefinn nemendum til að velja sér verkefni sem þeir hafa áhuga á. Útkoman er námssamfélag þar sem nemendur hafa t.d. útbúið eigin sjónvarpsstöð eða endurvinnslu á hlutum sem ýtir undir sjálfbæra neysluhyggju. Ef nemendum er gefið tækifæri til þess að spreyta sig og nota sköpunargáfuna þá hætta þeir að reyna að leysa verkefni með reikniformúlum. Í staðinn byrja nemendur að hugsa út í hönnun, virkni, mikilvægi og fagurfræði. „Það sem við höfum aðallega áhyggjur af, er aukin neysla ungmenna og við viljum með þessu gera nemendur sjálfstæða svo þeir geti sjálfir skapað, hannað og útbúið það sem þeir þurfa.”

Ørestad gymnasium

restad-gymnasium-copenhagen-denmark-the-school-in-a-cube

Skólinn er kallaður “The school in the cube.” Skólinn er eitt opið svæði þar sem fleiri en 1.100 nemar eyða helming skóladags á einum stórum stað og forðast hefðbundna kennslu. Með því að hvetja nemendur til þess að læra á stóru opnu svæði vonast skólinn til þess að nemendur læri að vera sveigjanleg og takast á við fjölbreytta hluti síðar í lífinu. Skólastjórinn vill að nemendur læri að rannsaka og vinna með öðrum í raunverulegum verkefnum. Skólinn er opinn og í góðum tengslum við heiminn fyrir utan skólastofuna. Nemendur eru hvattir til þess að taka virkan þátt í menntun sinni. Þeim er skipt í hópa og vinna í margbreytilegu umhverfi og stundum með kennara til þess að leiðbeina þeim. Hreyfanlegir veggir og bókahillur gera svæðið hlýlegt. Það er ekki nóg að gefa nemendum þekkingu, það þarf líka að gefa nemendum aðferðir og leiðir til þess að nota þekkinguna úti í lífinu.

Leikskólinn Egalia

egalia-pre-school-stockholm-sweden-the-school-without-gender

Leikskólinn Egalia í Svíþjóð er skóli án kynjaaðgreiningar. Það þýðir að allir eru jafnir og ekki aðgreindir með orðum eins og “hún” eða “hann”. Með þessu er nemendum kennt að allir eru eins. Nemendur eru nefndir með nafni eða sagt “þau.” Með þessu er verið að koma í veg fyrir mismunun. Börnin læra að dæma hvert annað á gjörðum frekar en staðalímynd. Skólastjórinn segir að mikilvægt sé að börnin læri grunngildi lýðræðis með athöfnum, þátttöku og umræðu svo þau verði góðir borgarar sem gera ekki upp á milli fólks. Með góðu sjálfstrausti geta nemendur byrjað að læra og þroskast.

 Steve Jobs School

steve-jobs-school-amsterdam-the-netherlands-the-school-that-thinks-different

Eins og nafnið gefur til kynna er hefðbundna skólasniðinu hafnað. Í staðinn fyrir að nemendur læri allir það sama, þá læra þeir á þeirra eigin hátt. Hver nemandi byrjar með einstaklingsmiðaða kennsluáætlun sem er metin og breytt eftir þörfum á sex vikna fresti. Nemandinn tekur þátt í þeim breytingum sem og foreldrar og þjálfari en skólinn notar ekki orðið “kennari.” Nemendur fá valmöguleika um námsleiðir til þess að velja það sem hentar persónueiginleikum þeirra. Í 4. – 12. bekk fær hver nemandi spjaldtölvu með smáforritum sem aðstoða þau við að þróa þeirra einstaklingsbundna nám. Markmiðið er að nemendur hanni eigin menntun. Skólastjórinn segir að enginn nemandi sé undantekning því öll börn vinni á eigin hraða.

Fjölbreytt umhverfi skiptir máli

Það var mjög gaman að skoða þessar fjölbreyttu áherslur og vilja fólks til þess að leyfa öllum nemendum að blómstra á sinn hátt. Við erum lík á margan hátt en á sama tíma rosalega ólík og því engin ein leið rétt. Því fjölbreyttara umhverfi og því meira val sem er í boði fyrir nemendur því betra tel ég það vera fyrir einstaklinginn og þroska hans. Það er vissulega erfitt að gera öllum til geðs en með fjölbreytni náum við til breiðari hóps og með opnum huga getum við fundið réttu leiðina fyrir hvern og einn.
Hér er hlekkur á greinina og hægt að lesa um fleiri skóla. Ég vill einnig benda ykkur á fallegan pistil sem er ritaður af pabba drengs, sem hefur lent í erfiðum raunum á skólagöngu sinni. Hann vill benda foreldrum á að Það er á okkar ábyrgð að kenna börnum okkar gildi. Hvað er rétt og hvað er rangt. Hann segir það vera okkar ábyrgð að kenna börnum okkar að setja sig í spor annarra. Gullkorn greinarinnar hljómar svona: Kennið hvort öðru samkennd og væntumþykju og skilning á því sem er öðruvísi.

Reynum að vera góð fyrirmynd því börnin læra það sem fyrir þeim er haft!

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

7 góðar lausnir fyrir kennara

WindowsTölvurMicrosoft í kennslu kynnir hér 7 leiðir til þess að hakka kennslustofuna en meiningin er að sýna kennurum einfaldar aðgerðir til þess að auðvelda þeim starfið.
Kennarar takast daglega á við vandasöm verkefni og þiggja án efa góða ráð (e. class hacks), til þess að spara tíma, fyrirhöfn og auka virkni sína í kennslu.
Hér eru 7 góð ráð frá kennsluráðgjöfum Microsoft við notkun tækni í kennslu.

 1. Búið til einstaklingsmiðað próf með póstsamruna (e. Mail merge) í Word ritvinnsluforritinu. Sjáið hér nánar um Mail merge.
 2. Látið nemendur útskýra fyrir ykkur reikningsdæmið á meðan þau leysa það með Snip, þar geta nemendur tekið upp, ritað inn á og útskýrt vinnu sína.
 3. Notið Microsoft Edge vefskoðara og OneNote til þess að búa til kennsluefni á skjótan hátt.
 4. Notið OneNote minnisbókina sem dagatal fyrir heimavinnu
 5. Búið til sniðmát með OneNote
 6. Deilið fjölbreyttum verkefnum í OneNote með nemendum til þess að hita þau upp fyrir kennslustund.
 7.  Notið Excel töflureikni til þess að fylgjast með stöðu nemenda

Sjá hér greinina.

Að þróa vaxandi hugarfar

Carol Dweck, prófessor í sálfræði við Stanford háskóla, er þekkt fyrir kenningar sínar um mikilvægi þeirrar afstöðu sem nemendur hafa til eigin vitsmuna. Annars vegar séu nemendur sem telji að vitsmunir þeirra séu föst stærð, þeir séu klárir eða þvert á móti heimskir og ekkert sem geti breytt því. Hins vegar séu þeir sem telji sig ekki vera bundna af óbreytanlegum vitsmunum sínum, hvorki miklum eða litlum. Vitsmunir þeirra ráðist af ástundun þeirra í námi. Hún kallar fyrrnefndu afstöðuna „fastmótað hugarfar“ (e. fixed mindset) en þá síðari „vaxandi hugarfar“ (e. growth mindset). Það hugarfar er menntunarlega jákvætt að mati Dweck, hitt ekki.

Growing mindset

Vaxandi hugarfar

Hún  ritaði grein um hvað beri helst að forðast við kennslu með vaxandi hugarfar í huga. Í greininni skrifar Dweck að öllum kennurum sé annt um áhugahvöt nemenda sinna. Þeir vilji auðvitað að nemendur elski að læra, séu úrræðagóðir og haldi áfram þótt á móti blási. Þeim sé með öðrum orðum annt um að vekja með nemendum sínum  vaxandi hugarfar, að þeir gefist ekki upp þótt þeir geri mistök, fái lélegar einkunnir eða þegar það eru hindranir á veginum.

Vaxandi hugarfar er trúin á að þú getir þróað hæfileika þína og hæfni með vinnusemi, góðum aðferðum og hjálp frá öðrum. Fastmótað hugarfar er hinn póllinn og sá sem kennarar vilja síður enda felur það í sér að hæfileikum og hæfni nemenda sé ekki hægt að breyta né bæta. Rannsóknir benda til þess að vaxandi hugarfar hafi jákvæð áhrif á áhugahvöt nemenda, geri þeim kleift að einbeita sér við námið, að þeir gefist síður upp og að námsárangur verði betri.

Kennarar lesa og heyra um þessi jákvæðu áhrif vaxandi hugarfars og reyna að nota aðferðir til þess að styrkja nemendur í því en með misjöfnum árangri. Dweck nefnir hér nokkrar leiðir sem beri að varast:

Að hrósa eingöngu

Það er rétt að hrós í tengslum við námið hefur jákvæð áhrif en það verður að beita þessari aðferð rétt. Hrósið þarf að vera í tengslum við námsferlið og framfarir nemenda annars getur það virkað á gagnstæðan hátt. Kennarar verða að segja sannleikann og taka eftir þegar nemendur eru ekki að sinna náminu og finna leiðir til þess að beina þeim á rétta braut.

Að segja nemendum: „Þú getur allt”

Þetta er gagnlaust loforð ef því er ekki fylgt eftir, sérstaklega þegar nemendur hafa ekki þekkingu, hæfni, aðferðir eða heimildir til þess að takast á við það sem beðið er um. Góður kennari setur nemendum markmið sem hann veit að nemandinn ræður við og hjálpar honum áfram og leiðbeinir honum þar til hann nær  markmiðunum. Því mikil ábyrgð að segja nemendum að þeir geti allt.

Það er verkefni kennarans að skapa umhverfi og aðstæður sem vekja nemendur til vaxandi hugarfars. Það er líklegra til þess að takast ef kennari gefur nemendum:

 • verkefni sem eru raunhæf og hafa meiningu fyrir nemendur
 • heiðarlegt og hjálplegt námsmat
 • ráðleggingar um áframhaldandi eða breyttar námsaðferðir og
 • tækifæri til þess að sýna unnin verkefni og skilning þeirra á efninu.

Að koma í veg fyrir mistök í kennslu

Í fyrsta lagi þá þurfa kennarar að átta sig á því að við erum öll, og þeir sjálfir meðtaldir,  með blöndu af vaxandi og fastmótuðu hugarfari. Fastmótaða hugarfarið kemur í ljóst þegar við erum hrædd við eitthvað. Þetta getur verið hræðsla við mistök, áskoranir og gagnrýni á hæfni okkar svo eitthvað sé nefnt. Fastmótaða hugarfarið getur birst við kennslu á nýju efni, notkun nýrrar kennluaðferðar eða við það að bera sig saman við hæfari kennara. Höfum við nógan innblástur til þes að prófa nýja hluti eða erum við kvíðafull og í vörn?

Ráðleggingar fyrir kennara

Við þurfum að skoða sjálf okkur og hvað hvetur okkur áfram. Takið nokkrar vikur í það að skrá niður hvenær ykkur finnst að ykkur sé ógnað og hvenær þið farið í vörn. Ekki dæma þig og ekki berjast gegn neinu, aðeins að skoða viðbrögðin þín. Í lokin segir hún frá tæki eða forriti sem hefur verið rannsakað og er eitt af fáum tækjum sem eykur áhugahvöt nemenda ef það er notað rétt en er enn í vinnslu svo fylgist með á eduTopia.

Að þróa vaxandi hugarfar
Í stað… Hugsaðu frekar…
Ég er ekki góð/ur í þessu Hvað vantar upp á hjá mér?
Ég gefst upp Ég ætla að nota aðra aðferð
Þetta er fínt svona Get ég gert þetta betur?
Ég get ekki gert betur Það er alltaf hægt að gera betur
Þetta er of erfitt Þetta mun taka mig meiri tíma
Ég geri þetta aldrei rétt Ég læri af mistökum mínum
Ég get þetta ekki Ég ætla að æfa mig
Ég verð aldrei klár Ég skal læra þetta
Þetta virkar ekki Það er alltaf hægt að fara aðra leið
Vinur minn getur gert þetta Ég læri af vinum mínum