Kennslumálaþing 2016 – Hvernig metum við gæði kennslu?

Árlegt kennslumálaþing Háskóla Íslands var haldið á Háskólatorgi föstudaginn 18. mars 2016. Málþingið var skipulagt af Stúdentaráði, kennslumálanefnd, gæðanefnd og Kennslumiðstöð Háskóla Íslands. Á málþingið mættu fjölmargir kennarar og nemendur og fleiri en höfðu skráð sig. Áherslumál þingsins var hvernig meta ætti gæði kennslu og var stýrt af Aroni
Ólafssyni, formanni Stúdentaráðs. Aron stóð sig frábærlega og umræðuborðum var vel stýrt af fulltrúum náms- og kennslunefnda stúdenta og kennslunefnda fræðasviða. Þátttakendur tóku þátt í umræðum og borðstjórar skráðu niðurstöður á veggspjöld. Hér fyrir neðan er hægt að sjá fólkið á þinginu og veggspjöldin.

Nánar um mat á gæðum kennslu

Guðrún Geirsdóttir benti á umgjörð um gæði kennslu í Ástralíu en þar er hægt að finna leiðbeiningar fyrir Háskóla og starfsfólk í tengslum við greiningu á gæði kennslu. Fimm Háskólar í Ástralíu leiddu verkefnið þar sem sérstök áhersla var á greina gæði kennslu, styðja við kennslu og verðlauna þegar vel er að staðið.

 

 

Hjálparhönd í kennslu

helping-hands2

Hjálparhönd

Hjálparhönd – breytum veikleikum í styrkleika

Ein leið til að hjálpa kennara sem skortir einhverja kunnáttu í starfi sínu er að láta hann vinna með kennara sem kann. Samkvæmt nýrri rannsókn hefur það jákvæð áhrif að kunnáttuminni kennarar vinni með kunnáttumeiri ef rétt er að slíku samstarfi staðið. Fyrri rannsóknir hafa líka sýnt að kennari sem sýnir mikla hæfni í starfi hefur jákvæð áhrif á kennslu samstarfsmanna sinna. Annar kostur við slíkt samstarf er að
kunnáttuminni kennari lærir beinlínis í starfinu og sparar sér þannig fé og fyrirhöfn við frekara nám í skóla. Þessi nýja rannsókn fór fram í 14 skólum og tóku um 300 kennarar þátt í henni. Hér má sjá nánar um rannsóknina.

teachersTeachingTogether

Kennarar

Í skýrslu fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara frá 10. mars 2016, er einn grunnþáttur einmitt talinn vera kennaramenntun sem starfsævilöng menntun. Annar grunnþáttur í símenntun og starfsþróun kennara er að mati fagráðsins aðgengilegt og skilvirkt stoðkerfi fyrir starfsþróun.

FagráðÍ tillögum fagráðsins er meðal annars bent á eftirfarandi:

Leggja þarf áherslu á að þekking og reynsla reyndra kennara nýtist öðrum kennurum.

Veita þarf skólum markvissan stuðning til að skipuleggja leiðsögn við nýliða í starfi og við aðra starfandi kennara.

Skapa þarf nýliðum og leiðsagnarkennurum aðstæður í starfi til að fá leiðsögn og veita leiðsögn.

Kennurum verði skapaðar aðstæður til að starfa í anda lærdómssamfélags.

Hugmyndir að leiðum til þess að þróa lærdómssamfélag:
Starfendarannsóknir (e. action research), námsteymi (e. study groups), samtalshringir (e. conversation circles) og netsamskiptahópar (e. networked learning community).

Jafningjanám

Að kenna nemendum og kenna hvert öðru: Mikilvægi jafningjanáms fyrir kennara

Nám er félagslegt 🙂

 

 

Framhaldssögur – lykill að lestraráhuga!

Eru framhaldssögur lykillinn að auknum lestraráhuga nemenda?

Nemandi í 3. bekk

Við vitum að æfingin skapar meistarann segir skólastjórinn Katie Decker hjá Walter Bracken STEAM Academy. Börnin okkar þurfa að lesa á hverju kvöldi til að ná árangri og við byrjum eins fljótt og við getum í fyrsta bekk. Í fimmta bekk eru þau að ná markmiðum sínum og komin tveimur árum lengra en STAR lestrarmatið gerir ráð fyrir. Við komumst að því að mikið af nemendum kláruðu ekki bækurnar sem þau tóku með sér heim, þau lásu einn kafla eða þóttust vera að lesa og skráðu ekki lesturinn eins og ætlast var til af þeim. Við starfsfólkið ákváðum í sameiningu að við vildum að allir nemendur læsu eina bóka seríu og
þannig byrjuðum við. Við vissum að áhuginn yrði að koma frá nemendum og að sama skapi að hvatinn kæmi að innan eða frá þeim sjálfum. Þar sem við byrjum í 1. bekk þá ákváðum við að nota efnislega umbun eða hálsmen með lukkugrip (e. charm necklace). Sjarmerandi Hálsmen

Þegar þau klára bókaseríu þá fá þau festi á hálsmenið og er þetta eins og gull í þeirra augum.  Við komumst að því að þegar þau lesa bókaseríu ritaða af sama höfundi, þá kynnast þau og verða hrifin af aðalpersónum sögunnar. Lifa sig inn í sögunaÞetta verður til þess að skilningur og leshæfni eykst og engum tíma er eytt í að stara áhugalausum augum á bókahillu. Áhuginn skín í augum nemenda þar sem þau lifa sig inn í söguna. Til þess að vera viss um að nemendur skilji og muni það sem þau lesa var ákveðið að láta þau taka krossapróf úr efni hverrar bókar til þess að athuga lesskilning. Þarna kemur hraðlestursforritið AR (e. accelerated  reader) inn í söguna. Með forritinu sitja þau krossapróf úr bókunum sem þau lesa svo kennarar sjái hver lesskilningur þeirra er. Þau fá líka punkta fyrir hverja bók en punktarnir fara eftir stærð og þyngdarstigi bókar. Þegar þau hafa fengið 20 punkta fá þau happa önd (e. lucky ducky), verðlaun sem hvetur þau áfram.

Heppnar EndurEinnig eru verðlaunagripir veittir fyrir þann bekk sem hefur fengið bestu útkomuna úr AR prófum í lok hvers
mánaðar. Foreldrar eru hvattir til þess að taka þátt í þessu með nemendum, með því að tala um bækurnar og efnið í þeim við börnin og gera þetta að skemmtilegum tíma innan fjölskyldunnar.
Kennararnir ræða svo um efni bókarinnar við nemendur og fá þau til þess að taka eftir og ræða um tilfinningar og aðstæður í sögunni. Lesturinn og árangurinn er miklu betri en áður og eykst með hverju ári. Eins og sjá má á hér á myndinni fyrir neðan lætur árangurinn ekki á sér standa. Sjá greinina hér.Árangurinn

Skapandi ritunarkeppni á netinu fyrir áhugasama kennara:

Word Challenge
Inspire writing


Vefsíður sem fjalla um læsi:

Aðalnámskrá grunnskóla
Læsi er lykill
Hugmyndir um lestrarnám

 

Námsefni í smáforriti

handsoftwareMargir eru að búa til eigin smáforrit og kennarar þegar farnir að sýna áhuga á að nýta vinsældir smáforrita til þess að þróa eigið kennsluefni. Microsoft bendir á að ekki þurfi  að kunna forritun til þess að hanna og þróa smáforrit
fyrir nemendur.

Ef þig langar til þess að búa til smáforrit þá hjálpar að vita hvernig nemendur nota snjalltækin. SocraticSíðastliðin tvö ár hefur starfsfólk vefsíðunnar Socratic safnað og unnið úr upplýsingum til þess að komast að því
hvernig nemendur vinna og læra á netinu.

Hér eru upplýsingar sem Socratic telur gagnlegar fyrir kennara og aðra sem útbúa námsefni fyrir snjallsíma.

Batterí og líftími

Fyrir unglinga skiptir snjalltækið miklu máli. DeathtoStock_Creative Community5Þar fer fram tengslamyndun og flest samskipti við vini og vandamenn. Það er mikilvægt fyrir unglinga að vera með nettengingu og tækin eru sífellt skoðuð til þess að passa að þeir missi ekki af einhverju. Þessi mikla notkun hefur áhrif á batterí, geymslugetu og gögn þeirra. Eitt af því sem unglingar gera er að lækka birtustig skjásins því það eykur líftíma batterísins. Nemendur eiga flestir eldri snjalltæki frekar en ný og nota mikið af smáforritum sem þýðir að geymslupláss er fljótt uppurið. Þau smáforrit sem taka mikið pláss og eyða batteríi eru því fljótlega látin fjúka.

Myndir eru fljótlegasta leiðin til þess að geyma og deila efni

PictureTakenMathsAð rita spurningar eða skrá heimavinnu á lítinn snjallsíma tekur of langan tíma og stærðfræðiformúlur er of seinlegt að skrá með því að smella á litla hnappa lyklaborðsins. Nemendur taka því myndir af öllu enda sparar það vinnu og tíma. Nemendur senda líka oft myndir af hálfkláruðum dæmum til vina til þess að fá hjálp og fá til baka mynd með lausninni. Nemendur eru hættir að taka afrit af vefslóð og taka frekar myndir af efni eða vefsíðu og senda svo áfram. Sama má segja um notkun skanna, nú ertu teknar myndir frekar
en að skanna blaðsíður og efnið er vistað eða sent áfram á annan geymslumiðil.

Síminn orðinn leiðbeinandi

HNCK8377Nemendur byrja oftast á netinu þegar þeir leita svara og fá oftast hjálp frá leitarvélinni Google. Ef þeir fá ekki rétta svarið leita þeir með annarri leitarvél eins og t.d. Yahoo. Margar vefsíður sem geyma svör og útskýringar finnast ekki alltaf í leitarvélum og dæmi um eina slíka er Khan Academy. Ef þú ert að búa til námsefni þarftu að hafa í huga að hægt sé að finna efnið með almennri leit í leitavélum. Settu þig í spor nemenda og ímyndaðu þér hvernig spurninga þeir spyrja!

Flest námsefni er ekki hannað fyrir snjallsíma

Flest námsefni á netinu er ekki hannað fyrir snjallsíma en frekar hina hefðbundnu tölvuskjái og hraða nettengingu. Nemendur þurfa oft að fara í gegnum margar blaðsíður til að finna svarið og við prófanir kom í ljós að 40% vefsíðna tóku meira en 5 sekúndur að birtast sem í dag þykir of langur tími. Námsefni fyrir síma þarf að vera hraðvirkt og auðvelt að lesa af smáum skjá. Hreyfimyndir hafa komið vel út og ef sýna á myndskeið þarf að hafa sniðmátið lóðrétt svo nemendur þurfi ekki að snúa snjalltækinu.

Vinir leiðbeina í spjalli

cara-mendapatkan-followersEf leit á netinu virkar ekki þá biðja nemendur vini í smáskilaboðum um hjálp. Eins er vinsælt að búa til hópa á samfélagsmiðlum fyrir bekkinn og þar miðla nemendur til hvers annars eða biðja um hjálp. Nemendur gera sér grein fyrir því hver getur hjálpað í hvert skipti og hvern þeir hafa beðið of oft um hjálp eða hvernig þeir líta út við að spyrja. Ef þú ert að búa til félagslegt námsefni þá þarf að hafa í huga með hverjum nemendur deila efninu. Deila þeir með einum eða nokkrum vinum eða jafnvel öllum bekknum og mun kennarinn hafa aðgang eða sjá hvað nemendur deila sín á milli.
______________________________________________________________________________________________

Árið 1980 sagði Steve Jobs að heimilistölvu mætti líkja við reiðhjól fyrir hugann, af því það geri manninum kleift að gera meira. Starfsfólk Socratic trúir því að snjallsíminn geri það sama fyrir nemendur eða gefi þeim ofurkrafta til þess að læra fleiri hluti, á dýpri hátt, á eigin vegu.

Það er augljóst að fólk um allan heim vill læra og snjallsímar gera námið aðgengilegra. Að stuðla að þessu þýðir mikla vinnu og samvinnu; því fyrr sem við gerum þetta því betra.

Christopher Pedregal (@cjpedregal) the founder of Socratic.org

Lesið greinina hér.

Námshvati – Að vekja áhugahvöt nemenda

Jennifer GonzalezJennifer-Gonzalez-03-1024x683 bendir á 5 spurningar sem við þurfum að spyrja okkur til þess að auka færni í því að vekja áhugahvöt (e. motivation) nemenda. Hún skoðaði nýjar rannsóknir og bendir á að kennarar þurfi að vita hvað virkar en eins og gerðist með hana þá fór hún ekki alltaf eftir rannsóknum. Hún útskýrir í greininni í hvaða gryfjur hún féll og hvað hægt er að gera til að sporna við því. Alltaf eru einhverjir nemendur áhugalausir í kennslustund og stundum kennum við utanaðkomandi hlutum um eins og tækni, foreldrum eða hreinlega að nemendur í dag eru ekki eins og áður o.s.frv. Hún nýtti upplýsingar úr rannsóknum og setti upp lista til þess að leiðbeina öðrum kennurum:

Samkvæmt nýjum rannsóknum;

 • Sýna nemendur meiri áhuga þegar þeir eiga jákvæð samskipti við kennara
 • Valmöguleikar í námi er öflugur hvati
 • Ef nemendur eiga að gera flókna hluti sem krefjast sköpunar og þrautseigju þá getur jákvæð og neikvæð styrking heft áhugahvöt nemenda.
 • Til þess að halda áhuga nemenda svo þeir gefist ekki upp verða nemendur að trúa að þeir geti bætt sig.
 • Nemendur sýna meiri áhuga á námi sem tengist daglegu lífi.

Jennifer bendir á að það eina sem við kennarar stjórnum er kennslustofan okkar og tími okkar með nemendum. Hér eru spurningar og ábendingar til þess að styðja við kennara sem vilja vekja og efla áhugahvöt nemenda;

 1. Hvernig eru tengsl þín við nemendur?

Jennifer fannst hún eiga góð tengsl við nemendur en þegar hún skoðaði þetta betur komst hún að því að þetta átti við þá nemendur sem standa sig vel. Þeir sem höfðu lítinn áhuga og skiluðu sjaldan verkefnum átti hún ekki eins góð samskipti við. Samskiptin fóru aðalega í það að spyrja af hverju þeir höfðu ekki sinnt náminu og hvað hægt væri að gera til þess að breyta ástandinu.

Það sem hægt er að gera
Að vera meðvitaður um að góð tengsl eru mikilvæg og hægt er að styrkja þau með því að eyða 2 mínútum í 10 skipti, með þeim nemendum sem sýna lítinn áhuga. Í 2 mínútur á að ræða við þá um allt á milli himins og jarðar og þannig kynnast þeim betur og áhugasviði þeirra. Þessi aðferð hjálpar til við að mynda sterkari tengsl og auka áhugahvöt nemenda sem áður sýndu lítinn áhuga.

 1. Hve mikið val hafa nemendur?

Val skiptir miklu máli en gerir vinnu kennarans erfiðari því kennari þarf þá að undirbúa fleiri gerðir námsefnis. Jennifer reyndi að gefa nemendum val en viðurkennir að hún hefði geta gert það betur. Hún bendir á að ef nemendur fá raunveruleg verkefni sem standa yfir í lengri tíma þá er auðveldara að gefa þeim val við verkefnavinnu.

Það sem hægt er að gera
Leyfa þeim að velja sæti eða skipta um sæti, jafnvel sitja á gólfinu eða úti á gangi. Leyfa þeim að velja hvort þau vilja vinna ein eða í hópvinnu og skipta um hóp ef þörf er á. Leyfa þeim að hlusta á hljóðupptökur ef til eru, í stað þess að lesa efnið, breyta tímaröð verkefnis og leyfa þeim að skila verkefnum á fjölbreyttan hátt eins og með upptöku, skjákynningu, ritvinnsluskjali, myndskeiði, myndum o.s.frv.

 1. Ertu að treysta um of á ytri áhugahvöt eða umbun
  Rannsóknir sýna að umbun getur komið að gagni fyrir auðveld verkefni en ef verkefnið er flókið og þarfnast sköpunar nemenda þá er hætta á því að umbun hefti áhugahvöt. Jennifer treysti um of á umbun af því hún virkaði en það er munur á því að fá nemendur til þess að gera eitthvað og á sama tíma efla áhugahvöt þeirra.

Það sem hægt er að gera
Taktu eftir því næst þegar þú leggur fram krefjandi verkefni, með einhverskonar umbun eða afleiðingu, hvort það er hægt að setja það fram á annan hátt. Hér eru tvær leiðir;

 1. Kennari gefur nemendum stærðfræðiverkefni með 12 dæmum. Fyrstu 10 dæmin þarf að klára og síðustu tvö gefa bónus.
 2. Kennari gefur nemendum stærðfræðiverkefni með 12 dæmum. Fyrstu 10 eru auðveld en kennari segist vilja sjá hve margir geta klárað öll dæmin og nefnir að síðustu tvö eru erfiðari. Kennari bætir við: “Þið hafið lært nógu mikið til þess að geta að minnsta kosti klárað annað ef ekki bæði síðustu dæmin.”
  Ef þú notar fyrri leiðina sem er auðveldari og innifelur umbun og sérð að hún eykur ekki áhugahvöt nemenda með minni getu, prófaðu þá að fara seinni leiðina og athugaðu hvort það breytir einhverju.
 1. Notar þú vaxandi hugarfar (e.growth mind-set) eða fastmótað hugarfar (e. fixed mind-set)?

Með því að segja við nemanda: “Þú ert mjög gáfaður,” þá erum við að nota fastmótað hugarfar því þeirra náttúrulegi hæfileiki kom þeim á þann stað og hvetur nemandann ekki áfram. Jennifer notaði þetta mikið í upphafi og hélt að það væri hvetjandi fyrir nemendur að heyra hversu gáfaðir eða klárir þeir væru. Hún komst að því að ef hún fann nákvæmlega hvað nemandinn gerði vel og benti á það, þá hvatti það nemandann áfram: “Þú stóðst þig vel þegar þú bentir hinum á að þeir væru komnir út fyrir efnið og fékkst hópinn til að byrja að vinna að verkefninu.”

Það sem hægt er að gera
Benda nemendum á það smáa sem þau gera sem hefur áhrif á útkomuna og hvetur þau áfram. Útskýra fyrir þeim akkúrat hvað það er sem skipti máli í útfærslu eða útkomu þeirra. Þegar þú gefur nemendum uppbyggilega umsögn sem gerir grein fyrir styrkleika þeirra þá hefur það hvetjandi áhrif. Það er ekki nóg að segja við nemandann: “Leggðu meiri vinnu í þetta,” heldur verður að útskýra nákvæmlega fyrir nemandanum hvað hann þarf að gera eins og að lesa spurninguna hægar eða vinna betur í einhverju atriði og leggja minni áherslu á annað.

 1. Hvað gerirðu til að tengja námsefnið lífi nemenda?

Það skiptir máli að nemandi geti tengt líf sitt og heiminn í kring við námsefni eða hugtök. Jennifer gerði oft þau mistök að leggja áherslu á að komast yfir efnið og verkefnin í stað þess að gera þau þýðingarmikil.

Það sem hægt er að gera
Ritaðu niður nokkur atriði sem tengja efni og hugtök við umheiminn og þekkingu nemenda og komdu því í vana að útskýra þau fyrir nemendum í hvert sinn sem hugtök eru innleidd. Ef þú fjallar um bakteríur þá geturðu nefnt alla staði sem nemendur komast í tæri við bakteríur og fengið þá til þess að ræða þetta nánar, með því að spyrja þá hvernig þetta tengist daglegu lífi. Í einni rannsókn kom það fram að það hafði hvetjandi áhrif á getuminni nemendur þegar kennari bað nemendur um að skrifa í leiðarbók í hverri viku hvernig námið tengdist lífi þeirra.

Í lokin gaf hún þessa ráðleggingu: Mikilvægt er að búa til verkefni sem enda með afurð sem verður til sýnis. Stærri verkefni þar sem útkoman verður til sýnis í skólanum og jafnvel utan skóla hvetur nemendur til að vinna enn betur.

Jennifer bendir á vefsíðuna BloomBoard, þar sem hún skráði heimildir sem hún fann um áhugahvöt nemenda. Á síðunni er hægt að skoða hugmyndir kennara og rannsóknir. Skráning er nauðsynleg og vel þess virði.

Greinin á netinu

Umhverfisvæn kennsla í forritun

KoderKóder eru samtök sem vilja kynna forritun fyrir ungmennum á aldrinum 9-16 ára í sínu hverfi. Námskeiðin eru sett upp í félagsmiðstöðvum og skólum sem sækja um að fá námskeiðið til sín. Námskeiðin eru um 10 klst sem dreift er yfir nokkra daga eftir aðstæðum. Samtökin notast á við eigin tölvur sem krefjast lágmarks orku, eru ódýrar í rekstri og bjóða upp á möguleika sem almennar borðtölvur/fartölvur gera ekki. Kóder eru hugsjónasamtök sem stefna að því að gera forritun aðgengilega fyrir börn og unglinga úr öllum þjóðfélagsstigum.

Með því að kynna forritun fyrir börnum og unglingum er verið að opna þeim nýjar dyr innan tölvuheimsins. Í stað þess að vera einungis neytendur á afþreyingarefni og tölvuleikjum efla þau eigin rökvísi, sköpunargáfu og læra vandamálagreiningu frá unga aldri.

Samtökin vilja einnig fóstra gerðu-það-sjálf/ur (DIY) kúltúr og notast við það afgangshráefni (stundum kallað rusl) sem til fellur frá samfélaginu. Með því að rífa í sundur raftæki sem annars lenda á haugunum er hægt að endurnýta mikið af íhlutum aftur. Hér er hægt að sjá námskeið hjá þeim í boði.

20160219_102014_resized

Glaður kynnir sýnir gestum og gangandi Kóder

Vegna kostnaðar er hætt við að það reynist einungis mögulegt fyrir börn og unglinga frá betur stæðum heimilum. Þó mögulegt sé að nýta frístundaávísanir upp í verðið þá þýðir það að fórna þurfi öðrum tómstundum í staðinn.

Ein birtingarmynd efnahagslegs ójöfnuðar er skortur á tækifærum fyrir ungmenni frá tekjulágum heimilum. Hér á landi er kostnaðarsamt að eiga ungmenni sem stunda fleiri en eitt tómstundarstarf og því hafa tekjulágir foreldrar ekki sama möguleika og tekjuháir á því að borga tómstundir barna sinna.

Hugmyndin á bak við Kóder er að brúa þetta bil milli tekjuhópa og veita með því börnum frá tekjulágum heimilum möguleika á þekkingu sem verður æ verðmætari með hverju árinu.

Markmið Kóder er að bjóða upp á námskeið sem allir hafa aðgang að óháð tekjum. Boðið verður upp á tilraunanámskeið í tekjulægri hverfum Reykjavíkur á fyrstu þremur mánuðum ársins 2016.

Húrra fyrir frábæru starfi www.Koder.is

HaskoliIslands

Að kenna góðvild

Þessa vikuna er góðvild í fyrirrúmi á vefsíðu Creatubbles. Þar er vikan nefnd handahófskennd góðverk eða #RandomActsofKindnessWeek. Í grein þeirra er skoðaður ávinningur þess að kenna góðvild í skólastofunni. Þetta er útdráttur úr greininni og eftir lestur, áttu að geta gert upp fyrir þér, hvort þú viljir bæta þessu við kennsluna.

Heart

Vísindin á bak við góðvild

Þar sem góðvild er augljóslega mikilvæg þá hefur atferlið verið rannsakað mjög oft. Í fjölda rannsókna hefur það verið staðfest að við góðverk líði fólki betur og það styrki líkamann við að takast á við dagleg verkefni. Hér sjáið þið þrjár leiðir við innleiðingu í kennslustofuna og áhrifin;

 1. Bætir sjálfstraust
  Að gera góðverk og hjálpa öðrum lætur þér líða sem þátttakanda í hópi og eykur sjálfstraust. Ástæðan er sú að við góðverk, sleppir líkaminn serótónín sem hefur jákvæð áhrif á skapferli og tilfinningu um verðugleika.
 2. Dregur úr stressi
  Sérfræðingar eru sammála um að góðvilji og góðverk eykur annað hormón sem heitir oxytocin, en það er þekkt sem vellíðunarhormón sem eykur hamingju og minnkar  kvíða. Það hefur mörg sálfræðileg áhrif eins og að auka samkennd og styrkja getu þína til að mynda félagsleg tengsl.
 3. Kemur þér í gott skap
  Þegar þú sýnir góðvild til annarra sleppir heilinn endórfíni sem veitir vellíðunartilfinningu og slær á líkamlegan sársauka. Í raun er eins og það kvikni gleðiljós í heilanum og jafnmikið við að gefa og við að þiggja svo allir aðilar njóta góðs af. Það hefur einnig komið fram í rannsóknum að fólk sem verður vitni að góðvild finni einnig fyrir vellíðan.

Er þetta nokkur spurning!

Byrjaðu að innleiða markvissa þjálfun góðvildar í kennslustofunni. Á þessarri vefsíðu færðu hugmyndir að kennsluefni fyrir nemendur á öllum aldri.

Greinin á netinu

 

Skipulagsforrit

HelecParents

Ofverndun barna / Helicopter parents

Ofverndun barna & skipulagsforrit

Jessica Lahey er kennari, höfundur, ræðumaður og móðir. Hún ritaði grein um hlutverk foreldra og hve auðvelt er að ofvernda börn og gera þau ósjálfstæð. Greinin heitir “Helicopter parent” eða foreldri sem ofverndar barn sitt og leyfir því ekki að gera mistök.

Útdráttur úr greininni
Fyrir nokkrum árum fékk ég vitundarvakningu. Ég ofverndaði börnin mín og gerði allt til þess að koma í veg fyrir að þau gerðu mistök. Ég er kennari og hafði séð afleiðingar ofverndunar, þegar foreldrar gera allt til þess að koma í veg fyrir mistök barna sinna. Slíkt grefur undan þroska, sjálfstæði og námshæfni barna. Ég hélt ég gæti breytt þessu í skólastofunni með nemendum mínum en vaknaði upp þegar ég sá sömu varfærni og hræðslu nemenda minna hjá sonum mínum. Ég hafði sjálf fallið í gryfju ofverndara með fóbíu fyrir mistökum.
kidsprotectÉg hafði ofverndað þá með því m.a. að kanna allt fyrirfram og byggja öruggan heim í kringum þá svo þeir gátu ekki aðlagast raunverlegum aðstæðum eins síns liðs. Þeir urðu hjálparlausir og pirraðir við fyrsta bakslag og það var allt mér að kenna. Ég ákvað að breyta uppeldisaðferð minni og beina þeim á rétta braut, þar sem þeir þyrftu að treysta
á eigin færni. Þetta var langt frá því að vera auðvelt en það er einmitt málið!

Umbreytingin
Við foreldrarnir vissum að það yrði erfitt að leiðrétta og breyta ástandi sem hafði viðgengst í mörg ár. Í stað þess að láta strákana halda að geimverur hefðu yfirtekið okkur þá settumst við með þeim og ræddum yfirvofandi breytingar. Sá eldri ranghvolfdi augum og sá yngri bað um að fá að fara inn í herbergið sitt. Samtalið hélt áfram og þegar við viðurkenndum fyrir þeim að við hefðum gert mistök og að þessar breytingar myndu verða þeim til góðs og hjálpa þeim í átt að sjálfstæði, þá byrjuðu þeir að hlusta. Við útskýrðum fyrir þeim að því sjálfstæðari
og hæfileikaríkari sem þeir yrðu því meira traust myndum við sýna þeim.

Það komu upp erfiðleikar og pirringur en um leið og þeir áttuðu sig á því að við myndum ekki líta til baka þá héldu þeir sínu striki. Eldri sonur okkar fór sínar eigin leiðir og notaði tæknina til að skrá minnisatriði fyrir hvern dag og tékklista fyrir skólavörur og bækur sem hann þurfti í skólann. Sá yngri fylgdist með og eftir nokkur mistök gerði hann einnig tékklista sem hjálpaði honum að muna hluti og skipuleggja sig.

Bakslag
Eftir tvær vikur kom upp atvik sem fékk mig til að setjast niður og hugleiða hvað væri rétt í stöðunni. Mér fannst ég vera á milli steins og sleggju. Yngri sonur minn hafði gert heimavinnuna sína en gleymdi henni á borðinu heima. Ég þurfti að koma við í skólanum seinna um daginn og gæti því komið við hjá honum með bókina. Ég hugsaði um hversu oft ég týndi húslyklum og ef eiginmaðurinn gleymdi einhverju heima skutlaði ég því til hans. Við gerum öll mistök annað slagið og ég gæti verið góð móðir og látið hann fá bókina, hann hafði nú gert heimavinnuna þótt hann hafi gleymt henni heima! Ég tók ákvörðun. Sonur minn hafði verið duglegur og skipulagður á hverjum degi með því að setja allt í töskuna deginum áður. En mistök verða til þess að við breytum hegðun okkar og finnum aðrar leiðir til þess að gleyma ekki mikilvægum hlutum. Honum varð á í skipulaginu og var þetta því kjörið tækifæri fyrir hann til þess að læra af mistökum sínum.
Uppskeran
Þegar hann kom heim úr skólanum spurði ég hvernig hafði gengið og komst að því að ég hafði breytt rétt. Sonur minn hafði rætt við kennarann, útskýrt hvað hafði gerst og kennarinn sagði honum að koma með heimavinnuna næsta dag. Hann fékk litla refsingu sem var aukadæmi í stærðfræði en ekkert alvarlegt og kennarinn lét hann lofa sér að skrifa alltaf niður minnislista fyrir næsta dag. Viti menn þetta varð til þess að hann mundi nánast alltaf eftir heimavinnunni og í leiðinni lærði hann að koma hreint fram við kennarann og læra af mistökum sínum.

happy-parents-with-their-children-in-the-countryside-660x330

Börn nútímans kunna ágætlega á tæknina og væri því ekki þjóðráð að kynna fyrir þeim nokkur skipulagsforrit sem hægt væri að nota til áminningar og upprifjunar í amstri dagsins. Hver veit, þau gætu kannski kennt okkur eitthvað líka!


Nokkur forrit sem börn og fullorðnir geta notað til að koma á skipulagi:

onenoteOneNote fyrir grunnskólanemendur og eldri. Tékklisti, glósugerð, heimavinna, samvinna, afrita, líma o.fl. sjá myndskeið 1 og myndskeið 2, hér eru líka 10 leiðir til að nota OneNote.

Tímasetning fyrir 7 ára og eldri. Setur þeim tímamörk fyrir ákveðan vinnu, auðvelt í notkun.

Myndskeiðs áætlun fyrir 7 ára og eldri. Gott fyrir börn og fullorðna með sérþarfir. Þau læra tímasetningu og eru hvött áfram með umbunarkerfi.

Tímasetning fyrir mig
fyrir 8 ára og eldri. Hægt að stofna tilkynningar með völdu hljóði og myndum að eigin vali.

Mundu eftir mjólkinni
fyrir 13 ára og eldri. Unglingar geta notað þetta forrit til að skipuleggja tíma og setja sér markmið með völdum hljóðum og stillingum.
Evernote fyrir 13 ára og eldri. Notendur komast í minnispunkta, myndir, hljóð og hlekki frá hvaða tæki eða tölvu með þessu framleiðsluforriti.

Save

15 einkenni kennara á 21. öld

Ég fann áhugaverða grein á eduTopia en enskukennarinn Tsiana Plamer hugleiðir þar hvað einkenni kennara á 21. öld. Í dag er nánast hægt að læra um allt og alla með því að
leita upplýsinga á netinu eða með því að skrá sig á hin ýmsu fjarnámskeið. Tsiana ákvað að skoða þetta betur og telur upp 15 einkenni kennara á 21. öld. Ég þýddi þetta yfir á okkar ylhýra mál og setti þar með mitt sjónarhorn örlítið með fyrir vikið sem vonandi kemur ekki að sök!

Einkenni kennara á 21. öld

1. Nemenda- og einstaklingsmiðað nám

DeathtoStock_NotStock8Nemendur hafa aðgang að upplýsingum og því óþarfi að mata þá. Þar sem nemendur hafa ólíka persónuleika, skoðanir, áhuga og þarfir er hægt og í raun æskilegt að bjóða einstaklingsmiðað nám. Þegar nemendum er boðið upp á val og að taka þátt í sínu námi þá eykst innri hvatning og þáttaka sem gerir þetta að kjörinni uppskrift fyrir árangur í námi.

2. Nemendur sem framleiðendur

Nemendur hafa aðgang að nýjustu verkfærum en nýta þau að mestu með fjölskyldu og vinum í gegnum spjall, skilaboð eða netsamtöl. Jafnvel þótt litið sé á nemendur sem stafræna borgara (e. digital natives), þá eru þeir langt frá því að nýta tæknina við námið. Margir eiga snjalltæki sem hægt væri að nýta á uppbyggilegan hátt m.a. með því að framleiða eigið efni, breyta, bæta og deila því og vinna með öðrum undir handleiðslu kennara. Í stað þess að nota tæknina þá eru nemendur oft beðnir um að slökkva á tækjunum og vinna með vinnublöð og blýant sem þeir hafa ekki áhuga á, hvað þá að geyma þau eða skila inn til kennara. Í flestum tilfellum er þeim hent eftir yfirferð kennara. Þegar nemendur fá tækifæri til að  nota verkfærin til að rita, hanna og framleiða eigið efni fyllast þau gleði og geta svo deilt efninu með öðrum í hinum stafræna heimi sem er eitthvað sem þau tengja við daglegt líf.

3. Tækninýjungar og nám

lyndaTil þess að geta boðið nemendum val í námi, þurfa kennarar að prófa sig áfram og læra að nýta tæknina. Þar sem tæknin heldur áfram að þróast er ekki lengur hægt að læra eitthvað til fulls. Nóg er að kunna helstu aðgerðir og með tímanum eykst þekkingin. Góðu fréttirnar eru að allir geta lært á tæknina enda hafsjór af kennsluefni á netinu, hvort sem það eru upptökur, texti eða myndir. Lynda.com er gott dæmi um slíka vefsíðu.

4. Alþjóðlega leiðin

world-in-handTækni nútímans gerir okkur kleift að læra um önnur lönd og menningu á auðveldan og skemmtilegan hátt með beinum samskiptum. Hægt er að taka þátt í fyrirlestrum í rauntíma og spjalla við aðra kennara og nemendur um allan heim. Að sjálfsögðu eru skólabækur gagnlegar en að læra annað tungumál með samskiptum við nemendur úr öðru landi er fýsilegri kostur og líklegri til betri árangurs. Það er leiðinlegt ef tæknin nýtist ekki í fleira en að lesa efni af netinu þegar nemendur geta verið að prófa sig áfram með fleiri árangursríkari nálganir með hjálp kennara. Windows er t.d. með vefsíðu fyrir kennara þar sem þeir geta verið á netfundi með
nemendum og vísindamönnum að störfum í rauntíma. Spennandi og gagnlegt ekki satt!

5. Snjallir nota snjallsíma

cellphoneÞegar nemendur eru hvattir til þess að líta á snjalltækin sem verðmæt verkfæri sem styðja við námið ef notuð rétt, byrja þeir að nota þau á gagnlegri hátt. Tsiana nefnir að í upphafi ferils síns hafi hún ekki leyft snjallsíma í kennslu og reyndi sjálf að útskýra hugtök og annað sem nemendur spurðu um. Þetta er eitthvað sem hún myndi aldrei gera í dag. Hún hefur lært að vegna margbreytileika nemenda og mismunandi þarfa borgar það sig ekki að eyða tímanum í að útskýra eitthvað sem jafnvel fáir læra af og sé betra að þjálfa nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum svo þeir geti leitað sér upplýsinga á þeim miðli sem þeim hentar (myndskeið/texti/myndir). Hún hefur séð jákvæðar breytingar frá því hún byrjaði að nota verkfærin á réttan hátt. Þegar hún fær spurningu segir hún nemandanum að leita á netinu og segja svo hinum í bekknum svarið. Hún bætir við: “Þvílík breyting á viðbrögðum nemenda og útkomu”.

6. Blogg

Að blogga er jafnmikilvægt nemendum og kennurum. Jafnvel byrjendur í ensku geta séð verðmætin í því að skrifa fyrir aðra á ensku og kynna sig á stafrænan hátt og fá viðbrögð annarra.

7. Stafræni vegurinn

onenoteStafrænt efni er hagstæðara fyrir okkur og jörðina sem við búum á. Að skipuleggja kennsluefni á eigin vefsíðu með notkun stafrænna verkfæra færir námið upp á hærra þrep. Að deila hlekkjum að vefsíðum með nemendum og að bjóða þeim upp á samskipti og umræður í stað pappírs er mikilvægt og auðveldar nemendum aðgang að efni bæði í skólastofunni og að heiman. Office OneNote er alltaf að verða betra fyrir nemendur og kennara. Nemendur geta skilað inn verkefnum, fengið þau metin og séð athugasemdir frá kennara og bætt verk sín og þar með lært heilmikið á meðan á ferlinu stendur. OneNote er líka stafræn minnisbók kennara til að skipuleggja allt þvert á tæki. Hægt er að hripaðu niður hugmyndir, glósa í kennslustundum og á fundum, klippa af vefnum eða búða til verkefnalista, ásamt því að teikna og rissa upp hugmyndir.

8.   Samvinna

Tæknin auðveldar samvinnu nemenda og kennara. Að búa til stafrænt efni eða kynningar og verkefni saman og deila efninu jafnvel með öðrum kennurum og nemendum erlendis gerir skólastofuna alþjóðlegri. Að vinna saman með fólki út um allan heim víkkar sjóndeildarhring nemenda og kennara og kennir þeim að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

9. Tísts eða spjall með Twitter

logotwitterAð taka þátt í tísti kennara og fylgjast með öðrum kennurum og menntastofnunum auðgar andann og heldur okkur í takt við nútímann. Við verðum líka að uppfæra huga, skoðanir og þekkingu svo við getum leiðbeint nemendum okkar. Við erum fagfólk og menntun er okkar máttur. Það þykir gamaldags og tímafrekt að fara á allar ráðstefnur þegar hægt er að fylgjast með á netinu og taka þátt í vefráðstefnum.

10. Tengslanet

Myndið og stækkið tengslanet með kennurum með samskonar hugarfar. Verkfæri netheima gera okkur kleift að tengjast hverjum sem er á hvaða tíma sem er. Langar þig að spyrja sérfræðinga eða vinnufélaga? Byrjaðu að skrá þig inn, tengjast, fylgjast með, spyrja og segja frá!

11. Lausnaleitarnám

Þar sem nemendur hafa aðgang að heimildum á vefnum, sérfræðingum og öðrum nemendum sem eru að læra um það sama þá er kennsla með bókum í anda 20. aldar. Í dag verður að styrkja nemendur við þróun eigin drifkrafts í spurninga- og heimildaleit og notkun stafrænnar tækni til þess að miðla efninu áfram undir leiðsögn kennara.

12. Jákvætt stafrænt fótspor

footprintÞað hljómar augljóst en kennarar og leiðbeinendur þurfa að vera góð fyrirmynd nemenda og hafa lög og siðareglur samfélagsins að leiðarljósi. Hegðun þín
á samfélagsmiðlum, söfnun heimilda og hvernig höfundarréttur er virtur er efst á lista.

13. Forritun

Þótt þetta hljómi flókið, þá er forritun nálægt því að vera jafnmikilvæg hæfni og að kunna að lesa. Forritun er að færast í aukana í námi og orðin partur af námskrá í mörgum löndum. Kennarar um allan heim eru nú byrjaðir eða búnir að færa forritun inn í kennsluna. Margt er í boði og þarf þetta ekki að vera flókin innleiðing með forritum eins og Scratch og Mindcraft. Eitt skref í einu og á lynda.com er mikið efni sem hægt er að læra af.

14. Nýsköpun

Prófaðu nýjar leiðir í kennslu eins og t.d. með því að nota nýjan samfélagsmiðil.
Yammer er einfalt í notkun fyrir nemendur þar sem þeir verða ekki fyrir truflun vina og vandamanna eins og gengur og gerist á fésbók. Með því að nota ekki alltaf sömu tækin venjast nemendur breytingum og aðlögun að nýjungum verður sjálfsögð. Notaðu heimildir af netinu í stað bóka. Nóg efni er til á netinu um heimildaöflun og leiðbeiningar um það að geta heimilda í verkefnum sínum. Tsiana bendir á að hún notar t.d. vefsíðuna TED og býr til eigið kennsluefni út frá myndskeiðum sem hún finnur á síðunni. Nemendur hennar elska þessa nýbreytni og bendir hún á að framleiðni nemenda er betri og meiri en áður.

15. Áframhaldandi nám

Nýjar leiðir og tækni þýðir að við þurfum að læra og aðlagast á skjótan hátt. Góðu fréttirnar eru þær að þetta er gaman og þú græðir á því að byrja með því að eyða 15-20 mínútum á dag í nýjungar og nám á netinu. Koma svo!

Hlekkur á greinina

Prófið orðaský við kennsluna

Ein besta leiðin til þess að kynnast nemendum er að prófa ný forrit með þeim. Eitt slíkt kallast Wordle og fer vinnslan fram á vefsíðunni sem þýðir að þú þarft ekki að sækja forritið á tölvuna þína. Forritið er einfalt í notkun en þú velur Create hnappinn til þess að byrja og færð svo upp glugga þar sem þér er sagt að líma inn öll þau orð sem ætlar að nota. Þú smellir á Go og útkoman er orðaský. Þú getur breytt litum, bakgrunni og texta og það kostar ekkert að nota forritið. Þetta er ekki nýtt af nálinni og hefur verið í boði í mörg ár kennurum og öðrum til gagns Orðaskýog gamans. ATH að það þarf að hafa Java uppsett á tölvunni.

Hér eru nokkrar leiðir sem hægt er að fara með notkun Wordle:

 • Áhrifarík og uppbyggileg plaggöt
 • Kveikja fyrir nýtt kennsluefni í kennslustund
 • Biðja nemendur um að lýsa hvert öðru á uppbyggilegan hátt
 • Biðja nemendur um að líma orð úr umræðu og greina orðin í skýjinu
 • Kynning nemenda á verkefnum
 • Jákvæð skjáhvíla fyrir tölvuskjáinn.

Sjá greinina í öllu sínu valdi hér.

 

 

Samfélag kennara sem nota Microsoft við kennslu

Samfélag kennara á vef Microsoft og hvað það getur gert fyrir þig!

ReachOutAndLearn_isl

Samfélagið er alþjóðlegt net kennara sem nota Microsoft vörur í kennslu (forrit og snjalltæki). Á þessum sameiginlega stað deila kennarar þekkingu, úrræðum og kennsluefni sem þeim þykir nýtilegt í kennslu og er markmiðið að bæta kennslu og deila því góða til annarra svo heimurinn njóti góðs af.  Mikið er af góðum ábendingum og er nánast hægt að lesa spenning og gleði úr
skilaboðum kennara sem hafa sparað sér tíma og fyrirhöfn með nýtingu tækja og forrita til hins ítrasta. Kennarar hafa því miður ekki mikinn tíma til þess að leita eftir aðstoð og leiðbeiningum og þess vegna hefur Microsoft stigið til móts við þá með því að fá sérfræðinga og kennara til þess að útbúa kennslumyndskeið og kennsluefni sem er stutt og hnitmiðað. Samfélagið kallast MEC eða The Microsoft Educator Community.

Síðan er auðveld í notkun og skiptist í eftirfarandi svæði:

 • Skólastjórnendur (efni sem beinist að þörfum stjórnenda)
 • Kennarar (starfandi kennarar)
 • Nemendur (tækifæri fyrir nemendur)
 • Vörur (upplýsingar um vörur Microsoft)
 • Vinnustofur og viðburðir (dagatal með viðburðum, upplýsingatækni og námskeiðum í boði)
 • Sögur (það sem er að gerast í skólastofum víðs vegar um heiminn)
 • Leyfi (leyfi, ókeypis vörur og þjónusta).

Á síðunni er mikið af ókeypis námsefni auk þess sem þú getur sett inn þitt eigið. Ef þú hefur áhuga á að vita meira um hvernig hægt er að nota Sway í kennslustofunni þá ferðu inn á svæði kennara og velur “Get trained” og “Get quick videos”. Þar er hægt að skoða myndskeið útbúið af Microsoft kennslusérfræðingi (Microsoft Innovative Expert Educator). Þú getur spilað myndskeið og stöðvað að vild, á meðan þú prófar þig áfram með Sway. Ef þú vilt síðan frekari upplýsingar þá ferðu á “Courses” og nemur meira. Í samfélaginu hafa fjölmargir kennarar deilt kennsluefni sínu á síðunni og því hægt að fá margar góðar hugmyndir að nýtingu forritisins. Hér er eitt slíkt til sýnis í eðlis og efnafræðikennslu.

Ef þú vilt þróa kennsluaðferðir og verða betri fagmaður á þínu sviði þá er MEC rétti staðurinn. Þótt efnið sem þú leitar að sé ekki þar í dag getur það verið komið á morgun, þetta er jú samfélag í þróun. Þú lærir á þínum hraða þegar þú vilt og hefur aðgang að kennsluefni, myndskeiðum, námskeiðum og samræðum við aðra fagmenn til stuðnings og vonandi getur þú gefið þína sérfræðiþekkingu áfram til annarra.

Greinin frá theguardian í fullri lengd.

Frítt námsefni fyrir kennara sem vilja efla hugar-ró í kennslu

Snjalltækjanotkun og hugar-ró

Í þessu hraða samfélagi virðast flestir vera að flýta sér og geta með erfiðu móti sleppt hendinni af farsímanum, fartölvunni eða einu af snjalltækjunum. Þetta á við unga sem aldna. cellphone Kennarar lenda því í að hlusta á nemendur sem geta ekki hætt að ræða sjálfsmyndir eða tölvuleikinn sem þeir hafa verið að spila alla síðustu viku. Fullorðnir eru oft litlu skárri og eyða miklum tíma á netinu kvölds og morgna, annaðhvort við vinnu eða við að vökva blóm stafrænna vina í netheimum. Barnapía 21. aldarinnar er snertiskjár sem grípur athygli óþroskaðra barna, sem vita engin takmörk og leika þau sér m.a. í sýndarveruleika leikjum eins og “Roblox” í hlutverki vélmennis, sem getur meira að segja spilað tölvuleiki. Kennarar lenda í því að taka við uppvakningum í stað nemenda og reyna að fanga athygli þreyttra og tölvuþyrstra krakka með vöðvabólgu. Þeir hugsa þá örugglega þegjandi þörfina á einhverskonar samvinnu við foreldra.

parentsteachersÞá hljóta reglur á heimilum að koma smá reglu á óregluna. Krakkar þurfa að hafa einhver tímamörk vegna notkunar þeirra á snjalltækjum, hvort sem þau eru nettengd eða ekki.

Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir kennara og foreldra:

 • Gefum raftækjum hvíld þegar heim er komið á virkum dögum (nema þegar nemendur þurfa að nota þau til heimavinnu)
 • Gefum börnum og unglingum val eins og að velja tvo virka daga klukkutíma í senn og um helgar 2 klst. Hægt er að sérsníða þetta eftir aldri barns.
 • Gefum okkur tíma fyrir núvitund til þess að róa hugann, bæði heima og í kennslustofunni.

mindfulkids

Að koma fyrir 5-10 mínútna stund í upphafi dags á hverjum degi fyrir núvitund, hugleiðslu og ró myndi örugglega styrkja stöðu kennarans og athygli nemenda. Ég fann þessa vefsíðu í leit minni að nýjungum í kennslu og fangaði hún huga minn þar sem ég sá þetta fyrir mér sem hina fullkomnu leið til þess að byrja skóladaginn fyrir nemendur og kennara. Foreldrar gætu tekið þátt með því að notast á við efnið heima við, bæði fyrir sig og börnin sín. Eini ókosturinn er sá að efnið er allt á ensku, en ég hef óbilandi trú á kennurum sem gætu nýtt efnið til að búa til sitt eigið efni á íslensku. Annars er þetta líka kjörið fyrir ensku kennslu 😆

Núvitund á vinnustöðum frá endurmenntun.

Meira efni:
núvitund
Innleiðing núvitundar í Flensborg
Vinsældir erlendis
Notkun erlendis

Læt hér fylgja áhugaverða og skemmtilega grein um heilsufar fyrr á tímum.

Moodle, Panopto og Adobe Connect

Nú er allt komið á fullt við kennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og margir þegar leitað til mín vegna Moodle, Panopto og Adobe Connect. Hér er stutt útskýring á forritunum fyrir þá sem eru í vafa um notkun á þeim:

Moodle er notað fyrir blandað nám og fjarnám og er sjálfstætt náms- og kennslukerfi byggt á opnum lausnum.

Panopto er nýtt upptökuforrit sem notað er til þess að taka upp fyrirlestra og annað efni sem kennarar vilja gefa nemendum aðgang að á Moodle eða Uglu.

Adobe Connect er fjarfundaforrit og því notað fyrir fjarfundi. Allir nemendur og kennarar hafa aðgang með notendanafni sínu og lykilorði.

Helstu vandræðin síðustu daga hafa verið vegna þess að það þarf að bæta við Panopto blokk og tengja það við upptökumiðlarann í nýjum námskeiðum. Kennarar verða að gera það áður en þeir taka upp með forritinu. Ef þið lendið í vandræðum þá getið þið sent mér og Gústavi vefpóst með nafni námskeiðs og nánari útskýringu eftir því sem við á.

Næstu daga mun ég taka upp nokkur myndskeið um notkun Moodle og setja hér inn á vefinn.

Gangi ykkur vel og munið að gefa ykkur í það minnsta 10 mínútur fyrir kennslu til þess að ræsa tölvuna og þau forrit sem þið ætlið að nota.

 

Veflægt nám, fjarnám, stafrænt nám…

Ráðstefnan „Kennum þeim að læra!“  var haldin þann 10. desember 2015 á Grand hótel Reykjavík.

Hróbjartur Árnason lektor við HÍ, var einn af mörgum góðum fyrirlesurum á ráðstefnunni auk Tryggva Brian Thayer en hann fékk þátttakendur til þess að spá í framtíðinni og Dr. Jyri Manninen prófessor við Háskólann í Austur- Finnlandi hélt erindið „The wider benefits of adult learning and how to foster them. A challenge for web based learning environments.“ Glærur hans þóttu mjög áhugaverðar og getið þið séð þær hér. Ýmsir sérfræðingar m.a. meðlimir í DISTANS-neti NVL frá öllum Norðurlöndunum miðluðu reynslu sinni og þekkingu á tæknistuddu og sveigjanlegu námi.

 

Það sem gerði ráðstefnuna ennþá lærdómsríkari voru svo menntabúðir þar sem kollegar kenndu kollegum á ýmiss forrit sem þeir nota til þess að styðja við nám nemenda. Fjarnám með Adobe Connect var vinsælt umræðuefni og á verkstæði með Alastair Creelman í fararbroddi, var rætt um helstu atriði sem skipta máli við undirbúning fjarfundar. Þau atriði eru hér upptalin:

 • Góð nettenging
 • Að fyrirlesari eða stjórnandi fundar sé vel undirbúinn
 • Að uppsettning sé tilbúin fyrir fundinn og allt efni hafi verið sent til þátttakenda
 • Að þátttakendur hafi undirbúið sig fyrirfram og prófað heyrnatæki/hljóðnema
 • Að markmið fundar séu skýr bæði þátttakendum og stjórnanda
 • Að stjórnandi noti góð tæki (heyrnatól/hljóðnema og vefmyndavél).

Padlet var nefnt sem dæmi um gott forrit til að nota með Adobe connect og deildu þátttakendur hugmyndum sínum stafrænt með forritinu.

Önnur 2 forrit sem þóttu áhugaverð voru m.a. upptökuforritið Educreations, en stærðfræðikennari sýndi þátttakendum nokkur myndskeið sem hann hafði tekið upp, nemendum sínum til ómældrar ánægju. Hitt forritið er Evernote kynnt af grunnskólakennara sem sagði það hjálpa henni mikið í starfi við skipulag sitt.

Kröftug Kennsla með PowerPoint og fl. forritum

PowerPoint er mjög notendavænt og öflugt forrit frá Microsoft. Það hefur verið vinsælt í kennslustofum því hægt er að búa til skjákynningar sem innihalda texta, myndir, hreyfimyndir, myndskeið, hljóðskrár, gröf og töflur. Nýjasti möguleikinn er að bæta við smáforriti sem kallast Mix. Þegar það hefur verið sótt sést það á aðalvalmynd við hlið Add-ins og býður upp á skjáupptöku, krossapróf o.fl. gagnlegt. Sækið skjákynningu með leiðbeiningum.

Hér eru nokkur myndskeið um notkun PowerPoint fyrir byrjendur og lengra komna:

Að koma efni til skila á áhrifaríkan hátt                      
Grunnglæra

Síðufótur
Notkun forma/shapes mynda
Próf úr lesefni/krossaspurningar

Nauðsynlegt er að kunna að nota grunnglæru (e. Slide Master) í PowerPoint. Grunnglæra er notuð til að stjórna staðsetningu og mótun texta/leturs í glærukynningu og ef sama mynd á að vera á öllum glærum, s.s. merki fyrirtækis eða vörumerki.

Við uppsetningu á skjákynningu skal hafa í huga að nemendur geta lesið af glærunum og því óþarfi að lesa efnið upp orðrétt án þess að bæta neinu við það og hver glæra má alls ekki innihalda mikinn texta. Gott er að hafa í huga að forritin sem við notum eru hvorki góð né slæm því notkun okkar og kynning á efninu skiptir mestu máli. Hamar getur bæði brotið glugga og byggt höll. Að mörgu er að hyggja og í lokin er mikilvægt að lesa vel yfir kynninguna til að koma í veg fyrir óþarfa stafsetningar- og innsláttavillur.

Hér fyrir neðan eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga:

Hér eru taldar upp fjórar mikilvægar leiðir til að gera skjákynningar gagnlegar en Stephen M.Kosslyn (2007) kannaði hvernig heilinn vinnur úr myndrænu efni og hvernig við getum notað þessar upplýsingar við gerð skjákynninga;

 1. Mikilvægt er að setja aldrei meiri upplýsingar í myndrænni framsetningu en þörf er á
 2. Leiða athygli áhorfenda að aðalatriðunum og bendir á því tengdu að athyglin dregst að hlutum sem eru öðruvísi
 3. Aldrei birta fleiri en fjóra hluti í einu því heilinn getur einungis unnið með fjóra sjónræna þætti í einu
 4. Uppsetning glæra þarf að vera skipuleg en stundum þarf að endurskipuleggja gögn til þess að hægt sé að átta sig á þeim.

Richard E. Mayer (2014) segir að til þess að koma í veg fyrir að nemendur missi áhugann og að kennarinn missi færis á að koma af stað hvetjandi umræðum, þarf skjákynningin að vera virkilega góð. Mælt er með því að kennarinn tileinki sér söguaðferðina við að búa til skothelda skjákynningu sem haldi athygli nemandans frá upphafi. Kennarinn þarf að kveikja áhuga hjá nemendunum og leyfa þeim að taka þátt í kennslunni. Þeir þurfa að vita af hverju efnið skiptir þá máli og hvað geri það áhugavert. Hann vill meina að skjákynning virki ekki í kennslu nema tillit sé tekið til þess hvernig nemendur læri. Hann segir að fimm viðmiðanir auki líkur á að nemendur njóti góðs af skjákynningum;

Notkun fyrirsagna

Titill hverrar glæru þarf að segja til um hvað glæran inniheldur. Ekki er nóg að nota orðatiltæki eins og „Rannsóknarniðurstöður” því það segir ekki fyllilega um hvað er verið að fjalla. Rita skal heila setningu til lýsingar svo nemendur nái innihaldi glærunnar. Þessu er líkt við lestur dagblaða þar sem við lesum fyrirsagnir til að ákveða hvað við viljum skoða betur því fyrirsögnin segir til um innihaldið. Þetta hefur verið rannsakað af Michael Alley og samstarfsmönnum hans í háskóla í Bandaríkjunum. Niðurstaðan var sú að notkun lýsandi fyrirsagna hafði mikil áhrif þar sem nemendur gátu nefnt og útskýrt innihald skjákynningar að henni lokinni en öfugt var með farið ef notuð höfðu verið orðatiltæki.

Söguaðferðin við gerð skjákynningar

Við glærugerð er nauðsynlegt að hafa allar glærurnar opnar og sjáanlegar. Ástæðan er sú að það verður að vera samhengi með glærunum svo þær verði sannfærandi. Upphaf kynningar þarf að vera þannig að nemendur geti strax tekið þátt svo þeir sjái strax tilganginn með kynningunni og hinar glærurnar og efnið á þeim kemur svo í beinu framhaldi.

Hæfilegan texta á hverja glæru

Of miklar upplýsingar á glæru eru ruglandi. Í PowerPoint er hægt að setja auka texta fyrir neðan glæruna (Notes Page) sem aðeins kennarinn sér og getur hann því lesið það sem hann ætlar að segja með hverri glæru á sama tíma og hann heldur athygli nemenda með örfáum aðalatriðum á glæru. Eftir kennsluna/fyrirlesturinn er hægt að gefa nemendum þennan auka texta til frekari fróðleiks eða gefa þeim aðgang að efninu rafrænt.

Notkun mynda

Texti og töluð orð í skjákynningu eru aðalatriðið og myndir ættu að vera notaðar til aðstoðar við að sjá samhengið.

Skera niður og henda

Allur texti sem ekki tengist viðfangsefninu er best að eyða úr skjákynningunni. Best er ef kennarinn getur fundið út hvaða staðreyndum nemendur hafa áhuga á.

Athygli nemenda er líka mikilvæg. Í hefðbundnum fyrirlestri geta nemendur munað um 70% af efninu fyrstu tíu mínúturnar en síðustu tíu mínútur fyrirlestrar þá er talan komin niður í 20%. Því er mikilvægt að setja aðalatriðin á fyrstu glærurnar (Hartley & Davies. 1986).

Fleiri skjákynningaforrit á netinu:

 

Hartley, J., and Davies, I. K. (1986) Note-taking: A critical review. Programmed Learning and Educational Technology, 15, 207.

Save

Að halda tölvu með Windows stýrikerfi í góðum gír

Að lagfæra villur og að halda tölvu með Windows stýrikerfi í góðum gír

Ef tölvan er hægvirk þá getur þú byrjað á að eyða forritum sem þú notar aldrei. Forrit taka upp pláss og hægja á tölvunni og mögulegt er að fjarlægja forrit sem þú notar sjaldan eða aldrei.

Byrjaðu á því að fjarlægja öll forrit sem þú veist að þú átt ekki eftir að nota. Sjá skrefin hér fyrir neðan;

 1. Smelltu á Windows táknið (eða fánahnapp á lyklaborðinu), ritaðu add or remove programs og smelltu á Enter hnappinn á lyklaborðinu. Smelltu á forritið sem á að fjarlægja og veldu Uninstall.
 2. Skoðaðu listann og fjarlægðu fleiri forrit ef þörf er á. Ef þú ert ekki viss um notkun forrita þá getur þú ritað nafn þeirra í leitarglugga leitavéla til þess að lesa þig til um forritin.

Vírus og hnýsibúnaður (e. Spyware) geta líka verið ástæðan fyrir hægvirkri tölvu. ATH Ef þú ert með Windows 8-10 uppsett á vélinni þá fylgir Windows Defender og er því ekki þörf á að sækja vírusvarnaforrit. Annað mikilvægt er að setja ekki upp fleiri en eitt vírusvarnaforrit og leitið ráða ef þið eruð ekki viss, það borgar sig!

Það er nauðsynlegt að hafa vírusvörn í tölvunni og hægt er að sækja ókeypis vírusvörn á eftirfarandi vefsíðum:

AVG
Avast
AviraMalwareBytes

Eftir niðurhal ræsirðu vírusvarnaforritið og ferð eftir leiðbeiningum sem birtast á skjánum.

Annað sem hægt er að gera er að sækja CCleaner, ókeypis forrit sem losar þig við skammtímaskrár og vísanir í forrit sem ekki eru lengur til staðar og eyðir þeim sem og færslum í skráningarkerfi tölvunnar sem eru ekki lengur í notkun. Auk þess að eyða ónauðsynlegum skrám þá hjálpar forritið við að vernda persónulegar upplýsingar með því að eyða ferlum (e. history) og svokölluðum kökum (e. cookies), sem stundum safna upplýsingum um notendur án þess að þeir verði varir við það.

Þegar þú keyrir CCleaner þá geturðu látið forritið greina hvað þarf að laga með því að velja Analyze. Eftir greininguna færðu stutta samantekt á því hvaða gögnum forritið mun eyða og hve mikið pláss losnar. Mælt er með því að nota forritið reglulega eða a.m.k. einu sinni í mánuði.

Sambærileg forrit:

Windows Defender
Spybot

Þar sem til er ógrynni af ýmiss konar tölvuveirum og hnýsibúnaði sem hafa þann eina tilgang að komast yfir viðkvæmar upplýsingar eða valda sem mestu tjóni, er mikilvægt að gera það sem hægt er til þess að verja persónulegar upplýsingar og gögnin ykkar.

Viðeigandi varúðarráðstafanir auka öryggi þitt og þinna;

 • Tryggðu að hugbúnaðurinn í tölvunni sem þú notar sé ávallt búinn nýjustu öryggisuppfærslum
 • Varastu að opna viðhengi eða hlekki (e. Link, URL) sem þú bjóst ekki við, hvort sem er í gegnum tölvupóst eða einhvers konar samskiptaforrit
 • Ekki geyma PIN númer, lykilorð o.þ.h. upplýsingar í tölvunni
 • Vertu á varðbergi gagnvart hvers konar gylliboðum sem þér berast í gegnum tölvupóst og samskiptaforrit. Ef þú tókst ekki þátt í Lottóinu þá vannstu ekki!
 • Varastu Internet glugga sem opnast sjálfkrafa (e. Pop-up window), nema þú sért viss um að upplýsingarnar séu frá traustum aðila
 • Læstu tölvunni með lykilorði
 • Skiptu reglulega um lykilorð
 • Passaðu upp á harða disk tölvunnar þegar líftími hennar er á enda og láttu vita ef gögn á disknum eru viðkvæm svo tekið sé tillit til þess þegar tölvunni er fargað
 • Útskráðu þig ávallt úr tölvum sem aðrir hafa aðgang að og sýndu tillitssemi ef aðrir hafa gleymt að útskrá sig með því að skrá þá út
 • Athugaðu að allar tölvur verða að hafa uppsett vírusvarnaforrit, forrit sem verja tölvuna gegn hnýsiforritum og eldvegg (e. Firewall). Ef þú ert með Windows 8-10 þá ætti Windows Defender að duga
 • Vertu á varðbergi þegar þú notar tölvu sem er í eigu einhvers sem þú þekkir ekki.

Eftirfarandi atriði benda á að vírus sé kominn í tölvuna:

 • Tölvan er hægvirkari
 • Þú færð óvænt skilaboð eða forrit ræsa sig sjálfkrafa
 • Stýrikerfið og önnur forrit virka ekki sem skyldi.

Eftirfarandi atriði benda til þess að hnýsibúnaður sé kominn í tölvuna:

 • Ný tækjastika eða flýtivalmynd/ir birtast í vefskoðara
 • Heimasíða, músabendill og/eða leitaforrit virka ekki sem skyldi
 • Þú ritar vefslóð vefsíðu í vefskoðara en ert færð/ur á aðrar slóðir
 • Þú færð vefglugga upp á þess að vera tengd/ur við internetið
 • Tölvan er hægvirkari.

Annað sem hægt er að gera til þess að bæta virkni tölvunnar er að villuleita hana. Veljið Windows táknið neðst í vinstra horni skjáborðs, ritið troubleshooter og smellið á Enter á lyklaborðinu. Um leið fer leitargluggi í gang og opnar glugga með nokkrum aðgerðum til þess að leysa villur. Sjá skrefin hér fyrir neðan;

 1. Smelltu á Windows táknið (eða fánahnapp á lyklaborðinu), ritaðu troubleshoot og smelltu á Enter hnappinn á lyklaborðinu.
 2. Veldu réttan flokk eftir því sem við á og undirflokk. Fyrir hvert atriði sem þú velur færðu glugga sem leitar að villum og býður upp á aðgerðir til að laga villur.

 

 

Steinunn Chillar með Stúdentum

20150929_145639
Um daginn hélt Steinunn Helga sína fyrstu vefstofu með meistaranemum á 27 manna námskeiði. Á misserinu hittir hún nemendur sína á tveimur staðlotum í tvo hálfa daga í hvort sinn og svo býður hún þeim  upp á vikulega vefstofu í gegnum Adobe Connect.
Á þessari fyrstu vefstofu tók það nemendur nokkurn tíma að kveikja á hljóðnemum og myndavélum og setja upp heyrnartól. Það tók þá líka smá stund að stilla hljóðið, en eftir u.þ.b. 20 mínútur var hægt að hefjast handa.
Svo virtist sem nemendur hafi annað hvort ekki lesið nógu vel leiðbeiningar sem Steinunn sendi þeim fyrir fundinn eða ekki skilið þær. (Sjá fyrirmynd að fundarboði) Ef fundarmenn hafa ekki undirbúið sig og kíkt inn í herbergið fyrir fundinn fer alltaf einhver tími í að hjálpa þeim að finna stjórntækin og stilla þau. Mér finnst gott að hafa skriflegar leiðbeiningar sýnilegar í fundarherberginu þegar þátttakendur koma inn: Þú getur afritað þessar leiðbeiningar og sett í textahólf (Pods-Notes) í þínum fundarherbergjum.
Steinunn fékk nemendur í upphafi til að grípa hljóðnemann og segja til nafns, því bæði er gott að tengja nafn, rödd og mynd saman og nauðsynlegt að rifja upp nöfnin frá því á staðlotunni.
Eftir stuttan inngang, sem Steinunn var reyndar búin að senda þeim á Moodle, skipti hún þátttakendum í þrjá hópa og sendi þau út í sérstök hópvinnusvæði þar sem þau unnu saman í um 20-30 mínútur. Nemendur ræddu saman um tvær rannsóknargreinar sem þeir höfðu lesið og drógu saman aðalatriðin. Steinunn flakkaði aðeins á milli hópvinnusvæðanna til að kanna hvort allt væri í lagi, en lét annars í friði til að ræða málin. Þegar hópavinnunni var að ljúka sendi Steinunn þeim skriflega tilkynningu innan kerfisins um að senn færi hópavinnunni að ljúka og þau myndu færast yfir í aðalsvæði fundarherbergisins.
Allur hópurinn ræddi síðan saman um greinarnar og upplifunina af því að ræða um námsefnið yfir netið.

Eins og sjá má var Steinunn ótrúlega cool að sjá þar sem hún sat í makindum inni á skrifstofunni sinni með nemendur sína á skjánum öll að spjalla saman um áhugaverðar rannsóknargreinar um skólastjórnun.

Hópavinna í fjarfundum

hopavinna2

Hér má sjá eina útgáfu af útsendingu. Hér eru þrír hópar að vinna í kennslustofu og aðeins einn á línunni (sést á skjánum) textinn snýst meira um það þegar enn fleiri eru á línunni og það þarf að skipta hópnum sem er í fjarfundakerfinu í marga hópa.

Nú þegar staðlotur eru búnar erum við mörg að prófa okkur áfam með leiðir til að eiga gagnlega og merkingarbæra fundi með nemendum okkar á milli staðlota, enda hittum við þau í mun styttri tíma á staðlotum en undanfarin ár.

Sum okkar spyrjum okkur hvernig er gagnlegt að nota tímann með nemendum. Ef við erum t.d. búin að taka upp fyrirlestra og leggja fyrir alls konar verkefni, er ástæða til að bjóða upp á umræður. En ef við erum með 15-50 manns á línunni í fundarherbergi verður lítið um gagnlegar umræður. Því er ekki úr vegi að bjóða upp á hópavinnu. Adobe Connect býður upp á þann möguleika að skipta þátttakendum í minni hópa og deifa þeim í hópvinnusvæði eða “Breakout Room”. Með því að nota þau getum við byrjað fund með nemendum og lagt inn eitthvert umræðuefni, skipt nemendum í hópa í Adobe Connect þar sem þau vinna saman 3-5 í hóp í 10-30 mínútur og koma svo saman aftur í fundarherberginu til að gefa skýrslur um niðurstöðu hópavinnunnar.

Í Adobe Connect geta þátttakendur verið í mynd og talað saman með aðstoð hljóðnema, þeir geta skrifast á og jafnvel skrifað fundargerð á þa til gerð verkfæri í Adobe Connect.

Vilji maður betri samvinnutæki þar sem niðurstaðan er aðgengileg síðar er hæat að nota vefþjónustur sem bjóða upp á að þátttakendur séu allir að vinna í sama skjalinu á sama tíma. Þar koma Google Docs, Microsoft Office 365 fyrst í huga, en svo eru til skemmtilegar þjónustur sem bjóða upp á n.k. óendanlega stórar töflur sem notendur geta skrifað á, póstað myndum, myndskeyðum og öðru efni. Mér hefur reynst vel að nota hugarkort við svona vinnu, nemendur eiga mjög auðvelt með að læra að nota þessi tól og þurfa aldrei neina tilsögn

 

Office 365 – Opinn Aðgangur innan Háskóla Íslands

Samningur á milli RHÍ og Microsoft gefur starfsfólki og nemendum Háskóla Íslands opinn aðgang að Office 365. Þetta þýðir að með Office 365 hefur þú aðgengi að Office forritunum í öllum netttengdum tölvum, án þess að hafa þau uppsett (á sjálfri tölvunni). Eins getur þú sett upp Office á borðtölvunni heima hjá þér og í vinnunni en hver og einn hefur 4 notendaleyfi, sem þýðir að þú ert ekki bundinn við eitt tæki í senn. Fyrir þau ykkar sem safna öllu og henda engu þá gleður mig að segja ykkur að við höfum aðgengi að 1TB (terrabæti) í geymsluplássi. Office býður upp á Word-online, Excel-online, PowerPoint-online, Outlook-online og OneNote-online. Einnig er hægt að nota Yammer, Delve og Video.

YammerYammer er innbyggður samfélagsmiðill, sem nýtist við hópvinnu eða önnur samskipti nemenda og kennara tengd námi og kennslu. Notið Yammer til þess að tengjast samstarfsfólki, vinna með þeim og deila gögnum og hugmyndum hvar og hvenær sem er. Hægt er að bæta við notendum og búa til mismunandi hópa til þess að auðvelda samvinnu. Fyrir notkun á snjalltækjum er hægt að sækja smáforrit og þá er auðvelt að vera í sambandi á ferð og flugi.

Delve er leitarvél sem gerir þér kleift að leita að upplýsingum í gegnum allt Office efnið þitt. Þú þarft ekki að muna titil né staðsetningu og færð einungis upp skjöl sem þú hefur þegar réttindi að. Með Delve getur þú skoðað upplýsingar um samstarfsfólk og breytt eigin upplýsingum. Þegar þú og samstarfsfólk þitt skoðið, breytið og deilið skrám er Delve á sama tíma að safna upplýsingum um vinnubrögð ykkar til þess að aðlaga heimasíðuna að ykkur og því eru upplýsingar settar upp á mismunandi hátt á heimasíðu hvers og eins.
officedelveVideo auðveldar miðlun myndskeiða og getur þú gefið ákveðnum aðilum aðgang og réttindi að myndskeiðum innan HÍ. Örugg leið til þess að deila náms- og kennsluefni þar sem þú ákveður hver hefur réttindi á þinni rás. Auðvelt er að stofna þína eigin myndskeiðarás, þar sem þú hleður inn efni úr tölvunni eða öðru snjalltæki og deilir með öðrum. Hægt er að nota Yammer til þess að deila rásinni þinni með starfsfólki eða nemendum.
Sú þjónusta sem við höfum aðgengi að með Office 365 getur auðveldað hverskonar samvinnu bæði þeirra sem eru innan kerfisins og utan t.d. að deila/miðla efni og samvinnuskrif. Það besta er að þú getur nálgast skjölin þín í hvaða nettengdu tölvu sem er. Hér er myndskeið fyrir nemendur svo þeir viti hvernig á að hlaða inn myndskeiði á rás sem kennari hefur stofnað.

Byrjaðu að nýta þér Office-forritin í námi og starfi!