Kröftug Kennsla með PowerPoint og fl. forritum

PowerPoint er mjög notendavænt og öflugt forrit frá Microsoft. Það hefur verið vinsælt í kennslustofum því hægt er að búa til skjákynningar sem innihalda texta, myndir, hreyfimyndir, myndskeið, hljóðskrár, gröf og töflur. Nýjasti möguleikinn er að bæta við smáforriti sem kallast Mix. Þegar það hefur verið sótt sést það á aðalvalmynd við hlið Add-ins og býður upp á skjáupptöku, krossapróf o.fl. gagnlegt. Sækið skjákynningu með leiðbeiningum.

Hér eru nokkur myndskeið um notkun PowerPoint fyrir byrjendur og lengra komna:

Að koma efni til skila á áhrifaríkan hátt                      
Grunnglæra

Síðufótur
Notkun forma/shapes mynda
Próf úr lesefni/krossaspurningar

Nauðsynlegt er að kunna að nota grunnglæru (e. Slide Master) í PowerPoint. Grunnglæra er notuð til að stjórna staðsetningu og mótun texta/leturs í glærukynningu og ef sama mynd á að vera á öllum glærum, s.s. merki fyrirtækis eða vörumerki.

Við uppsetningu á skjákynningu skal hafa í huga að nemendur geta lesið af glærunum og því óþarfi að lesa efnið upp orðrétt án þess að bæta neinu við það og hver glæra má alls ekki innihalda mikinn texta. Gott er að hafa í huga að forritin sem við notum eru hvorki góð né slæm því notkun okkar og kynning á efninu skiptir mestu máli. Hamar getur bæði brotið glugga og byggt höll. Að mörgu er að hyggja og í lokin er mikilvægt að lesa vel yfir kynninguna til að koma í veg fyrir óþarfa stafsetningar- og innsláttavillur.

Hér fyrir neðan eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga:

Hér eru taldar upp fjórar mikilvægar leiðir til að gera skjákynningar gagnlegar en Stephen M.Kosslyn (2007) kannaði hvernig heilinn vinnur úr myndrænu efni og hvernig við getum notað þessar upplýsingar við gerð skjákynninga;

 1. Mikilvægt er að setja aldrei meiri upplýsingar í myndrænni framsetningu en þörf er á
 2. Leiða athygli áhorfenda að aðalatriðunum og bendir á því tengdu að athyglin dregst að hlutum sem eru öðruvísi
 3. Aldrei birta fleiri en fjóra hluti í einu því heilinn getur einungis unnið með fjóra sjónræna þætti í einu
 4. Uppsetning glæra þarf að vera skipuleg en stundum þarf að endurskipuleggja gögn til þess að hægt sé að átta sig á þeim.

Richard E. Mayer (2014) segir að til þess að koma í veg fyrir að nemendur missi áhugann og að kennarinn missi færis á að koma af stað hvetjandi umræðum, þarf skjákynningin að vera virkilega góð. Mælt er með því að kennarinn tileinki sér söguaðferðina við að búa til skothelda skjákynningu sem haldi athygli nemandans frá upphafi. Kennarinn þarf að kveikja áhuga hjá nemendunum og leyfa þeim að taka þátt í kennslunni. Þeir þurfa að vita af hverju efnið skiptir þá máli og hvað geri það áhugavert. Hann vill meina að skjákynning virki ekki í kennslu nema tillit sé tekið til þess hvernig nemendur læri. Hann segir að fimm viðmiðanir auki líkur á að nemendur njóti góðs af skjákynningum;

Notkun fyrirsagna

Titill hverrar glæru þarf að segja til um hvað glæran inniheldur. Ekki er nóg að nota orðatiltæki eins og „Rannsóknarniðurstöður” því það segir ekki fyllilega um hvað er verið að fjalla. Rita skal heila setningu til lýsingar svo nemendur nái innihaldi glærunnar. Þessu er líkt við lestur dagblaða þar sem við lesum fyrirsagnir til að ákveða hvað við viljum skoða betur því fyrirsögnin segir til um innihaldið. Þetta hefur verið rannsakað af Michael Alley og samstarfsmönnum hans í háskóla í Bandaríkjunum. Niðurstaðan var sú að notkun lýsandi fyrirsagna hafði mikil áhrif þar sem nemendur gátu nefnt og útskýrt innihald skjákynningar að henni lokinni en öfugt var með farið ef notuð höfðu verið orðatiltæki.

Söguaðferðin við gerð skjákynningar

Við glærugerð er nauðsynlegt að hafa allar glærurnar opnar og sjáanlegar. Ástæðan er sú að það verður að vera samhengi með glærunum svo þær verði sannfærandi. Upphaf kynningar þarf að vera þannig að nemendur geti strax tekið þátt svo þeir sjái strax tilganginn með kynningunni og hinar glærurnar og efnið á þeim kemur svo í beinu framhaldi.

Hæfilegan texta á hverja glæru

Of miklar upplýsingar á glæru eru ruglandi. Í PowerPoint er hægt að setja auka texta fyrir neðan glæruna (Notes Page) sem aðeins kennarinn sér og getur hann því lesið það sem hann ætlar að segja með hverri glæru á sama tíma og hann heldur athygli nemenda með örfáum aðalatriðum á glæru. Eftir kennsluna/fyrirlesturinn er hægt að gefa nemendum þennan auka texta til frekari fróðleiks eða gefa þeim aðgang að efninu rafrænt.

Notkun mynda

Texti og töluð orð í skjákynningu eru aðalatriðið og myndir ættu að vera notaðar til aðstoðar við að sjá samhengið.

Skera niður og henda

Allur texti sem ekki tengist viðfangsefninu er best að eyða úr skjákynningunni. Best er ef kennarinn getur fundið út hvaða staðreyndum nemendur hafa áhuga á.

Athygli nemenda er líka mikilvæg. Í hefðbundnum fyrirlestri geta nemendur munað um 70% af efninu fyrstu tíu mínúturnar en síðustu tíu mínútur fyrirlestrar þá er talan komin niður í 20%. Því er mikilvægt að setja aðalatriðin á fyrstu glærurnar (Hartley & Davies. 1986).

Fleiri skjákynningaforrit á netinu:

 

Hartley, J., and Davies, I. K. (1986) Note-taking: A critical review. Programmed Learning and Educational Technology, 15, 207.

Save

Að halda tölvu með Windows stýrikerfi í góðum gír

Að lagfæra villur og að halda tölvu með Windows stýrikerfi í góðum gír

Ef tölvan er hægvirk þá getur þú byrjað á að eyða forritum sem þú notar aldrei. Forrit taka upp pláss og hægja á tölvunni og mögulegt er að fjarlægja forrit sem þú notar sjaldan eða aldrei.

Byrjaðu á því að fjarlægja öll forrit sem þú veist að þú átt ekki eftir að nota. Sjá skrefin hér fyrir neðan;

 1. Smelltu á Windows táknið (eða fánahnapp á lyklaborðinu), ritaðu add or remove programs og smelltu á Enter hnappinn á lyklaborðinu. Smelltu á forritið sem á að fjarlægja og veldu Uninstall.
 2. Skoðaðu listann og fjarlægðu fleiri forrit ef þörf er á. Ef þú ert ekki viss um notkun forrita þá getur þú ritað nafn þeirra í leitarglugga leitavéla til þess að lesa þig til um forritin.

Vírus og hnýsibúnaður (e. Spyware) geta líka verið ástæðan fyrir hægvirkri tölvu. ATH Ef þú ert með Windows 8-10 uppsett á vélinni þá fylgir Windows Defender og er því ekki þörf á að sækja vírusvarnaforrit. Annað mikilvægt er að setja ekki upp fleiri en eitt vírusvarnaforrit og leitið ráða ef þið eruð ekki viss, það borgar sig!

Það er nauðsynlegt að hafa vírusvörn í tölvunni og hægt er að sækja ókeypis vírusvörn á eftirfarandi vefsíðum:

AVG
Avast
AviraMalwareBytes

Eftir niðurhal ræsirðu vírusvarnaforritið og ferð eftir leiðbeiningum sem birtast á skjánum.

Annað sem hægt er að gera er að sækja CCleaner, ókeypis forrit sem losar þig við skammtímaskrár og vísanir í forrit sem ekki eru lengur til staðar og eyðir þeim sem og færslum í skráningarkerfi tölvunnar sem eru ekki lengur í notkun. Auk þess að eyða ónauðsynlegum skrám þá hjálpar forritið við að vernda persónulegar upplýsingar með því að eyða ferlum (e. history) og svokölluðum kökum (e. cookies), sem stundum safna upplýsingum um notendur án þess að þeir verði varir við það.

Þegar þú keyrir CCleaner þá geturðu látið forritið greina hvað þarf að laga með því að velja Analyze. Eftir greininguna færðu stutta samantekt á því hvaða gögnum forritið mun eyða og hve mikið pláss losnar. Mælt er með því að nota forritið reglulega eða a.m.k. einu sinni í mánuði.

Sambærileg forrit:

Windows Defender
Spybot

Þar sem til er ógrynni af ýmiss konar tölvuveirum og hnýsibúnaði sem hafa þann eina tilgang að komast yfir viðkvæmar upplýsingar eða valda sem mestu tjóni, er mikilvægt að gera það sem hægt er til þess að verja persónulegar upplýsingar og gögnin ykkar.

Viðeigandi varúðarráðstafanir auka öryggi þitt og þinna;

 • Tryggðu að hugbúnaðurinn í tölvunni sem þú notar sé ávallt búinn nýjustu öryggisuppfærslum
 • Varastu að opna viðhengi eða hlekki (e. Link, URL) sem þú bjóst ekki við, hvort sem er í gegnum tölvupóst eða einhvers konar samskiptaforrit
 • Ekki geyma PIN númer, lykilorð o.þ.h. upplýsingar í tölvunni
 • Vertu á varðbergi gagnvart hvers konar gylliboðum sem þér berast í gegnum tölvupóst og samskiptaforrit. Ef þú tókst ekki þátt í Lottóinu þá vannstu ekki!
 • Varastu Internet glugga sem opnast sjálfkrafa (e. Pop-up window), nema þú sért viss um að upplýsingarnar séu frá traustum aðila
 • Læstu tölvunni með lykilorði
 • Skiptu reglulega um lykilorð
 • Passaðu upp á harða disk tölvunnar þegar líftími hennar er á enda og láttu vita ef gögn á disknum eru viðkvæm svo tekið sé tillit til þess þegar tölvunni er fargað
 • Útskráðu þig ávallt úr tölvum sem aðrir hafa aðgang að og sýndu tillitssemi ef aðrir hafa gleymt að útskrá sig með því að skrá þá út
 • Athugaðu að allar tölvur verða að hafa uppsett vírusvarnaforrit, forrit sem verja tölvuna gegn hnýsiforritum og eldvegg (e. Firewall). Ef þú ert með Windows 8-10 þá ætti Windows Defender að duga
 • Vertu á varðbergi þegar þú notar tölvu sem er í eigu einhvers sem þú þekkir ekki.

Eftirfarandi atriði benda á að vírus sé kominn í tölvuna:

 • Tölvan er hægvirkari
 • Þú færð óvænt skilaboð eða forrit ræsa sig sjálfkrafa
 • Stýrikerfið og önnur forrit virka ekki sem skyldi.

Eftirfarandi atriði benda til þess að hnýsibúnaður sé kominn í tölvuna:

 • Ný tækjastika eða flýtivalmynd/ir birtast í vefskoðara
 • Heimasíða, músabendill og/eða leitaforrit virka ekki sem skyldi
 • Þú ritar vefslóð vefsíðu í vefskoðara en ert færð/ur á aðrar slóðir
 • Þú færð vefglugga upp á þess að vera tengd/ur við internetið
 • Tölvan er hægvirkari.

Annað sem hægt er að gera til þess að bæta virkni tölvunnar er að villuleita hana. Veljið Windows táknið neðst í vinstra horni skjáborðs, ritið troubleshooter og smellið á Enter á lyklaborðinu. Um leið fer leitargluggi í gang og opnar glugga með nokkrum aðgerðum til þess að leysa villur. Sjá skrefin hér fyrir neðan;

 1. Smelltu á Windows táknið (eða fánahnapp á lyklaborðinu), ritaðu troubleshoot og smelltu á Enter hnappinn á lyklaborðinu.
 2. Veldu réttan flokk eftir því sem við á og undirflokk. Fyrir hvert atriði sem þú velur færðu glugga sem leitar að villum og býður upp á aðgerðir til að laga villur.

 

 

Steinunn Chillar með Stúdentum

20150929_145639
Um daginn hélt Steinunn Helga sína fyrstu vefstofu með meistaranemum á 27 manna námskeiði. Á misserinu hittir hún nemendur sína á tveimur staðlotum í tvo hálfa daga í hvort sinn og svo býður hún þeim  upp á vikulega vefstofu í gegnum Adobe Connect.
Á þessari fyrstu vefstofu tók það nemendur nokkurn tíma að kveikja á hljóðnemum og myndavélum og setja upp heyrnartól. Það tók þá líka smá stund að stilla hljóðið, en eftir u.þ.b. 20 mínútur var hægt að hefjast handa.
Svo virtist sem nemendur hafi annað hvort ekki lesið nógu vel leiðbeiningar sem Steinunn sendi þeim fyrir fundinn eða ekki skilið þær. (Sjá fyrirmynd að fundarboði) Ef fundarmenn hafa ekki undirbúið sig og kíkt inn í herbergið fyrir fundinn fer alltaf einhver tími í að hjálpa þeim að finna stjórntækin og stilla þau. Mér finnst gott að hafa skriflegar leiðbeiningar sýnilegar í fundarherberginu þegar þátttakendur koma inn: Þú getur afritað þessar leiðbeiningar og sett í textahólf (Pods-Notes) í þínum fundarherbergjum.
Steinunn fékk nemendur í upphafi til að grípa hljóðnemann og segja til nafns, því bæði er gott að tengja nafn, rödd og mynd saman og nauðsynlegt að rifja upp nöfnin frá því á staðlotunni.
Eftir stuttan inngang, sem Steinunn var reyndar búin að senda þeim á Moodle, skipti hún þátttakendum í þrjá hópa og sendi þau út í sérstök hópvinnusvæði þar sem þau unnu saman í um 20-30 mínútur. Nemendur ræddu saman um tvær rannsóknargreinar sem þeir höfðu lesið og drógu saman aðalatriðin. Steinunn flakkaði aðeins á milli hópvinnusvæðanna til að kanna hvort allt væri í lagi, en lét annars í friði til að ræða málin. Þegar hópavinnunni var að ljúka sendi Steinunn þeim skriflega tilkynningu innan kerfisins um að senn færi hópavinnunni að ljúka og þau myndu færast yfir í aðalsvæði fundarherbergisins.
Allur hópurinn ræddi síðan saman um greinarnar og upplifunina af því að ræða um námsefnið yfir netið.

Eins og sjá má var Steinunn ótrúlega cool að sjá þar sem hún sat í makindum inni á skrifstofunni sinni með nemendur sína á skjánum öll að spjalla saman um áhugaverðar rannsóknargreinar um skólastjórnun.

Hópavinna í fjarfundum

hopavinna2

Hér má sjá eina útgáfu af útsendingu. Hér eru þrír hópar að vinna í kennslustofu og aðeins einn á línunni (sést á skjánum) textinn snýst meira um það þegar enn fleiri eru á línunni og það þarf að skipta hópnum sem er í fjarfundakerfinu í marga hópa.

Nú þegar staðlotur eru búnar erum við mörg að prófa okkur áfam með leiðir til að eiga gagnlega og merkingarbæra fundi með nemendum okkar á milli staðlota, enda hittum við þau í mun styttri tíma á staðlotum en undanfarin ár.

Sum okkar spyrjum okkur hvernig er gagnlegt að nota tímann með nemendum. Ef við erum t.d. búin að taka upp fyrirlestra og leggja fyrir alls konar verkefni, er ástæða til að bjóða upp á umræður. En ef við erum með 15-50 manns á línunni í fundarherbergi verður lítið um gagnlegar umræður. Því er ekki úr vegi að bjóða upp á hópavinnu. Adobe Connect býður upp á þann möguleika að skipta þátttakendum í minni hópa og deifa þeim í hópvinnusvæði eða “Breakout Room”. Með því að nota þau getum við byrjað fund með nemendum og lagt inn eitthvert umræðuefni, skipt nemendum í hópa í Adobe Connect þar sem þau vinna saman 3-5 í hóp í 10-30 mínútur og koma svo saman aftur í fundarherberginu til að gefa skýrslur um niðurstöðu hópavinnunnar.

Í Adobe Connect geta þátttakendur verið í mynd og talað saman með aðstoð hljóðnema, þeir geta skrifast á og jafnvel skrifað fundargerð á þa til gerð verkfæri í Adobe Connect.

Vilji maður betri samvinnutæki þar sem niðurstaðan er aðgengileg síðar er hæat að nota vefþjónustur sem bjóða upp á að þátttakendur séu allir að vinna í sama skjalinu á sama tíma. Þar koma Google Docs, Microsoft Office 365 fyrst í huga, en svo eru til skemmtilegar þjónustur sem bjóða upp á n.k. óendanlega stórar töflur sem notendur geta skrifað á, póstað myndum, myndskeyðum og öðru efni. Mér hefur reynst vel að nota hugarkort við svona vinnu, nemendur eiga mjög auðvelt með að læra að nota þessi tól og þurfa aldrei neina tilsögn

 

Office 365 – Opinn Aðgangur innan Háskóla Íslands

Samningur á milli RHÍ og Microsoft gefur starfsfólki og nemendum Háskóla Íslands opinn aðgang að Office 365. Þetta þýðir að með Office 365 hefur þú aðgengi að Office forritunum í öllum netttengdum tölvum, án þess að hafa þau uppsett (á sjálfri tölvunni). Eins getur þú sett upp Office á borðtölvunni heima hjá þér og í vinnunni en hver og einn hefur 4 notendaleyfi, sem þýðir að þú ert ekki bundinn við eitt tæki í senn. Fyrir þau ykkar sem safna öllu og henda engu þá gleður mig að segja ykkur að við höfum aðgengi að 1TB (terrabæti) í geymsluplássi. Office býður upp á Word-online, Excel-online, PowerPoint-online, Outlook-online og OneNote-online. Einnig er hægt að nota Yammer, Delve og Video.

YammerYammer er innbyggður samfélagsmiðill, sem nýtist við hópvinnu eða önnur samskipti nemenda og kennara tengd námi og kennslu. Notið Yammer til þess að tengjast samstarfsfólki, vinna með þeim og deila gögnum og hugmyndum hvar og hvenær sem er. Hægt er að bæta við notendum og búa til mismunandi hópa til þess að auðvelda samvinnu. Fyrir notkun á snjalltækjum er hægt að sækja smáforrit og þá er auðvelt að vera í sambandi á ferð og flugi.

Delve er leitarvél sem gerir þér kleift að leita að upplýsingum í gegnum allt Office efnið þitt. Þú þarft ekki að muna titil né staðsetningu og færð einungis upp skjöl sem þú hefur þegar réttindi að. Með Delve getur þú skoðað upplýsingar um samstarfsfólk og breytt eigin upplýsingum. Þegar þú og samstarfsfólk þitt skoðið, breytið og deilið skrám er Delve á sama tíma að safna upplýsingum um vinnubrögð ykkar til þess að aðlaga heimasíðuna að ykkur og því eru upplýsingar settar upp á mismunandi hátt á heimasíðu hvers og eins.
officedelveVideo auðveldar miðlun myndskeiða og getur þú gefið ákveðnum aðilum aðgang og réttindi að myndskeiðum innan HÍ. Örugg leið til þess að deila náms- og kennsluefni þar sem þú ákveður hver hefur réttindi á þinni rás. Auðvelt er að stofna þína eigin myndskeiðarás, þar sem þú hleður inn efni úr tölvunni eða öðru snjalltæki og deilir með öðrum. Hægt er að nota Yammer til þess að deila rásinni þinni með starfsfólki eða nemendum.
Sú þjónusta sem við höfum aðgengi að með Office 365 getur auðveldað hverskonar samvinnu bæði þeirra sem eru innan kerfisins og utan t.d. að deila/miðla efni og samvinnuskrif. Það besta er að þú getur nálgast skjölin þín í hvaða nettengdu tölvu sem er. Hér er myndskeið fyrir nemendur svo þeir viti hvernig á að hlaða inn myndskeiði á rás sem kennari hefur stofnað.

Byrjaðu að nýta þér Office-forritin í námi og starfi!

AC Verkstæði á næstu dögum

Næstu daga verða dagleg verkstæði í tengslum við uppsetningu á Adobe Connect  sem hér segir:

Verkstæðií í lok ágúst 2015

 • 24.8 mán kl. 10:30 – 11:30  í stofu H 001 
 • 25.8 þri kl. 10:30 – 11:30 H-101
 • 26.8 mið kl. 10:30 – 11:30 K-202
 • 27.8 fim kl. 10:30 – 11:30 H-001
 • 28.8 fös kl. 10:30 – 11:30 H-201

Daglega líka í vikunni 31. ágúst – 4. sept

Svona nota ég Adobe Connect

AC-Utsending

Á námskeiðinu Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra, sem ég kenni í vetur, mun ég nota Adobe Connect í vikulega veffundi; 1 1/2 klst. fundi í Stakkahlíð með þátttöku fjarnema í gegnum Adobe Connect.

Á veffundi reyni ég að hafa tvær myndavélar í gangi í stofunni: Yfirleitt er myndavél með hljóðnema á kennaratölvunni sem tekur mynd yfir kennslustofuna og svo hef ég fartölvu við fundarborð þannig að myndavélin á henni taki mynd af mér, ég hef slökkt á öllu hljóði á fartölvunni. Svo bið ég nemendurna á linunni að vera í mynd, þannig að allir þátttakendur fundarins að sjást á skjámynd Adobe Connect, sem ég varpa upp á tjald.. Mér finnst muna mikið um að fundargestir í Stakkahlíð sjái þátttakendurna sem eru á línunni, þannig myndast betri tilfinning fyrir öllum hópnum.
ACVeffundur3
Ef við viljum nota glærur, hlöðum við þeim oftast upp í Adobe Connect, þá varpar skjávarpinn bæði glærum OG myndium af þátttakendum upp á vegg. Og við fáum betri tilfinningu fyrir því að við séum öll saman í þessu, fjarnemarnir á línunni og við sem erum í kennslustofunni.
Ef við viljum nota einhver önnur gögn, þá deilum við gjarnan skjánum (Share my screen) á kennaratölvunni. Í því tilfelli varpast aðeins mynd af vefnum, hugarkortinu, glærunni eða skjalinu sem við erum að vinna í, upp á tjaldið og þeir sem eru í stofunni sjá ekki lengur þá sem eru á línunni.
Við reynum að stoppa af og til og fá þá sem eru á línunni til að taka til máls, varpa fram spurningum eða bregðast við. Stundum er einhver þeirra með kynningu á afmörkuðu þema.
Fyrir þetta námskeið vel ég gjarnan þetta veffundarform, þar sem sumir nemendur eru á staðnum og aðrir á línunni, einmitt til þess að koma til móts við þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu og vilja gjarnan hitta aðra nemendur og kennara reglulega. Gallinn við þáað form er að þeim sem eru á línunni finnst þeir stundum vera aðeins fyrir utan. Vefstofuformið, þar sem allir eru á línunni, hver við sína tölvu, hefur þann kost að allir standa jafnfætis. Vesfstofur eru líka auðveldari fyrir kennarann, þar sem hann getur einbeitt sér að því sem er að gerast á skjánum. En þegar maður er að senda út það sem gerist í kennslustofu er athyglin á tveimur hópum, og það er þá skiljanlega meira stress á kennaranum. Leið til að minnka það stress er að deila ábyrgðinni, með samkennara, eða nemanda. Ég hef verið að gera tilraunir með að fá nemendur til að axla ábyrgð á tæknimálunum, það er að þróast. Sjá leiðbeiningar sem ég er að vinna í.
Vonandi gefa þessar pælingar þér einhverjar hugmyndir. Ég er að vinna í því að skrifa lýsingar á nokkrum ólíkum sviðsmyndum, sjá hér.

Moodle námskeið

Kæra samstarfsfólk,

Kærar þakkir fyrir frábæra móttöku fyrstu vinnuvikuna á Menntavísindasviði.

Mig langar að benda þeim kennurum sem nota Moodle á að hafa samband hið fyrsta við moodle@hi.is og/eða bjarndis@hi.is, til þess að stofna námskeið ykkar. Vinsamlegast sendið heiti og númer námskeiðs og upplýsingar um hvort þið viljið fá gömul námskeið inn á Moodle eða hvort þið viljið stofna nýtt námskeið. Passið að námskeið ykkar sé ekki sýnilegt á meðan þið vinnið í því. Einnig vil ég benda á að nemendur verða að skrá sig inn á Moodle því það er ekki nóg að hafa skráð sig á Uglu. Endilega bendið nemendum ykkar á þetta. Best er að setja fyrstu tilkynningu inn á Uglu um að nemendur verði að opna/innskrá sig á Moodle til þess að hafa aðgang að námskeiðum.

Með Bestu kveðju,

Áslaug Björk Eggertsdóttir
Verkefnisstjóri Menntasmiðju

Við hjálpum þér af stað…

Næstu þrjár vikurnar bjóðum við upp á dagleg verkstæði fyrir þá sem vilja komast af stað með að nota Adobe Connect.

ACMobile-Learning
Á verkstæðunum hjálpum við ykkur að búa til fundarherbergi í Adobe Connect, stilla hljóð og mynd o.s.frv.
Við förum yfir helstu möguleika við notkun Adobe Connect og bjóðum upp á samtal um notkun AC í kennslu allt eftir aðstæðum og þátttakendum.
Á vef menntasmiðju eru skriflegar leiðbeiningar: Smelltu á Adobe Connect á valstikunni hér fyrir ofan í miðjunni.
 

Moodle 2.6

Á næstu önn, þ.e. frá hausti 1014, verður tekin í notkun ný útgáfa af Moodle. Ýmsar áhugaverðar nýjungar eru á ferðinni í takti við nýjustu tækni. Áhugaverðast finnst mér að vefurinn verður svokallaður “snjallvefur (Responsive Web)” sem þýðir m.a. að hann lagar sig sjálfkrafa að mismunandi tækjum, spjaldtölvum og farsímum.

Hér er stutt myndband með yfirliti um helstu nýjungar:

Vendikennsla í háskólanámi

Háskólar víða um heim hafa tekið upp vendikennslu (speglaða) í stað hins hefðbundna. Á ensku nefnt “flipped classroom” Hér er myndband sem lýsir þessu með einföldum og skýrum hætti.

 

 

Samkennsla eða hvað?

Hugtakið samkennsla hefur verið talsvert notað á Menntavísindasviði eftir að fjarnám og hefðbundið nám var sameinað fyrir nokkrum árum. Hugtakið samkennsla hefur á hinn bóginn verið bundið við samkennslu árganga í grunnskóla og þess vegna er leitað eftir öðru hugtaki yfir þetta kennsluform. Mér finnst þó mikilvægara að skilgreina hvað felst í samkennslu á háskólastigi en einhverri nýyrðasmíð í þessu samhengi. Þótt þetta kennsluform eigi margt sameiginlegt með vel skilgreindum kennsluaðferðum eins og blönduðu námi (blended learning eða hybrid learning) er þó um grundvallar mismun að ræða þar sem nemendahópurinn í heild er bundinn við stað og stund í bland við Netnám. Vendikennsla (flipped), á vissan hátt, er þó algeng í samkennslunni og er í raun afbrigði af blönduðu námi.

Sveigjanlegt nám (flexible learning)  á líklega, samkvæmt skilgreininunni, meira sameiginlegt með samkennslunni. Og þá  liggur e.t.v. beinna við að tala um sveigjanlegt nám eða opið og sveigjanlegt nám á háskólastigi. Það leysir þó engan vanda fyrir hinn almenna háskólakennara sem er eðlilega uppteknari af sinni eigin fræðigrein en stefnum og straumum í kennslu. Þannig ber allt að einu, sérfræðingar í háskólakennslu og annað áhugafólk innan menntunarfræðanna þarf nauðsynlega að leggja einfaldar og skýrar leiðbeinandi línur um kennsluaðferðir í samkennslu á háskólastigi. Þetta á raunar ekki aðeinis við um samkennsluna  heldur yfirleitt í nútíma háskólakennslu.

The Higher Education Academy er sjálfstæð stofnun og á í samvinnu við fjölda háskóla í Englandi, Wales, Scotlandi og Norður Írlandi. Eitt meginverkefnið er stefnumótun í háskólakennslu. E.t.v. er eitthvað þar að sækja í tengslum við stefnumótun Háskóla Íslands um sama efni og vísast samstarf háskóla á Íslandi um nútíma háskólastarf.

Krækjusafn

Mikilvægi umræðunnar

SókratesUmræðuvefurinn er án efa eitt allra mikilvægasta verkfærið í Moodle og við sambærilegar aðferðir til samskipta, hvarvetna þar sem nám á Netinu  kemur við sögu. Í hefðbundnu námi eru umræðurnar ekki síður mikilvægar enda eitt elsta og mikilvægasta kennsluformið, gjarnan tengt við Sókrates.  Í Netnámi gegnir umræðuvefurinn auknu hlutverki því við hann er notast í óformlgum umræðum, fyrirspurnum og  í stað almennra samskipta sem fram fara innan hinnan veggja skólastofunnar.

Ég er þeirrar skoðunar að umræðan eigi að vera skilgreindur þáttur Netnáms sem kemur til mats auk almennra óformegra samskipta svo mikilvæg sem þetta kennsluform er. Kennsluráð Menntavísindasviðs stendur fyrir hádegisverðarfundum um ýmsa þætti náms og kennslu.  Á dögunum var haldinn áhugaverður fundur um notkun samfélagsmiðla í háskólakennlu. Fésbókin og Tvitter fengu góða dóma og í ljós   kom að ýmsir atofna sérstaka aðgangsstýrða Fésbókarvefi fyrir námskeiðin sín. Allt sem stuðlar samkennd og að nemendum finnist þeir hluti af heild er mikilvægt í fjar- og blönduðu námi og þannig eru samfélagsmiðlar kærkomin viðbót.  Á hinn bóginn er sjálfur umræðuvefurinn í kennslukerfi hannaður til að gera kennara kleift að fylgjast með umræðunni, kalla fram inlegg hvers og eins og meta þau eða setja upp jafningjamat. Óformleg samskipti eiga því eftir atvikum vel við á samfélagsmiðlum en hin formlegu í kennslukerfinu, einkum ef þau koma til mats.

Ég setti saman fyrir nokkrum árum leiðbeinandi efni og ábendingar um hvernig má efla umræður í kennslukerfi. Þar er einnig að finna nokkur dæmi um matskvarða (rubrics) sem nota mætti til viðmiðunar við mat, t.d í  Moodle. Ég hef einnig safnað saman efni á Netinu um þetta efni em má ætla að sé nytsamlegt.

Er Moodle hvetjandi fyrir skólastarf

Moodle er  eitt algengasta náms- og kennslukerfið í íslenskum skólum á öllum skólastigum. Það kemur við sögu í hefðbundnu skólastarfi ekki síður en í fjarkennslu eða blönduðu námi eins og hér á Menntavísindasviði. Nær öll námskeið eru sett upp í Moodle hvort sem þau eru hefðbundin eða blönduð (stað og fjar). Virkni er auðvitað mismunandi og dæmi um að einungis sé stuðst við Uglu sem hefur reynst ágætlega sé um staðbundin námskeið að ræða.

Náms- og kennslukerfum (sbr. Moodle) er sameiginlegt að vera eins konar söfn ólíkra en samvirkra verkfæra til að auðvelda nám og kennslu á Netinu. Einn mikilvægur kostur er að þau eru að mestu lokuð frá almennri vefumferð. Ýmsir telja þetta þó alvarlegan galla, t.d. hindra notkun samfélagsmiðla sem margir hverjir henta vel í námi og kennslu. Þó er það svo að við Moodle er unnt að fá margs konar íbætur (plugins) sem auvelda notkun slíkra miðla samfara kennslukerfinu.

Spurning mín er hvort Moodle hvetur  til náms fremur en letur. Veldur hver á heldur á hér við eins og í flestu öðru og kemur ýmislegt til sem væri of langt upp að telja í stuttu spjalli. Eftirfarandi vegur þó að mínu mati þungt:

 • Framsetning og skipulag
 • Notkun hinna fjölbreyttu verkfæra eftir því sem við á
 • Samskiptaleiðir nýttar til samvinnu og hópavinnu
 • Að nemandinn finni fyrir nærveru kennarans.

Ég las nýlega skýrslu um þróunarstarf  sem fram fór Grunnskóla Seltjarnarnes. “Tilgangur verkefnisins var að skapa heildrænt og öruggt námsumhverfi á veraldarvefnum fyrir nemendur á unglingastigi í Grunnskóla Seltjarnarnes” eins og segir í  inngangi skýrslunnar. Þar er m.a. gerð grein fyrir niðurstöðum könnunar meðal nemenda um þýðingu verkefnisins fyrir skólastarfið. Könnunin var ef til vill ekki nægjanlega marktæk en eftirfarandi niðurstöður vekja þrátt fyrir það sérstaka athygli:

 1. 91% svarenda telur að tölvunotkun geri námið auðveldara,
 2. 68% finnst að Moodle auðveldi þeim verkefnaskil.
 3. 56% nemenda finnst að Moodle auðveldi þeim að halda utan um námið,
 4. 68% nemenda telja að gæði þeirra námsgreina hafi aukist þar sem stuðst er við Moodle,
 5. 79% nemenda nota Moodle til undirbúnings fyrir próf,
 6. 70$ nemenda telja að nota eigi Moodle í fleiri námsgreinum,
 7. 53% nenda voru fljótir at tileinka sér notkun kerfisins.

Af þessu má ætla að notkun  Moodle virki hvetjandi fyrir nemendur í elstu bekkjum grunnskóla og ég held að það eigi einnig við um önnur skólastig. Miklu máli skiptir þó hvernig kerfið er notað. Ég hef sett fram eins konar gæðaramma sem stuðst er við í HÍ, einkum þó á Menntavísindasviði þar sem samkennsla stað og fjar er algengasta kennsluformið. Einnig hef ég birt gátlista til viðmiðunar við gerð kennsluáætlana og kennslu með Moodle miðað við samkennsluna (ekki samkennslu árganga heldur samkennslu stað- og fjarnema).

Ég  er að safna efni sem ætlað er að vera til leiðsagnar um hvetjandi námsumhverfi með Moodle.

 

 

 

 

Yfirlit um Moodle 2.4

Nú líður að kennslu haustmisseris. Moodle hwdur verið uppfært úr útgáfu 2.1 í 2.4. Ýmsar góðar endurbætur hafa verið gerðar og kerfið í heild er um margt notendavænna. Kristbjörg Olsen verkefnastjóri í Kennslumiðstöð HÍ hefur tekið saman yfirlit um belstu breytingar. Þá hefur Sigurður Fjalar Jónsson tekið saman ágætt yfirlit. Hér einnig upptaka af erindi Ingvars Á Ingvarssonar um þetta efni.

[vCitaMeetingScheduler type=widget height=100]

 

 

Learning to Teach Online

Learning to Teach Online er verkefnisvefur sem vistaður er hjá University of New South Wales í Ástralíu, COFA Online. Um er áð ræða MERLOT verðlaunaverkefni 1012 og „ascilite“ 2011 sem stendur fyrir Australasian Socaiety for Computers in Learning in Tertiare Education.

Vefurninn er samstarfsverkefni margra háskóla í Ástralíu og koma að því fjöldi sérfræðinga, kennara og menntunarfræðina. Efnið er  líklega fremur sniðið að háskólakennslu en er öllum opið án endurgjalds. Það er afar fjölbreytilegt, bæði hvað varðar innihald og miðlun.

Ég er þess fullviss að áhugafólk um nútíma háskólakennslu getur fundið eitthvað við hæfi, hvert sem kennsluformið er, hefðbundið, blandað eða fjar.
<

[vCitaMeetingScheduler type=widget height=100]

Námskeið og vinnustofur í águst

Kennslumiðstöð HÍ stendur fyrir  vinnustofum og námskeiðum í ágúst 2013

13.8. kl. 9-12 Moodle, grunnvinnustofa Oddi-102 
16.8. kl. 9-12 Moodle, skipulag Oddi-102
20.8. kl. 10-14 Hæfniviðmið, opið hús Kennslumiðstöð
22.8. kl. 9-16 Nýir kennarar, kynningardagur Árnagarður-310
23.8. kl. 11-12 Ugla, kynning á námsumsjónakerfi Árnagarður-310
28.8. kl.11-12 eMission, kynning Klettur-102
28.8. kl. 13-14 eMission, kynning Árnagarður-310
29.8. kl. 9-12 Moodle-próf, vinnustofa Oddi-102

 

 

 

 

 

 

Grunnvinnustofa í Moodle
13. ágúst, kl. 9:00-12:00
Oddi, stofa 102

Kennarar Kristbjörg Olsen og Rúnar Sigurðsson verkefnastjórar hjá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands.

Vinnustofan er hugsuð sem inngangur að Moodle. Byrjað verður á að kynna viðmót Moodle. Þátttakendur munu læra að nota ýmis verkfæri kennsluvefsins og skoða einstök verkfæri bæði út frá hlutverki nemanda og kennara. Meðal efnis sem tekið verður fyrir:
·        Notandareikningurinn
·        Verkfæri til að móta, skipuleggja og breyta uppsetningu kennslusíðunnar
·        Tilkynningar til allra nemenda eða nokkurra útvalinna
·        Umræða, spjall og skilaboð
·        Skjöl, möppur og undirsíður
·        Skilaverkefni
·        Skráning einkunna og endurgjöf
·        Blokkir

Hæfniviðmið:
Að vinnustofu lokinni munu þátttakendur:
– þekkja hvar helstu verkfæri námskeiðsvefs eru staðsett og hafa prófað nokkur þau algengustu  t.d. að setja skrá/möppu á vef, senda tilkynningu til nemenda, setja upp verkefnaskil og gefa einkunnir.
– þekkja helstu verkfæri Moodle til mótunar, skipulags og uppsetningar námskeiðsvefs.
– þekkja helstu stillingar notandareiknings.

Fyrir hverja?
Námskeiðið er ætlað kennurum og öðru starfsfólki HÍ sem hyggst nota Moodle sem kennsluvef fyrir námskeið.

———————————–

Moodle: Skipulag námskeiðsvefs
16. ágúst, kl. 9:00-12:00
Oddi, stofa 102

Kennarar Kristbjörg Olsen og Rúnar Sigurðsson verkefnastjórar hjá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands.

Kynntar verða leiðir til að móta og skipuleggja Moodle námskeiðsvef með það að leiðarljósi að gera hann notendavænni og skilvirkari. Auk þess verður sýnt hvernig virkja má skráningu vinnuskila á námskeiði en með þeim hefur kennari einfalt yfirlit yfir vinnu nemenda  á einum stað s.s. vegna verkefnaskila, prófa og annars. Með skráningu vinnuskila fær hver nemandi einnig yfirsýn yfir eigin vinnustöðu í námskeiði.

Hæfniviðmið:
Að vinnustofu lokinni munu þátttakendur:
– kunna á þau verkfæri sem eru í boði til að móta og skipuleggja námskeiðsvefinn.
– þekkja leiðir til að gera námskeiðsvef notendavænni.
– vita hvernig stýra má aðgangi nemenda að tilteknu efni.
– þekkja hvernig veita má nemendum yfirsýn yfir eigin stöðu vegna vinnu/verkefnaskila með skráningu vinnuskila.

Fyrir hverja?
Vinnustofan er ætluð þeim sem þekkja og hafa unnið í Moodle.

———————————–

Kynning á kennsluvef Uglu, heimasvæði og netsvæði notanda.
22. ágúst kl. 11-12
Gimli 103
Kennari: Kristbjörg Olsen

Farið verður yfir helstu verkfæri námskeiðsvefs Uglu t.d. hvernig skrár/möppur eru settar upp, verkefnaskil stofnuð, einkunnir skráðar, tilkynningar sendar o.fl. Auk þess verður heimasvæði (Skrárnar mínar) og netsvæði notanda kynnt.

Hæfniviðmið:
Að vinnustofu lokinni munu þátttakendur:
– þekkja helstu verkfæri námskeiðsvefs.
– þekkja tilgang heimasvæðis og netsvæðis.

Fyrir hvern?
Vinnustofan er ætluð kennurum Háskólans.

———————————–

Próf í Moodle – vinnustofa
29. ágúst kl. 9:00 – 12:00
Oddi, stofa 102

Kennarar Kristbjörg Olsen og Rúnar Sigurðsson verkefnastjórar hjá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands.

Í vinnustofunni verður farið í hvernig próf er sett upp og spurningar búnar til. Ólíkir möguleikar í uppsetningu prófs verða skoðaðir s.s. dags./tímasetningar, hvernig skilyrða má aðgang nemenda að prófi út frá lokum annarra verkefna o.fl. Spurningabankinn verður útskýrður og  hvernig setja má spurningar í flokka. Einnig verður farið yfir hvernig prófúrlausnir skila sér inn og hvernig endurgjöf fer fram.

Þátttakendur setja upp próf, búa til spurningar, taka prófið sem nemendur, skoða hvernig prófúrlausnir skila sér inn og hvernig námsmat og endurgjöf fer fram.

Hæfniviðmið:
Að vinnustofu lokinni munu þátttakendur:

– kunna að setja upp próf í Moodle og þekkja helstu stillingar þar að lútandi, t.d. tímastillingar og aðgangur nemenda að eigin prófúrlausnum.
– vita hvar og hvernig spurningar eru settar upp og flokkaðar í spurningabankanum.
– þekkja hvernig spurningum er raðað inn í próf; síðuskipti og spurningar af handahófi.
– vita hvernig próf er tekið í Moodle.
– vita hvar prófúrlausnir nemenda eru skoðaðar og hvernig einkunnir eru gefnar handvirkt.

Fyrir hvern?
Vinnustofan er ætluð þeim sem þekkja og hafa unnið í Moodle.

Google Apps for Education

Google Apps for Educaton er pakki frá Google sem er hægt að tengja við, t.d. lén og inniheldur eftirfarandi samvirka þjónustu:

 • Tölvupóstur og vídeósamskipti
 • Fjölvirkt dagatal
 • Gagnasvæði (ský)
 • Ritvinnsla, töflureikir, glærugerð
 • Vefsvæði og vefgerð
 • Vídeoþjónusta (sbr. You Tube)

Fjöldi háskóla nýtir nú þegar þessa þjónustu og ber öllum saman um að um  mikið framfaaspor sé að ræða hvað varðar gæði þjónustunnar og sparnaðurinn er svo umtalsverður að mér sýnist full þörf á að kanna þetta nánar. Ég get auðvitað ekki borið saman kostnaðarlega, núverandi þjónustu RHÍ og þessa, né heldur kostnað við að samhæfa Google Apps for Education og Uglu eða yfirleitt hvort það er tæknilega mögulegt. Læt  öðrum það eftir.

Fyrir áhugasama er hér myndbandsupptaka þar sem þessari þjónustu, eðli hennar og kostum er lýst ítarlega:

x

Fjölmargir háskólar nota þjónustuna. Hér er dæmi um úttekt og árangur:

x

x

Mér finnst þessi þjónusta mjög áhhugaverð, hvort heldur er í kennslu, rannsóknum eða í almennu skólastarfi. Það væri hið minnsta þess virði að prófa hana í skilgreindum smærri hópum eða jafnvel námskeiðum þar sem upplýsingatækni kemur við sögu.

[vCitaMeetingScheduler type=widget height=100]