Yfirlit um Moodle 2.4

Nú líður að kennslu haustmisseris. Moodle hwdur verið uppfært úr útgáfu 2.1 í 2.4. Ýmsar góðar endurbætur hafa verið gerðar og kerfið í heild er um margt notendavænna. Kristbjörg Olsen verkefnastjóri í Kennslumiðstöð HÍ hefur tekið saman yfirlit um belstu breytingar. Þá hefur Sigurður Fjalar Jónsson tekið saman ágætt yfirlit. Hér einnig upptaka af erindi Ingvars Á Ingvarssonar um þetta efni.

[vCitaMeetingScheduler type=widget height=100]

 

 

Learning to Teach Online

Learning to Teach Online er verkefnisvefur sem vistaður er hjá University of New South Wales í Ástralíu, COFA Online. Um er áð ræða MERLOT verðlaunaverkefni 1012 og „ascilite“ 2011 sem stendur fyrir Australasian Socaiety for Computers in Learning in Tertiare Education.

Vefurninn er samstarfsverkefni margra háskóla í Ástralíu og koma að því fjöldi sérfræðinga, kennara og menntunarfræðina. Efnið er  líklega fremur sniðið að háskólakennslu en er öllum opið án endurgjalds. Það er afar fjölbreytilegt, bæði hvað varðar innihald og miðlun.

Ég er þess fullviss að áhugafólk um nútíma háskólakennslu getur fundið eitthvað við hæfi, hvert sem kennsluformið er, hefðbundið, blandað eða fjar.
<

[vCitaMeetingScheduler type=widget height=100]

Námskeið og vinnustofur í águst

Kennslumiðstöð HÍ stendur fyrir  vinnustofum og námskeiðum í ágúst 2013

13.8. kl. 9-12 Moodle, grunnvinnustofa Oddi-102 
16.8. kl. 9-12 Moodle, skipulag Oddi-102
20.8. kl. 10-14 Hæfniviðmið, opið hús Kennslumiðstöð
22.8. kl. 9-16 Nýir kennarar, kynningardagur Árnagarður-310
23.8. kl. 11-12 Ugla, kynning á námsumsjónakerfi Árnagarður-310
28.8. kl.11-12 eMission, kynning Klettur-102
28.8. kl. 13-14 eMission, kynning Árnagarður-310
29.8. kl. 9-12 Moodle-próf, vinnustofa Oddi-102

 

 

 

 

 

 

Grunnvinnustofa í Moodle
13. ágúst, kl. 9:00-12:00
Oddi, stofa 102

Kennarar Kristbjörg Olsen og Rúnar Sigurðsson verkefnastjórar hjá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands.

Vinnustofan er hugsuð sem inngangur að Moodle. Byrjað verður á að kynna viðmót Moodle. Þátttakendur munu læra að nota ýmis verkfæri kennsluvefsins og skoða einstök verkfæri bæði út frá hlutverki nemanda og kennara. Meðal efnis sem tekið verður fyrir:
·        Notandareikningurinn
·        Verkfæri til að móta, skipuleggja og breyta uppsetningu kennslusíðunnar
·        Tilkynningar til allra nemenda eða nokkurra útvalinna
·        Umræða, spjall og skilaboð
·        Skjöl, möppur og undirsíður
·        Skilaverkefni
·        Skráning einkunna og endurgjöf
·        Blokkir

Hæfniviðmið:
Að vinnustofu lokinni munu þátttakendur:
– þekkja hvar helstu verkfæri námskeiðsvefs eru staðsett og hafa prófað nokkur þau algengustu  t.d. að setja skrá/möppu á vef, senda tilkynningu til nemenda, setja upp verkefnaskil og gefa einkunnir.
– þekkja helstu verkfæri Moodle til mótunar, skipulags og uppsetningar námskeiðsvefs.
– þekkja helstu stillingar notandareiknings.

Fyrir hverja?
Námskeiðið er ætlað kennurum og öðru starfsfólki HÍ sem hyggst nota Moodle sem kennsluvef fyrir námskeið.

———————————–

Moodle: Skipulag námskeiðsvefs
16. ágúst, kl. 9:00-12:00
Oddi, stofa 102

Kennarar Kristbjörg Olsen og Rúnar Sigurðsson verkefnastjórar hjá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands.

Kynntar verða leiðir til að móta og skipuleggja Moodle námskeiðsvef með það að leiðarljósi að gera hann notendavænni og skilvirkari. Auk þess verður sýnt hvernig virkja má skráningu vinnuskila á námskeiði en með þeim hefur kennari einfalt yfirlit yfir vinnu nemenda  á einum stað s.s. vegna verkefnaskila, prófa og annars. Með skráningu vinnuskila fær hver nemandi einnig yfirsýn yfir eigin vinnustöðu í námskeiði.

Hæfniviðmið:
Að vinnustofu lokinni munu þátttakendur:
– kunna á þau verkfæri sem eru í boði til að móta og skipuleggja námskeiðsvefinn.
– þekkja leiðir til að gera námskeiðsvef notendavænni.
– vita hvernig stýra má aðgangi nemenda að tilteknu efni.
– þekkja hvernig veita má nemendum yfirsýn yfir eigin stöðu vegna vinnu/verkefnaskila með skráningu vinnuskila.

Fyrir hverja?
Vinnustofan er ætluð þeim sem þekkja og hafa unnið í Moodle.

———————————–

Kynning á kennsluvef Uglu, heimasvæði og netsvæði notanda.
22. ágúst kl. 11-12
Gimli 103
Kennari: Kristbjörg Olsen

Farið verður yfir helstu verkfæri námskeiðsvefs Uglu t.d. hvernig skrár/möppur eru settar upp, verkefnaskil stofnuð, einkunnir skráðar, tilkynningar sendar o.fl. Auk þess verður heimasvæði (Skrárnar mínar) og netsvæði notanda kynnt.

Hæfniviðmið:
Að vinnustofu lokinni munu þátttakendur:
– þekkja helstu verkfæri námskeiðsvefs.
– þekkja tilgang heimasvæðis og netsvæðis.

Fyrir hvern?
Vinnustofan er ætluð kennurum Háskólans.

———————————–

Próf í Moodle – vinnustofa
29. ágúst kl. 9:00 – 12:00
Oddi, stofa 102

Kennarar Kristbjörg Olsen og Rúnar Sigurðsson verkefnastjórar hjá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands.

Í vinnustofunni verður farið í hvernig próf er sett upp og spurningar búnar til. Ólíkir möguleikar í uppsetningu prófs verða skoðaðir s.s. dags./tímasetningar, hvernig skilyrða má aðgang nemenda að prófi út frá lokum annarra verkefna o.fl. Spurningabankinn verður útskýrður og  hvernig setja má spurningar í flokka. Einnig verður farið yfir hvernig prófúrlausnir skila sér inn og hvernig endurgjöf fer fram.

Þátttakendur setja upp próf, búa til spurningar, taka prófið sem nemendur, skoða hvernig prófúrlausnir skila sér inn og hvernig námsmat og endurgjöf fer fram.

Hæfniviðmið:
Að vinnustofu lokinni munu þátttakendur:

– kunna að setja upp próf í Moodle og þekkja helstu stillingar þar að lútandi, t.d. tímastillingar og aðgangur nemenda að eigin prófúrlausnum.
– vita hvar og hvernig spurningar eru settar upp og flokkaðar í spurningabankanum.
– þekkja hvernig spurningum er raðað inn í próf; síðuskipti og spurningar af handahófi.
– vita hvernig próf er tekið í Moodle.
– vita hvar prófúrlausnir nemenda eru skoðaðar og hvernig einkunnir eru gefnar handvirkt.

Fyrir hvern?
Vinnustofan er ætluð þeim sem þekkja og hafa unnið í Moodle.

Google Apps for Education

Google Apps for Educaton er pakki frá Google sem er hægt að tengja við, t.d. lén og inniheldur eftirfarandi samvirka þjónustu:

  • Tölvupóstur og vídeósamskipti
  • Fjölvirkt dagatal
  • Gagnasvæði (ský)
  • Ritvinnsla, töflureikir, glærugerð
  • Vefsvæði og vefgerð
  • Vídeoþjónusta (sbr. You Tube)

Fjöldi háskóla nýtir nú þegar þessa þjónustu og ber öllum saman um að um  mikið framfaaspor sé að ræða hvað varðar gæði þjónustunnar og sparnaðurinn er svo umtalsverður að mér sýnist full þörf á að kanna þetta nánar. Ég get auðvitað ekki borið saman kostnaðarlega, núverandi þjónustu RHÍ og þessa, né heldur kostnað við að samhæfa Google Apps for Education og Uglu eða yfirleitt hvort það er tæknilega mögulegt. Læt  öðrum það eftir.

Fyrir áhugasama er hér myndbandsupptaka þar sem þessari þjónustu, eðli hennar og kostum er lýst ítarlega:

x

Fjölmargir háskólar nota þjónustuna. Hér er dæmi um úttekt og árangur:

x

x

Mér finnst þessi þjónusta mjög áhhugaverð, hvort heldur er í kennslu, rannsóknum eða í almennu skólastarfi. Það væri hið minnsta þess virði að prófa hana í skilgreindum smærri hópum eða jafnvel námskeiðum þar sem upplýsingatækni kemur við sögu.

[vCitaMeetingScheduler type=widget height=100]

Námsmat – sjálfsmat – jafningjamat

Á Moodle degi HÍ, 23. apríl sl. Flutti Dr. Hlynur Helgason, lektor í listfræði í Íslensku- og menningardeild á Hugvísindasviði. áhugavert erindi um verkstæðisviðfangið í Moodle, ma. Hvernig má nota það til að lata nemendur taka þátt í námsmati, sjálfs- og jafningjamati. Þá kynnti Hlynur uppsetninu verkefna, gerð einkunnaramma og framkvæmd námsmats. Því miður var erindið ekki tekið upp en Hlynur lét fylgja vandaðar glærur með erindinu sem nefnast verkstæðiskynning.

Hópverkefni og umræður í hópum

Á Moodle deginum 23. apríl, flutti Kristbjörg Olsen verkefnisstóri í Kennslumiðstöð HÍ, erindi myndun hópa í Moodle, hvernig má síðan setja hópa í svonefnd kinippi (groups) og í hvaða tilgangi. Þetta er bæði nýtt og gamalt viðfangsefni í þjónustunni enda virðist það flókið í fyrstu og vill gleymast milli missera hvernig þetta er gert og hvaða tilgangi það þjónar. Kristbjörg útskýrir þetta fyrirbæri mjög vel, fyrst með glærum og síðan í kerfinu sjálfu. Þá kynnir hún nýja tegund verkefna, “hópverkefni” og hvernig má stilla það á ýmsa vegu m.a. til að fylgjast með framvindu í einstökum hópum. Að síðustu var drepið á nýja viðbót sem gerir kennurum kleift að skrifa athugasemdir beint á skjáinn í verkefni á pdf-sniði. Athugasemdir og fyrirspurnir úr sal eru áhugaverðar og þær heyrast glöggt.

a

Hópverkefni og umræður í hópum – Kristbjörg Olsen verkefnastjóri, Kennslumiðstöð from Kennslumiðstöð Háskóla Ísl on Vimeo.

 

Verkfæra blogg

Tryggvi Thayer, verkefnisstjóri MenntaMiðju er ötull talsmaður nútíma kennsluhátta. Hann hefur nýlega tekið við þessu starfi og vefurinn er þegar verulega efnisríkur og þarfur fyrir öll skólastig. Ég vil sérstaklega vekja athygli á verkfæra-blogginu sem er safn upplysinga um notadrjúg verkfæri í þágu náms og kennslu. Þetta er verkefni sem Sólveig Jakobsdóttir, dósent í fjarkennslufræði stóð að með nemendum sínum í samvinnu við MenntaMiðju. Þar rakst ég t.d. á upplýsinar um hvernig á að koma efni á YouTube en margir kennarar á Menntavísindasviði hafa áhuga á að nota þennan ágæta miðil, bæði vegna kennslunnar og þó einkum verkefnagerð nemenda. Á blogginu eru marga aðrar ábendingar sem afar fróðlegt er að skoða.

Moodle notendaskil

Dr. Anna Heiða Pálsdóttir, stundakennari við HÍ, flutti áhugaverða kynningu um notkun vefritilsins í Moodle. Ég hef oft vakið athygli á því að nota ritilinn til að setja upp t.d. efni einstakra námsþátta í stað þess að birta skjöl hvert af öðru beint á skjáinn. í stað þess er einnig hægt að setja námsefni hvers námsþáttar í möppu sem sparar pláss. Að setja efnið á vefsíðu er mun aðgengilegra fyrir alla og þannig getur kennari einnig sett inn ábendingar með krækjunum, skipt efni í skyldulesefni og ítarefni, gætt að líflegri framsetningu o. m. fl..  Anna gengur skrefinu lengra og setur upp eins konar myndræna skel (image map) og þaðan er efni námsþáttarins aðgengilegt.

Í auglýsinu segir svo um erindið:

Dr. Anna hefur um árabil kennt á fjölmennum námskeiðum í enskuskor og er alfarið farin að nota Moodle í stað Uglunnar. Anna Heiða sýnir námskeiðsvef sem hún hefur hannað í Moodle og líkist venjulegri heimasíðu með myndum, flýtileiðum og fleiru. Hún segir að nemendur séu einróma sáttir um að hið notendavæna útlit spari þeim tíma og fyrirhöfn, þar sem allt efni er sett fram á aðgengilegan hátt. Sýndar verða grunnaðferðir til þess að setja upp og skipuleggja Moodle-síðuna á líflegan hátt – en hana er auðvelt að nota ár eftir ár með litlum breytingum.

Ég hvet sem flesta til að hlusta og horfa á kynningu Önnu um það hvernig má efla skipulagið á Moodle námskeiðum og glæða þau lífi og lit.

a

Moodle síðu gefið útlit heimasíðu – Anna Heiða Pálsdóttir, stundakennari, phd., Hugvísindasviði from Kennslumiðstöð Háskóla Ísl on Vimeo.

Að nota YouTube í námi og kennslu

Í gæðaramma fyrir námskeið í Moodle er m.a. lögð áhersla á fjölbreytni í miðlun, hvort heldur er í nemendaverkefnum eða í námsefnisgerð. Ég hef orðið var við umtalsverða aukningu á notkun YouTube  í nemendaverkefnum. Kennari býr þá til  gmail-aðgang, t.d. með námskeiðsnúmeri og hefur þar með aðgang að  margvíslegri Google þjónustu, m.a. að hlaða inn efni á YouTube. Nemendur fá síðan notendaaðgang og geta þar með hlaðið inn myndskeiðum. Athuga ber að hver og einn getur stýrt hvernig aðgengi er háttað.

Ég fékk leyfi frá Önnu Rut Ingvadóttur til að birta hér eitt verkefna hennar af námskeiðinu Upplýsingatækni og miðlun 2011. Upptakan er unnin þannig að Anna tekur ljósmyndir, raðar þeim upp í klippiforriti og setur inn skýringartexta af því hvernig hægt er að baka snúða. Hljóðupptaka með þessu ágæta fræðsluefni gefur myndskeiðinu síðan líf og lit.

´

Námsumsjónarkerfi eru flest því marki brennd að  verkfærin eru flest fremur kennaramiðuð en nemenda. Tækifæri þeirra til sköpunar og til að mynda samfélag, sem er svo mikilvægt  óháð almennri vefumferð, eru gjarnan takmörkuð. Moodle er í þessu samhengi engin undantekning, t. d. verður að telja verkfæri til umæðu og samskipta  fremur til fortíðar en nútíðar. Það gladdi því mína, að þessu leyti, þjáðu sál að lesa um nýja viðbót (plugin) sem gerir kleift að hlaða inn myndskeiðum á YoutTube og ennfremur að taka beint upp með t. d. vefmyndavél í kerfinu. Kennari getur svo stjórnað því hverjir fá aðgang. Þessi viðbót heitir “Youtube Anywhere”  og höfundurinn er Justin Hunt. Ég veit reyndar ekki hversu stöðug þessi viðbót er né hvað hún kostar en fyrirbærið er amk. áhugavert. Hér að neðan er myndskeið þar sem þetta er útskýrt nánar.

[vCitaMeetingScheduler type=contact width=500 height=450]

Spurt og svarað vísar hér á efnisflokkinn “Upplýsingatækni“. Smelltu á “Submit a Question”  hér að neðan til að leggja inn spurningu. Henni verður svarað án allra persónuupplýsinga.

Upplýsingatækni

Submit a question

Gagnaukinn veruleiki

Tryggvi Tryggvi Thayer, forstöðumaður Menntamiðju, flutti á dögunum áhugavert sem an nefndi “Ganaukinn veruleiki“, á ensku “augmented reality” og hvernig hann getur haft áhrif á samskipti okkar við umhverfið. Í lokin fjallaði Tryggvi um nýja möguleika sem opnast í skólastarfi og byggir á gagnauknum veruleika.

Google vefgerð

Ókeypis netþjónusta hjá Google gerist sífellt öflugri og notendavænni. Google Sites er ein þeirra sem gerir kleift að setja upp vefsvæði á endurgjalds. Í skólastarfi er þessi þjónusta til margra hluta nytsamleg. Þannig gætu nemedur t.d. unnið sama að gerð vefs og m.a. nýtt aðrar þjónustuveitur Google til að miðla efni svo cem frá Google Drive, Google Calander, YouTube og Picasa.

Notendur hafa úr nokkrum sniðmátum að velja en geta einnig hannað sín eigin með því að velja úr fjölmörgum slíkum, sem eru ókeypis á Netinu, breyta þeim og gera að eigin. Eg gerði eitt slíkt þar sem ´eg reyni að líkja eftir litum Menntvísindasviðs. Allir geta notað það breytt og bætt og gert að sínu. Samvinna um gerð vefs er einkar auðveld og notendur geta haft stjórn á því hverjir hafa aðgang og með misjöfnu réttindastigi.

Margir kennarar nota Google Sites fyrir sem bekkjarvefi og einnig er þekkt að nemendur noti sína eigin sem tengjast svo sjálfum bekkjarvefnum.

Þorvaldur Pálmason: Til þjónustu reiðubúinn

Tölvuver

Undanfarið hafa staðið yfir verulegar breytingar á tölvuaðstöðu nemenda og kennara í Menntasmiðju. Hluti rýmisins hefur verið tekið undir aukna skrifstofuaðstöðu Menntavísindastofnunar en þar hefur verið þröngt á þingi undanfarið vegna aukinna umsvifa í rannsóknarstrfsemi. Nytt tölvurými verður opnað bráðlega.